Fara í efni

Frá Veiðifélagi Kjósarhrepps

Deila frétt:

 

Eftirfarandi ályktun var samþykkt einróma á aðalfundi Veiðifélags Kjósarhrepps sem haldinn var 3. maí sl.

 

Aðalfundur Veiðifélags Kjósarhrepps haldinn í Veiðihúsi félagsins 3. maí 2018 mótmælir stefnuleysi stjórnvalda þegar kemur að laxeldi í sjó. Veiðifélag Kjósarhrepps krefst þess að íslenski laxastofninn verði verndaður fyrir allri kynblöndun við eldislax sem verður ekki gert öðruvísi en með notkun ófrjórra stofna eða ræktun í lokuðum kerfum í sjó eða á landi.

 

Nýlegar rannsóknir hafa staðfest erfðablöndun eldislax og villtra stofna í nágrannalöndum okkar og neikvæð langtímaáhrif á ýmsa eiginleika villtu stofnanna. Nú þegar hefur umtalsvert magn af norskum eldislaxi sloppið úr kvíum við Íslandsstrendur og Hafrannsóknarstofnun hefur staðfest kynblöndun hans við íslenska stofninn . Íslenskur lax er fjarskyldur öðrum Atlandshafslaxi og hafa íslenskar stofnerfðarannsóknir leitt í ljós leitt í ljós að hver á hefur sinn stofn. Veiðifélagið telur óásættanlegt að stofna þessum fjölbreytileika í hættu með ræktun á frjóum eldislaxi í sjókvíum.

 

Veiðifélag Kjósarhrepps  skorar á umhverfisráðherra, Guðmund Inga Guðbrandsson, að beita sér í þessu máli þannig að sérstaða íslenska laxastofnsins verði tryggð.

 

Fyrir hönd Veiðifélags Kjósarhrepps

Guðmundur Magnússon, formaður