Fara í efni

Folaldasýning Adams

Deila frétt:

 

Hestamannafélagið Adam í Kjós heldur árlega folaldasýningu sína þann 7.  janúar næstkomandi og hefst hún stundvíslega kl.  12:00.   Folaldasýningin verður nú haldin í Miðdal í Kjós en þar ráða húsum hrossaræktendurnir Svanborg Anna Magnúsdóttir og Guðmundur Davíðsson.

 

„Landskunnir“ dómarar dæma um gæði folalda og verður keppt í tveimur flokkum, merfolöld og hestfolöld.   Verðlaunað verður fyrir fyrstu þrjú sæti í hvorum flokki en jafnframt verður afhentur farandbikar fyrir  glæsilegasta folald sýningarinnar og verður það að vera í eigu Adamsfélaga.   Allir eru boðnir velkomnir til þátttöku, Adamsfélagar sem og aðrir hrossaræktendur.   

 

Við dómstörfin munu dómurum vera ókunnugt um foreldra og ræktendur þeirra folalda sem sýnd verða en allt verður upplýst þegar úrslit liggja fyrir.

 

Skráningagjald fyrir hvert folald er kr. 1.500,- og þarf að greiða skráningagjaldið með peningum til gjaldkera Adams við upphaf sýningarinnar.  Tilkynning um þátttöku þarf að berast fyrir kl. 24:00 að kvöldi fimmtudagsins 5. janúar 2017 en í tilkynningunni þarf að upplýsa nafn folalds, lit, nafn móður og nafn föður.   Tilkynningu um þátttöku skal senda með tölvupósti í odinn@fulltingi.isog/eða flekkudalur@gmail.com, middalur@emax.is.

 

Boðið verður uppá léttar veitingar á staðnum á hóflegu verði.  Þar sem ekki er tekið við greiðslukortum á sýningunni verður aðeins greitt fyrir veitingar með peningum.  Myndin er af Skugga-Sveini frá Þjóðólfshaga sem sigraði í flokki hestfolalda á folaldasýningu Adams 2011.  Skugga-Sveinn er nú hátt dæmdur 1. verðlauna graðhestur.