Fjárhagsáætlun Kjósarhrepps 2025 samþykkt í sveitarstjórn
12.12.2024
Deila frétt:
Rekstur sveitarfélagsins er traustur. Gert er ráð fyrir að greiða niður annað af tveimur lánum sem sveitarfélagið er með, á árinu. Skuldahlutfall er lágt í A hluta. Álagning fasteignaskatts og útsvars er óbreytt. Gert er ráð fyrir að rekstrarniðurstaða A hluta verði 102 m.kr. og í A og B hluta 99.3 m.kr.
- Útsvarsprósenta 14.45 %, óbreytt frá síðasta ári.
- Álagning fasteignagjalda verður áfram 0,30 % á íbúðarhúsnæði og 0,85% á húsnæði sem nýtt er undir rekstur. Kjósarhreppur var eina sveitarfélagið þar sem fasteignamat lækkað á síðasta ári sem leiðir til lækkunar á fasteignagjöldum íbúðarhúsnæðis miðað við óbreytta álagningu.
- Viðmiðunarmörk afsláttar til eldri borgara eru óbreytt frá fyrra ári.
- Rekstrarniðurstaða A- og B-hluta er jákvæð um 99.3 m.kr.
- Skuldahlutfall verði 55,2 % í árslok 2024.
- Veltufjárhlutfall 1,55
- Áætlað veltufé frá rekstri A- og B-hluta er 146 m.kr.
- Almennt er gert ráð fyrir að gjaldskrár A hluta fyrir árið 2025 hækki um 3,9 % fyrir utan fráveitugjöld sem hafa lækkað frá upphaflegri álagningu 2024 og sorpgjöld þar sem ekki er gert ráð fyrir neinni hækkun á gjaldskrá.
- Áætlaðar fjárfestingar í A hluta í varanlegur rekstrarfjármunum eru 15 m.kr.
- Áætlaðar fjárfestingar hitaveitu í varanlegum rekstrarfjármunum nema nettó um 122 m.kr.
Hitaveitan er í stórum framkvæmdum sem kallar á lánsfé. Rekstur svo ungrar hitaveitu er framþungur og kallar á töluverðar framkvæmdir sem aftur kallar á meira fjármagn en rekstur hitaveitunnar skilar á fyrstu árum hennar.
Áfram verður unnið að hagræðingu í rekstri og leitað leiða til að bæta þjónustu. Nánar má lesa um fjárhagsáætlun 2026-2028 hér
Þorbjörg Gísladóttir
Sveitarstjóri