Ert þú búin að undirbúa þig fyrir heimsókn á Gámaplanið
Til að komast inná Gámaplanið þarft þú annað hvort að hafa náð í Möndlu appið eða sótt inneignarkort hjá starfsmönnum Gámaplansins. Það er mikilvægt að vera búinn að huga að þessu áður en þú mætir með úrganginn á Gámaplanið svo ekki verða óþarfa töf við hliðið. Ef þú þarft aðstoð við þetta þá er gott að fara ekki í röðina heldur byrja á að leggja bílnum fyrir utan planið og ræða við starfsmann.
Heimili-frístundahús-stök lögbýli: Allir fasteignaeigendur sem greiða gjald vegna reksturs söfnunarstöðvar og annað fast eða breytilegt gjald fyrir íbúðarhúsnæði eða frístundahúsnæði eða eingöngu gjald vegna meðhöndlunar úrgangs, þ.e. lögbýli, fá afhent inneignarkort sem veitir þeim gjaldfrjálsan aðgang að söfnunarstöð fyrir samtals 5m³ á ári fyrir annars gjaldskyldan úrgang.
Rekstaraðilar: Allir fasteignaeigendur atvinnuhúsnæðis sem greiða fast gjald vegna reksturs söfnunarstöðvar fá afhent inneignarkort sem veitir þeim gjaldfrjálsan aðgang að söfnunarstöð fyrir samtals 10 m³ á ári fyrir annars gjaldskyldan úrgang.
Sjá nánar hér