Fara í efni

Engir listar komu fram í Kjósarhreppi

Deila frétt:

 

Samkvæmt upplýsingum frá formanni kjörnefndar Kjósarhrepps kom enginn listi fram fyrir kl 12:00 þann 5. maí sl.

 

Kosning fulltrúa í hreppsnefnd Kjósarhrepps verður því óbundin í kosningunum til sveitarstjórna þann 26. maí næst komandi.

 

Atkvæðagreiðslan fer í fyrstu fram á skrifstofu embættisins að Hlíðasmára 1 í Kópavogi á þeim tíma sem embættið er opið þ.e. frá kl. 8:30 til 15:00 á virkum dögum.  Einnig verður opið á laugardögum og sunnudögum frá kl. 12:00 til kl. 14:00.

 

Eftir 10. maí fer utankjörfundaratkvæðagreiðsla 2018  eingöngu fram í verslunarmiðstöðinni Smáralind í Kópavogi á 2. hæð vesturenda. Þar verður opið alla daga milli kl. 10:00 og 22:00.

Lokað er á uppstigningardag 10. maí og hvítasunnudag 20. maí.

 

Allar nánari upplýsingar má finna á www.kosning.is