Fara í efni

Sprettþraut í Kjós sunnudaginn 7. ágúst 2022

Deila frétt:

Þríþrautasamband Íslands stendur fyrir sprettþraut í Kjósinni sunnudaginn 7. ágúst frá kl. 10:00 til 15:00.

 

Keppnin fer fram á eftirfarandi stöðum í Kjósinni en skiptisvæði og aðstaða keppenda er á túni fyrir neðan bæinn Meðalfell.

Sund - 750m, synt meðfram landi í Meðalfellsvatni

Hjól - 20km, Hjólað frá skiptisvæði til norðvesturs inn á Hvalfarðarveg, beygt til vinstri (vesturs) eftir Hvalfjarðarvegi (biðskylda og þarna er vegurinn þveraður).  Hjólað er síðan til vesturs í átt að Tíðaskarði að snúningspunkti sem er eftir 10km.  Þar er snúið við og sama leið hjóluð til baka inn á skiptisvæði þar sem hjól endar.  

Hlaup - 5km, Hlaupið er til suðausturs frá skiptisvæði meðfram Meðalfellsvatni og beygt við enda vatnsins til suðvesturs að snúningspúnkti sem kemur eftir 2,5 km.  Sama leið er síðan hlaupin til baka í endamark.  

 Vegfarendur eru hvattir til að sýna tillitssemi við keppendur og starfsmenn keppninnar.