Tilkynning frá Kvenfélagi Kjósarhrepps / leigubíll fyrir þorrablótsgesti
23.01.2025
Deila frétt:
Þorrablótsgestum er bent á að það verður leigubíll frá Hreyfli í Kjósinni á laugardaginn og er tilbúinn að keyra fólk á blótið gegn gjaldi og svo heim aftur þegar skemmtun líkur, líka gegn gjaldi.
Hægt er að panta keyrslu á blótið en ekki hægt að panta þegar því líkur, þar gildir fyrstur kemur fyrstur fær.
Bílstjórinn heitir Gunnar og svarar í síma 847-7039
Við minnum svo á að barinn verður að sjálfsögðu opinn á blótinu og enn eru örfáir miðar lausir.