Nýr sveitarstjóri tekinn til starfa í Kjósarhreppi
06.10.2022
Deila frétt:
Þorbjörg Gísladóttir, nýr sveitarstjóri Kjósarhrepps tók til starfa 3. október sl. Þorbjörg var ráðin úr hópi 23 umsækjenda. Hún er viðskiptafræðingur frá Bifröst og með IPMA gráðu frá HR í verkefnastjórnun. Þorbjörg starfaði áður sem sveitarstjóri Mýrdalshrepps.
Óhætt er að segja að það séu ákveðin tímamót hjá Kjósarhreppi þar sem þetta er í fyrsta sinn sem ópólitískur sveitarstjóri er ráðinn til sveitarfélagsins og nú er kona oddviti sveitarstjórnar í fyrsta skipti í sögu Kjósarhrepps.
Á myndinni má sjá Jóhönnu Hreinsdóttur oddvita, afhenda Þorbjörgu lyklana af skrifstofu sveitarstjóra.