Deiliskipulagstillaga-Hjallabarð F25, Kjósarhreppi
Sveitarstjórn Kjósarhrepps samþykkti þann 10. janúar 2023 að auglýsa deiliskipulagstillögu fyrir frístundabyggð Hjallabarðs í landi Hjalla. Sveitastjórn telur að heimilt sé að falla frá gerð lýsingar skipulagsverkefnisins sbr. 3. mgr. 40. gr. Skipulagslaga, enda liggi allar megin forsendur deiliskipulagstillögunar fyrir í aðalskipulagi og þar sem um er að ræða eldri frístundabyggð sem er að hluta til risin.
Deiliskipulag frístundabyggðar Hjalla í landi Hjallabarðs í Kjósarhreppi tekur til 5,5 ha svæðis. Innan svæðisins verða skilgreindar sjö frístundalóðir, og eru þær á bilinu 1249m2 – 9346 m2 að stærð. Uppbygging er hafin á fjórum lóðum en þrjár eru óbyggðar. Skipulagssvæðið er í landi Hjalla en það afmarkast af landi Eyja 2 að vestan- og norðanverðu. Svæðið er eð mestum hluta á grónum túnum. Umhverfið einkennist af landbúnaðarlandi og frístundabyggð. Aðkoma að skipulagssvæðinu er um Meðalfellsveg (461), Sandsveg, afleggjari sem liggur að Sandi, og þaðan inn á Hjallabarð.
Deiliskipulagstillagan verður til sýnis í anddyri hreppsskrifstofu Kjósarhrepps í Ásgarði frá og með 16. febrúar 2023 til 30. mars 2023. Tillögurnar verða jafnframt birtar í Lögbirtingarblaðinu og á heimasíðu Kjósarhrepps, hér.
Athugasemdir eða ábendingar vegna deiliskipulagstillögunnar skulu vera skriflegar og berast skipulagsfulltrúa í síðasta lagi fyrir kl. 15:00 þann 30. mars 2023. Póstlagðar athugasemdir berist á skrifstofu Kjósarhrepps að Ásgarði Kjós, 276 Mosfellsbæ, eða með tölvupósti á netfangið skipulag@kjos.is
Pálmar Halldórsson, skipulags og byggingafulltrúi
Kjósahreppur 9. febrúar 2023