Deiliskipulag frístundabyggðar Brekkna
Kjósarhreppur auglýsir skv. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010
Deiliskipulag í landi Brekkna, Kjósarhreppi
Sveitarstjórn Kjósarhrepps samþykkt þann 7. júlí 2021 að auglýsa deiliskipulagstillögu frístundabyggðar Brekkna í landi Möðruvalla 1, Kjósarhreppi, dags. 25.06.2021 og telur að heimilt sé að falla frá gerð lýsingar skipulagsverkefnisins sbr. 3. mgr. 40. gr. Skipulagslaga, enda liggi allar megin forsendur deiliskipulagstillögunar fyrir í aðalskipulagi og í áður samþykktu skipulagi sem öðlaðist ekki gildi.
Deiliskipulag frístundabyggðar Brekkna í landi Möðruvalla 1 í Kjósarhreppi tekur til 11 ha svæðis. Innan svæðisins verða skilgreindar tíu frístundalóðir, uppbygging er hafin á sex lóðum, Brekkum 3, 4, 8, 9 og Möðruvöllum 13 og 14. Lóðirnar eru nú þegar stofnaðar úr landi Möðruvalla 1, sem er í eigu Kjósarhrepps. Skipulagsvæðið hallar til norð-austurs og er við rætur Möðrudalsháls. Aðkoma að lóðum er um veginn Brekkur sem tengist Meðalfellsveg (461). Skipulagssvæðið afmarkast í suðri, norðri og vestri af Möðruvöllum 1. Í norð/austri afmarkast svæðið af lóð sem heitir Möðruvellir Hitaveita og í austri af lóð sem heitir Hæðarskarð.
Deiliskipulag frístundabyggðar Möðruvellir 1, var samþykkt í hreppsnefnd árið 2006, en það öðlaðist ekki gildi þar sem það láðist að auglýsa gildistöku þess í B- deild Stjórnartíðinda. Markmið skipulagsins er að skapa ramma utanum heildstæða frístundabyggð, þannig að heildar yfirbragð byggðar verði gott og fyrirhuguð uppbygging falli vel að þeirri byggð sem fyrir er.
Fyrir liggur staðbundið ofanflóðahættumat frá Veðurstofu Íslands, dags. 11.06.2021.
Niðurstaða matsins er í stórum dráttum eftirfarandi:
"Að áhættan á byggingareitunum er talin ásættanleg fyrir frístundahús, þ.e. að staðaráhætta er minni en 5 af 10000 ári, en C-lína hættumats er miðuð við staðaráhættuna 3 af 10000 ár ári. Þó væri ekki ráðlegt að reisa hús mikið nær farvegunum úr Stóragili en nú er vegna aur og vatnsflóðahættu. Mest er aurflóðahættan á reit 9 en einnig þyrfti að huga að þessu á reit 4. Einnig ætti ekki að reisa hús austast á byggingareit Möðruvalla 14, í vatnsfarveginum sem þar er. Ekki er víst að allir byggingareitirnir myndu standast hættumat fyrir íbúðahús enda strangari kröfur gerðar til slíkra bygginga. Þannig mætti ekki breyta frístundahúsunum í íbúðarhús eða reisa íbúðarhús á skipulagssvæðinu án þess að frekara mat yrði gert sem miðaði við þær forsendur".
Deiliskipulagstillagan verður til sýnis í anddyri hreppsskrifstofu Kjósarhrepps í Ásgarði frá og með 10. september 2021 til 25. október 2021. Tillögurnar verða jafnframt birtar á heimasíðu Kjósarhrepps, kjos.is.
Athugasemdir eða ábendingar vegna deiliskipulagstillögunnar skulu vera skriflegar og berast skipulagsfulltrúa í síðasta lagi 25. október 2021. Póstlagðar athugasemdir berist á skrifstofu Kjósarhrepps að Ásgarði Kjós, 276 Mosfellsbæ, eða með tölvupósti á netfangið skipulag@kjos.is
Kjósarhreppur 7.9. 2021
Skipulags- og byggingarfulltrúi Kjósarhrepps