Brottnumin girðing komin í leitirnar.
Fyrir stuttu var auglýst eftir rafmagnsgirðingu sem sveitarstjórn setti upp við Hvalfjarðarveg á milli Fells og Lækjarbrautar. Girðingin var sett upp til að auka umferðaröryggi á þjóðveginum. Nú hefur komið í ljós að girðingin var rifin niður og hent ofan í nærliggjandi skurð. Hver sá sem gerði þetta þarf að gera sér grein fyrir mögulegum óafturkræfum afleiðingum af slíku athæfi. Umferð hefur aukist mikið á Hvalfjarðarvegi og þar með umferð hópferðabíla. Nú þegar rökkva tekur er enn mikilvægara að við reynum öll að koma í veg fyrir að skepnur séu þjóðveginum, eitt bílslys eru einu bílslysi of mikið. Sveitarstjórn hefur nú sett girðinguna upp að nýju og óskar eftir því að hún fái að vera óáreitt þar sem hún er og höfðar til ábyrgðar þess sem hlut á að máli.