Fara í efni

Breyttur opnunartími á gámaplansins að Hurðarbaksholti

Deila frétt:

Frá og með 8. september nk. breytist opnunartími gámaplansins. Unnið hefur verið að því undanfarnar vikur að setja upp sjálfsafgreiðslukerfi við innkeyrsluna á planinu og girðingar hafa verið bættar. Kerfið mun verða tekið í notkun á næstu vikum, það verður kynnt betur síðar.  Samhliða þessum breytingum verður lokað fyrir allan aðgang að gámaplaninu nema á opnunartíma en settir verða grenndargámar fyrir framan gámaplanið, þar sem verður hægt að losa sig við venjulegan flokkaðan heimilisúrgang eins og á öðrum grenndarstöðvum. Það liggur því fyrir að gámaplanið verður lokað fyrir öllum aðgangi utan opnunartíma, innbrot á svæðið varðar við lög og verður kært til lögreglu sem og losun úrgangs á víðavangi.

Nánar má sjá um breyttan opnunartíma hér: https://www.kjos.is/is/thjonusta/umhverfismal-1/sorphirda

Við höfum lengi búið við það að einstaklingar og fyrirtæki  eru að koma utan opnunartíma með allt upp í heilu bílfarmana af úrgangi, jafnvel úr öðrum sveitarfélögum. Hverju kílói af úrgang fylgir mikill kostnaður sem fellur á greiðendur fasteignagjalda í Kjósarhreppi.  Með þessu móti erum við að reyna að spyrna við slíku.

Myndavélar verðar settar upp á móttökustöðinni, bæði á gámplani og á grenndarstöðinni sem og öðrum grenndarstöðvum. Umgengni við grenndarstöðvar er alla jafna góð en alls staðar leynast svartir sauðir sem skilja húsgögn, rafmagnstæki og sitthvað fleira eftir við grenndargámana í stað þess að fara  á móttökustöðina. Umgengni um móttökustöðvar úrgangs er ekki einkamál sveitarfélagsins þar sem kostnaðurinn fellur á íbúana. þess vegna skiptir máli að við öll stöndum vörð um þessar einingar og leggjum af mörkum til að halda þeim snyrtilegum. Tökum höndum saman, stöndum með umhverfinu og drögum úr kostnaði.