Breytingar í sveitarstjórn
03.07.2023
Deila frétt:
Regína Hansen Guðbjörndóttir, oddviti Þ-listans hefur sagt sig frá störfum í sveitarstjórn vegna búferlaflutninga úr sveitarfélaginu. Regína hefur setið í sveitarstjórn frá árinu 2018 og sinnt störfum sínum af alúð og áhuga. Regínu eru þökkuð störf hennar í þágu sveitarfélagsins og henni óskað velfarnaðar á nýjum vettvangi. Þóra Jónsdóttir tekur sæti Regínu í sveitarstjórn, þóra var í þriðja sæti Þ-listans í síðustu sveitarstjórnarkosningum, hún er boðin velkomin í sveitarstjórn. Þórarinn Jónsson tekur við sem oddviti Þ- lista.