Breytingar á grenndarstöðvum
Frá maí byrjun verða ekki gámar undir gler og málma á grenndarstöðvum Kjósarhrepps, í þeirra stað koma gámar undir skilaskildar umbúðir frá Grænum skátum. Ekki er alveg komið á hreint hvenær þeir gámar koma en Grænir skátar stefna að því í maí eða byrjun júní.
Íbúar og sumarhúsaeigendur eru hvattir til að skila öðrum málmum og gleri á móttökustöðina að Hurðarbaksholti.
Þetta er ein af þeim aðgerðum sem hefur verið ákveðið að fara í til að draga úr kostnaði við úrgangsmál í sveitarfélaginu. Næsta haust er gert ráð fyrir að fækka opnunardögum á Móttökustöðinni að Hurðarbaksholti yfir vetrarmánuðina. Einnig er gert ráð fyrir að fækka hirðudögum á blönduðum og lífúrgangi frá heimilum yfir vetrarmánuðina
Áfram verður leitað leiða til að draga úr kostnaði. Tökum höndum saman og leggjumst öll á árarnar með því að endurnýta og vanda flokkun, þannig drögum við mest úr kostnaði.