Fara í efni

Breyting á reglum um frístundastyrki til barna og ungmenna.

Deila frétt:

Meginmarkmið frístundastyrkja er að öll börn og unglingar á aldrinum 3-18 ára í Kjósarhreppi geti tekið þátt í uppbyggilegu frístundastarfi óháð efnahag og félagslegum aðstæðum. Frístundastyrkur er framlag Kjósarhrepps til greiðslu kostnaðar styrkþega vegna náms utan hefðbundins skólanáms, þátttöku í hverskonar barna- og unglingastarfi á vegum viðurkenndra félagasamtaka og tómstundastarfi (Dans,tónlistarnám, íþróttaiðkun, leiklist, myndlist og fl.)

Á fundi sveitarstjórnar 24. september sl. var ákveðið að gera fleirum kleift að nýta sér styrkinn til að sinna sínum áhugamálum. Í uppfærðum reglum um frístundastyrk var ákveðið að fella úr gildi skilyrði fyrir úthlutun styrks sem var í 3. gr. svo hljóðandi "Að um skipulagt starf, kennslu eða þjálfun sé um að ræða í a.m.k. 10 vikur á árshelmingi." A.ö.l. eru reglurnar óbreyttar. Sjá reglurnar hér.  https://www.kjos.is/static/files/Samthykktir/fristundastyrkur_040824_uppfaert-med-breytingum.pdf