Breyting á hriðutíðni úrgangs við heimli.
Undanfarin ár hafa plast- og pappaílát við heimili verið losuð á fjögurra vikna fresti en ílát undir blandaðan úrgang og lífrænan á þriggja vikna fresti. Eftir 2. september nk. breytist hirðutíðni á blönduðum og lífrænum úrgang frá heimilum. Á tímabilinu 3. september til 30. apríl verða ílát undir blandaðan og lífrænan úrgang losuð á fjögurra vikna fresti eins og ílat undir plast og pappa en á tímabilinu 1. maí til 31. ágúst verður blandaður og lífrænn úrgangur losaður á þriggja vikna fresti en plast og pappi áfram á fjögurra vikna fresti. Hægt verður að óska eftir auka tunnu undir blandaðan úrgang, verð samkvæmt gjaldskrá fyrir 240 l. tunnu er 25.000 kr. á ári. Íbúum er þó bent á að hægt er að fara með umfram úrgang á móttökustöðina að Hurðarbaksholti.
Þessar breytingar eru einn liður í að ná kostnaði við úrgangsmál í sveitarfélaginu niður.