Fara í efni

Breyting á aðalskipulagi og lýsing á deiliskipulagi

Deila frétt:

 

Sveitarstjórn Kjósarhrepps auglýsir samkvæmt 36. gr. skipulags-laga nr. 123/2010 óverulega breytingu á Aðalskipulagi Kjósarhrepps 2005-2017. Með breytingunni er gert ráð fyrir að efnistökusvæði E22 verði fært úr farvegi Laxár í farveg Þverár við Hækingsdal. Jákvæð umsögn Hafrannsóknarstofnunar og Fiskistofu liggur fyrir.

 

Sveitarstjórn Kjósarhrepps auglýsir deiliskipulagslýsingu samkvæmt 1. mgr. 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 m.s.br. Í lýsingunni er gert grein fyrir hvernig staðið verði að skipulags-gerð við íbúðarhús og útihús í landi Eilífsdals. Markmið með deiliskipulaginu er að afmarka annars vegar íbúðarhúsi og hins vegar útihúsi lóð og móta umgjörð um breytta notkun á alifuglahúsi en til stendur að taka það undir ferðaþjónustu.

 

Aðalskipulagsbreytingin og deiliskipulagsauglýsingin liggja frammi á skrifstofu sveitarfélagsins í Ásgarði. 

 

Ábendingum og/eða athugasemdum við efni lýsingarinnar skal skila fyrir 21. júní 2017 á skrifstofu sveitarfélagsins eða á jon@kjos.is.

 

Eilífsdalur  sjá hér

Náma Þverá sjá hér

Jón Eiríkur Guðmundsson,Skipulags- og byggingarfulltrúi Kjósarhrepps.