Boðskort - Þættir úr sögu Kjósar - útgáfuhóf
27.06.2023
Deila frétt:
Í tilefni af útgáfu bókarinnar Þættir úr sögu Kjósar verður haldið útgáfuhóf í Ásgarði í Kjós þann 29. Júní kl. 15:00. Höfundur bókarinnar er Gunnar Sveinbjörn Óskarsson arkitekt og sagnfræðingur.
Í bókinni dregur höfundur upp svipmyndir af því samfélagi sem lengi var við lýði í Kjósarhreppi. Verkið skiptist í 15 þætti sem fjalla um ólík viðfangsefni en saman gefa þeir heillega mynd af byggðarlagi sem mótaðist af sjálfsþurftarbúskap og fátækt en steig síðan á nokkrum áratugum stór skref til nýrra lífshátta, þegar vélavæðing, greiðar samgöngur og traustur markaður fyrir landbúnaðarafurðir komu til sögunnar.
Margar ljósmyndir prýða bókina, bæði eldri myndir með mikið sögulegt gildi og nýlegar litmyndir af bæjum og landslagi í Kjós.