Fara í efni

Bleik messa í Reynivallakirkju

Deila frétt:

Á sunnudaginn 8. október verður Bleik messa í Reynivallakirkju kl.13 (Ath! Breyttan messutíma). Bleiki liturinn táknar samstöðu og forvarnir gegn krabbameini kvenna.

Í október er Reynivallakirkja upplýst bleikum ljósum til að sýna konum sem greinst hafa með krabbamein samstöðu. Kirkjugestir eru hvattir til að mæta í bleiku.

Kirkjukór Reynivallakirkju syngur. Organisti er Sveinn Arnar Sæmundsson. Sr. Arna Grétarsdóttir sóknarprestur predikar og þjónar fyrir altari. Verið hjartanlega velkomin.

Hausthelgihald 2023

Sóknarprestur