Beiðni um tilkynningu á dauðum fuglum til Matvælastofnunar vegna skimunar á fuglaflensu
08.04.2022
Deila frétt:
Nýlega upplýsti Matvælastofnun að í gildi séu hertar sóttvarnarreglur fyrir alifugla og aðra fugla í haldi vegna hættu á fuglaflensu sem gæti borist til landsins með komu farfugla nú í vor.
Í því samhengi biður Matvælastofnun um að fá tilkynningar til sín um fund á veikum eða dauðum villtum fuglum nema augljóst sé að þeir hafa drepist af slysförum.
Staðan var svipuð í fyrravetur 2020/2021 þar sem einnig var hætta á að fuglaflensa gæti borist til landsins með komu farfugla og almenningur hvattur að tilkynna til stofnunarinnar um fund á dauðum villtum fuglum.
Það er mikilvægt fyrir Matvælastofnun að fá sem flestar tilkynningar um veika eða dauða villta fugla.