Fara í efni

Auglýsing. Aðalskipulag Kjósarhrepps 2017-2029. Heildarendurskoðun.

Deila frétt:

    Hreppsnefnd Kjósarhrepps hefur að fenginni heimild Skipulagsstofnunar samþykkt að auglýsa tillögu að endurskoðuðu aðalskipulagi Kjósarhrepps skv. 31. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 ásamt umhverfisskýrslu sbr. 7. gr. laga nr. 105/2006 um umhverfismat áætlana.


Tillögunni er ætlað að leysa af hólmi gildandi Aðalskipulag Kjósarhrepps 2005–2017.
Aðalskipulagstillagan verður til sýnis á skrifstofu Kjósarhrepps í Ásgarði og hjá Skipulagsstofnun Borgartúni 7b, 105 Reykjavík.

Einnig má nálgast öll gögn aðalskipulagstillögunnar rafrænt hér að neðan.


Gögn á rafrænu formi:

  • Formleg auglýsing HÉR
  • Forsendur og umhverfisskýrsla  HÉR
  • Aðalskipulagið á korti HÉR
  • Flokkun landbúnaðarlands HÉR
  • Greinargerð með aðalskipulaginu HÉR
  • Fornleifaskráning  1 ,  2 ,  3 ,  4

 

 Tillagan er til kynningar frá 31. maí – 14. júlí 2018. Þeir sem telja sig eiga hagsmuna að gæta er hér með gefinn kostur á að gera athugasemdir við tillöguna.

Athugasemdir skulu berast fyrir 14. júlí 2018.


Skila skal athugasemdum skriflega til skipulagsfulltrúa á skrifstofu hans í Ásgarði, Kjósarhreppi, 276 Mosfellsbær eða á netfangið jon@kjos.is


Jón Eiríkur Guðmundsson,
Skipulagsfulltrúi Kjósarhrepps.