Ársreikningur Kjósarhrepps 2023
Sveitarstjórn Kjósarhrepps samþykkti ársreikning 2023 við síðari umræðu á 291. fundi sínum sem haldinn var 30. apríl sl.
Rekstrartekjur sveitarfélagsins námu 505.5 millj.kr. samkvæmt ásreikningi fyrir A og B hluta en þar af námu rekstrartekjur A hluta 399.3 millj.kr.
Rekstrarniðurstaða sveitarfélagsins samkvæmt ársreikningi í A hluta var jákvæð sem nemur 79.6 millj.kr. og í A og B hluta var hún jákvæð sem nemur 49.7 millj.kr.
Rekstur sveitarfélagssins gekk vel á árinu 2023. Samkvæmt fjárhagsáætlun var gert ráð fyrir jákvæðri niðurstöðu A hluta um 38.5 millj.kr. og gert var ráð fyrir að niðurstaðan yrði jákvæðri sem nemur 34.1 millj.kr. fyrir A og B hluta.
Laun og launatengd gjöld á árinu námu alls 98.6 millj.kr. þar af í A hluta um 72.7 millj.kr. Stöðugildi hjá sveitarfélaginu voru 4,5 í árslok.
Eigið fé A og B hluta í árslok nam 359.5 millj.kr samkvæmt efnahagsreikningi og eigið fé A hluta nam kr. 491.8 millj.kr.
Álagningarhlutfall útsvars var 14,22% en lögbundið hámark á árinu 2023 var 14.74. Álagningarhlutfall fasteignaskatts í A flokki var 0,33% en lögbundið hámark þess er 0,50%. Í B-flokki nam álagningarhlutfallið 1,32% sem er lögbundið hlutfall og í C-flokki var álagningarhlutfallið 0,35% en lögbundið hámark þess er 1,32%. Ársreikningur Kjósarhrepps 2023
Rekstur sveitarfélagsins gekk vel á árinu þó fjármagnskostnaður hafi verið þungur baggi og þá sérstaklega fyrir Kjósarveitur sem er ungt fyrirtæki í mikilli uppbygginu.
Sveitarstjórn staðfestir með undirritun sinni ársreikning við síðari umræðu og þakkar starfsmönnum Kjósarhrepps fyrir vel unnin störf í þágu sveitarfélagsins.