Fara í efni

Álagningu fasteignagjalda í Kjósarhreppi árið 2024 er nú lokið

Deila frétt:

 

Álagningarseðlar birtast rafrænt á vefsíðunni island.is undir „Mínar síður“ eftir hádegi miðviudaginn 28. febrúar og er innskráning með veflykli ríkisskattstjóra eða með rafrænum skilríkjum. Kröfur vegna fasteignagjalda birtast sem fyrr í netbanka greiðanda. Greiðsluseðlar eru komnir í heimabanka gjaldenda. 

Álagningarseðlar eru ekki sendir einstaklingum í pósti í samræmi við breytingu sem gerð var á lögum nr. 4/1995 sem tók gildi 1. janúar 2019, en þá er sveitarstjórn heimilt að senda tilkynningu um álagningu fasteignaskatts rafrænt.

Gjalddagar fasteignagjalda eru sem fyrr níu á ári frá 1.mars – 1.nóvember. Sé heildar fjárhæð fasteignagjalda undir kr. 30.000 eru þau gjaldfelld í einu lagi þann 1. mars.

Heimild til álagningar fasteignagjalda:

  1. a) Allt að 0,5% af fasteignamati: Íbúðir og íbúðarhús ásamt lóðarréttindum, erfðafestulönd í dreifbýli og jarðeignir, útihús og mannvirki á bújörðum sem tengd eru landbúnaði, öll hlunnindi og sumarbústaðir ásamt lóðarréttindum.
  2. b) 1,32% af fasteignamati ásamt lóðarréttindum: Sjúkrastofnanir samkvæmt lögum um heilbrigðisþjónustu, skólar, heimavistir, leikskólar, íþróttahús og bókasöfn.
  3. c) Allt að 1,32% af fasteignamati ásamt lóðarréttindum: Allar aðrar fasteignir, svo sem iðnaðar-, skrifstofu- og verslunarhúsnæði, fiskeldismannvirki, veiðihús og mannvirki sem nýtt eru fyrir ferðaþjónustu..

Heimilt er sveitarstjórn að hækka álagningu í a) og c) lið um allt að 25%

Álagning fasteignagjalda í Kjósarhreppi 2024

a-flokkur 0,30 % af fasteignamati húss og lóðar

b-flokkur 1,32 % af fasteignamati húss og lóðar

c-flokkur 0,85 % af fasteignamati húss og lóðar

Afsláttur til elli- og örorkuþega

Tekjumörk elli-og örorkulífeyrisþega vegna afsláttar fasteignaskatts eru hækkuð til samræmis við launavísitölu. Tekjumörkin miðast við tekjur á árinu 2022. Tekjumörkin eru eftirfarandi:

Einstaklingar

100% afsláttur: Einstaklingur með tekjur allt að 6.288.459 kr.

75% afsláttur: Einstaklingur með tekjur á bilinu 6.288.460 kr.– 6.428.204 kr.

50% afsláttur: Einstaklingur með tekjur á bilinu 6.428.205 kr.– 6.567.946 kr.

25% afsláttur: Einstaklingur með tekjur á bilinu 6.567.947 kr.- 6.673.294 kr.

Hjón/fólk í skráðri sambúð

100% afsláttur: Hjón/fólk í skráðri sambúð með tekjur allt að: 8.035.265 kr.

75% afsláttur: Hjón/fólk í skráðri sambúð með tekjur á bilinu 8.035.266 kr. - 8.594.227 kr.

50% afsláttur: Hjón/fólk í skráðri sambúð með tekjur á bilinu 8.594.228 kr. – 9.154.454 kr.

25% afsláttur: Hjón/fólk í skráðri sambúð með tekjur á bilinu 9.154.455 kr. - 9.712.176 kr.

Nánari upplýsingar veitir Berglind Hansdóttir, aðalbókari Kjósarhrepps í síma 566-7100 eða í netfanginu kjos@kjos.is

Vel hefur gengið að endurskipuleggja hreinsun rotþróa og þar með draga úr kostnað, við það hefur skapast tækifæri til að lækka rotþrórgjöldin. Rotþróar gjald lækkar úr 15.000 kr. í 10.000 kr. 2024

Sveitarstjóri