Álagningu fasteignagjalda í Kjósarhreppi árið 2023 er nú lokið
Álagningarseðlar eru birtir rafrænt á vefsíðunni island.is undir „Mínar síður“ og er innskráning með veflykli ríkisskattstjóra eða með rafrænum skilríkjum. Kröfur vegna fasteignagjalda birtast sem fyrr í netbanka greiðanda.
Álagningarseðlar eru ekki sendir einstaklingum í pósti í samræmi við breytingu sem gerð var á lögum nr. 4/1995 sem tók gildi 1. janúar 2019, en þá er sveitarstjórn heimilt að senda tilkynningu um álagningu fasteignaskatts rafrænt.
Gjalddagar fasteignagjalda eru sem fyrr níu á ári frá 1.mars – 1.nóvember. Sé heildar fjárhæð fasteignagjalda undir kr. 30.000 eru þau gjaldfelld í einu lagi þann 1. mars.
Tekjumörk elli-og örorkulífeyrisþega vegna afsláttar fasteignaskatts eru óbreytt frá fyrra ári. Tekjumörkin miðast við tekjur á árinu 2021. Tekjumörkin eru eftirfarandi:
Einstaklingar
100% afsláttur: Einstaklingur með tekjur allt að 5.943.723 kr.
75% afsláttur: Einstaklingur með tekjur á bilinu 5.593.724 kr. - 6.075.807 kr.
50% afsláttur: Einstaklingur með tekjur á bilinu 6.075.808 kr. - 6.207.888 kr.
25% afsláttur: Einstaklingur með tekjur á bilinu 6.207.889 kr. - 6.307.461 kr.
Hjón/fólk í skráðri sambúð
100% afsláttur: Hjón/fólk í skráðri sambúð með tekjur allt að: 7.594.768 kr.
75% afsláttur: Hjón/fólk í skráðri sambúð með tekjur á bilinu 7.594.769 kr. - 8.123.088 kr.
50% afsláttur: Hjón/fólk í skráðri sambúð með tekjur á bilinu 8.123.089 kr. - 8.652.603 kr.
25% afsláttur: Hjón/fólk í skráðri sambúð með tekjur á bilinu 8.652.604 kr. - 9.179.750 kr.
Nánari upplýsingar veitir aðalbókari Kjósarhrepps í síma 566-7100 eða í netfanginu kjos@kjos.is
Sveitarstjóri