Fara í efni

Aðventumarkaðurinn í Félagsgarði á laugardaginn

Deila frétt:

 

Aðventumarkaðurinn verður í Félagsgarði á laugardaginn þann 9. des frá kl 12:00-17:00. Fjölbreyttar vörur verða á boðstólum og má þar helst nefna:

 

Snorri og Sveina verða með safaríkar jólasteikur, forrétti og dásamlegt meðlæti frá kjötvinnslunni sinni, Sogni Holdanautakjöt

Lilli og Begga verða með sitt landsfræga, Kiðafells tvíreykt hangikjöt.

Sigga á Bakka verður með hönnun sína, SG Textil.

Nana verður með sitt frábæra handverk, Nana.

Rosmary heldur áfram að safna fyrir skólastarfi í Kenýja og mun sýna myndir af starfi þeirra hjá TEARS CHILDREN

Fjölskyldufyrirtækið Hnyðja verður með ýmis konar handverk svo sem nytja- og skrautmuni, að mestu unnið úr tré. (Hnydja.is)

Svanborg Eyþórsdóttir verður með skartgripi, hekl, prjónavörur og tækifæriskort.

Bókin stórgóða, Ungmennafélagið Drengur 100 ára saga og Kjósarmyndin verða einnig til sölu á markaðnum.

 

Kvenfélag Kjósarhrepps sér um veitingasölu þar sem allur ágóði rennur til líknarmála.

Þetta og margt fleira verður að finna í Félagsgarði laugardaginn 9. des.

 

Að markaði loknum verður hægt að glöggva sig aðeins á aðventunni á barnum, á neðri hæðinni í Félagsgarði.

 

Sjá auglýsingu Hér.