Fara í efni

Aðventuhátíð í Reynivallakirkju

Deila frétt:

Aðventuhátíð 3. desember kl. 14:00 í Reynivallakirkju. Aðventa þýðir „Ég kem”. Friðarhöfðinginn fæddist inn í hrjáðann heim á jólum. Í þakklæti og bæn eru dagarnir taldir og í Reynivallakirkju verður tendrað á fyrsta kerti aðventukransins.

Reynivallasókn býður sveitunga, vini og velunnara til aðventuhátíðar þann 3. desember kl. 14.00.

Hátíðarræðu flytur Guðmundur Ingi Þorvaldsson leikari.

Agnes Hafþórsdóttir 7 ára frá Miðdal syngur einsöng við undirleik Sveins Arnars Sæmundssonar.

Börn úr sveitinni tendra fyrsta aðventukertið og syngja.

Aðalsteinn Ingi 13 ára deilir framtíðaráformum sínum.

 

Kirkjukór Reynivallaprestakalls syngur undir stjórn Sveins Arnars Sæmundssonar organista.

Hulda Þorsteinsdóttir formaður sóknarnefndar setur hátíð.

Sr. Arna Grétarsdóttir sóknarprestur leiðir stundina.

Eftir stundina býður sóknarnefnd upp á súkkulaði og piparkökur.

Verið hjartanlega velkomin!