Aðgangsstýring á Gámplaninu
Frá og með mánudeginum 14.. október nk. verður tekið upp nýtt aðgangskerfi á Gámaplaninu að Hurðarbaksholti. Þetta hefur verið í undirbúningi undanfarna mánuði í samstarfi við Tæknivit ehf. Eins og kemur fram í gjaldskrá Kjósarhrepps um úrgangsmál, greiða einstaklingar, fyrirtæki og lögbýli fast gjald fyrir aðgang að Gámplaninu. Í gjaldinu felst ýmist 5 eða 10 rúmmetra afsetning af annars gjaldskyldum úrgangi (óflokkaður blandaður úrgangur, málað timbur og ómálað timbur). Gjaldskránna má nálgast hér. Til að nýta inneignina geta notendur sótt Möndlu appið og nýtt við komu á planið eða fengið plast kort á Gámaplaninu eða á skrifstofu sem er tengt við inneign hvers og eins. Hægt er að tengja aðra fjölskydumeðlimi við inneignina. Starfmaður á Gámaplaninu mun aðstoða gesti við þetta. Sjá nánar hér.
Eins og áður hefur komið fram er þetta gert til að reyna að draga úr kostnaði við meðhöndlun úrgangs, kostnaður sem á endanum lendir á skattgreiðendum. Settar hafa verið upp fleiri myndavélar á planinu, jafnframt er verið að vinna að því að setja upp myndavélar við allar grenndarstöðvar í þeirri vona að umgengni um þær verði betri. Óheimilt er að skilja eftir úrgang á grenndarstöðvunum sem ekki eiga heima í þeim úrgangsflokkum sem boðið er upp á, sá úrgangur á að fara á Gámaplanið.
Gámaplanið er nú lokað fyrir öllum aðgangi nema á opnunartíma, innbrot á planið varðar við lög og verður kært til lögreglu.
Tökum höndum saman og flokkum allan úrgang sem við skilum af okkur á móttökustöðvarnar, minnkum rúmmál eins og hægt er, það sparar pening. Eins er mikilvægt að ómálað timbur sé aðskilið frá máluðu þar sem um mismunandi gjald er að ræða við förgun. Ómálað timbur (má vera gagnvarið) er endurnýtt.