Fara í efni

Aðalskipulag Kjósarhrepps 2017-2029, staðfest

Deila frétt:

 

Aðalskipulag Kjósarhrepps 2017-2029,

sem samþykkt var í sveitarstjórn 4. des sl. hefur nú verið staðfest hjá Skipulagsstofnun og verður birt á næstu dögum í B-deild Stjórnartíðinda.

 

Þar með er lokið 4 ára vinnu við nýtt aðalskipulag Kjósarhrepps, sem er unnið á grunni stefnumörkunar eldra skipulags.

Megin landnotkun verður sem áður hefðbundinn landbúnaður.

 

Tillögugerð og úrvinnsla aðalskipulagsins var unnin af Guðnýju G. Ívarsdóttur fyrrverandi sveitarstjóra og Þórarni Jónssyni hreppsnefndarmanni, f.h. sveitarstjórnar.
Jóni Eiríki Guðmundssyni skipulags- og bygginarfulltrúa ásamt skipulags- og byggingarnefnd; G. Oddi Víðissyni, Gunnari L. Helgasyni og Maríönnu H. Helgadóttur.  

 

Tillögugerð, úrvinnsla og framsetning aðalskipulagsins var unnin af starfsfólki Steinsholts ehf, sem síðar sameinaðist EFLU ehf, þeim Gísla Gíslasyni, Ásgeiri Jónssyni og Guðrúnu Láru Sveinsdóttur.
Einnig komu aðrir starfsmenn að vinnunni eftir þörfum. Í tengslum við aðalskipulagsgerðina var landbúnaðarland flokkað undir stjórn Ásgeirs Jónssonar og Guðrúnar Láru Sveinsdóttur.

 

Leiðarljós við gerð aðalskipulagsins er eftirfarandi:  
Skipulagið skal stuðla að hagkvæmri þróun byggðar, m.a. með því að skapa sem best skilyrði fyrir atvinnulíf og mannlíf og að gera búsetu á svæðinu eftirsóknarverða.   

 

Hér má finna lokaeintök sem staðfest voru í árslok 2018,

Aðalskipulag Kjósarhrepps 2017-2029:

 

Aðalskipulag - Uppdráttur (kort)

Aðalskipulag - Greinargerð

Aðalskipulag - Forsendur og umhverfisskýrsla

Aðaskipulag Flokkun landbúnaðarlands

Staðfesting Skipulagsstofnunar