Fara í efni

Aðalskipulag Kjósarhrepps 2016-2028 – tillaga.

Deila frétt:

 

Kjósarhreppur hefur unnið að endurskoðun aðalskipulags  Kjósarhrepps undanfarin ár. Steinsholt sf sem síðar sameinaðist Eflu hefur séð um þá vinnu og stefnt er að ljúka nú á vormánuðum.

 

Aðalskipulagstillagan mun liggja frammi til skoðunar á skrifstofum Kjósarhrepps í  Ásgarði  frá 3. nóvember og  hér á síðunni.  

Sjá:  Aðaluppdráttur,   Flokkun  landbúnaðarlandsGreinargerðForsendur og umhverfisskýrsla.

 

Kynningarfundur verður Félagsgarði þann  7. nóvember og hefst  kl. 20:00.

Athugasemdir berist  síðan til skipulagsfulltrúa fyrir 24. nóvember.

 

Guðmundur Daníelsson verkefnisstjóri ljósleiðaravæðingar í Kjósarhreppi mun einnig mæta á fundinn í Félagsgarði þann 7. og fara  yfir stöðu þeirra mála.