Fara í efni

AÐALSKIPULAG KJÓSARHREPPS 2016-2028

Deila frétt:

 

Kynningarfundur í Félagsgarði 7. nóvember kl. 20:00

 

Kjósarhreppur hefur unnið að endurskoðun á aðalskipulagi fyrir sveitar­félagið og er vinna við það langt komin.

 

Í aðalskipulagi er mörkuð stefna sveitarstjórnar um landnotkun til fram­tíðar og tekur hún til alls lands innan sveit­ar­félagsins. Í aðal­skipu­lagi er mörkuð stefna og tekin frá svæði fyrir samgöngu- og þjón­ustu­kerfi, veitur, íbúðar­byggð, sumarhúsabyggð, verndar­svæði, atvinnusvæði o.fl.

Í tengslum við aðalskipulagsvinnuna var landbúnaðarland flokkað eftir rækt­un­ar­hæfni þess. Niðurstaða þeirrar vinnu verður einnig kynnt.

 

Aðalskipulagstillagan mun liggja frammi til skoðunar á skrifstofum Kjósarhrepps í Ásgarði  frá 3. nóvember og á www.kjos.is

Athugasemdir berist til skipulagsfulltrúa fyrir 24. nóvember.

 

Guðmundur Daníelsson verkefnisstjóri ljósleiðaravæðingar í Kjósarhreppi mætir á fundinn og fer yfir stöðu þeirra mála.