Fara í efni

Aðalfundur Adams

Deila frétt:

 

Aðalfundur Hestamannafélagsins Adams verður haldinn fimmtudaginn 16. nóvember 2017, kl. 20:00 í Ásgarði í Kjósarhreppi.

 

Dagskrá fundarins:

1.      Kosning fundarstjóra og fundarritara.

2.      Lesin upp nöfn þeirra, sem æskt hafa inngöngu í félagið á árinu, og leitað samþykkis fundarins.

3.      Formaður leggur fram og skýrir skýrslu stjórnar um starfsemi félagsins á liðnu ári.

4.      Gjaldkeri leggur fram og skýrir reikninga félagsins.

5.      Umræður um liði 3. og 4. og atkvæðagreiðsla um reikninga félagsins.

6.      Formenn nefnda leggja fram og skýra skýrslur um starf viðkomandi nefnda á liðnu ári.

7.      Kosning formanns til tveggja ára í senn.

8.      Kosning fjögurra meðstjórnenda og tveggja varamanna til eins árs í senn.

9.      Kosning tveggja skoðunarmanna.

10.  Tillaga lögð fram til samþykktar um árgjald næsta árs.

11.  Veiting ræktunarverðlauna.

12.  Önnur mál sem félagið varðar.

 

Reikningar félagsins liggja frammi til skoðunar fyrir félagsmenn hjá formanni félagsins.

 

Stjórn Hestamannafélagsins Adams í Kjós