Fara í efni

Á döfinni næstu vikur.

Deila frétt:

 

Bókasafnið og námskeið.

Kvenfélag Kjósarhrepps hefur fest kaup á tveimur hjartastuðtækjum sem staðsetja á í sveitarfélaginu.  Kvenfélagið safnaði fyrir tækjunum með kaffisölu á Kátt í Kjós sl. sumar. Kvenfélagið þakkar öllum þeim sem komu að og styrktu þetta bráðnauðsynlega verkefni. Hreppurinn mun fjárfesta í þriðja tækinu.

 

Samstarf er við slökkvilið höfuðborgarsvæðisins um að staðsetja tækin í sveitarfélaginu með tilliti til þess að sem jöfnust fjarlægð sé frá hverju tæki til íbúa í sveitarfélaginu. Þangað til verða þau í Ásgarði, tilbúin til notkunar og staðsett í hillu á bókasafninu.

 

Námskeið verður í bráðahjálp miðvikudaginn 19. milli Kl 16:00 og 18:00  í Ásgarði og fer þá fram leiðbeining um notkun hjartastuðtækja.                                                                                                                                       

Heldri íbúum sveitarfélgsins eru sérstklega boðnir velkomnir, kaffi og meðlæti og  bókasafnið í Ásgarði verður einnig opið á sama tíma.

 

Frá Ungmennafélaginu Dreng í Kjósarhreppi.

Stjórn ungmennafélagsins hefur einu sinni komið saman til fundar á árinu.   Á þeim fundi var meðal annars ákveðið að  halda áfram leikfiminni, reyna að fá þjálfara til að vera með leikjanámskeið fyrir börn og unglinga sl. sumar, vera með dansnámskeið í september, halda námskeið í þjálfun fjárhunda og námskeið/fyrirlestra fyrir heldra fólk og fleira.

 

Leikfimin stóð fram í apríl og var vel sótt. Búið er að fá kennara á námskeið í þjálfun fjárhunda. Rædd var við Elísabetu Gunnarsdóttur og ætlaði hún að koma og halda námskeið sl. september  en hún frestaði námskeiðinu fram  í lok apríl á næsta ári. Ekki fékkst þjálfari fyrir leikjanámskeiðin og ekki var leitað eftir kennara fyrir dansnámskeið. Leikfimin mun væntanlega byrja nú í nóvember og heldra fólki verður boðið til samverustunda einu sinni í mánuði fyrst þann 19. október.

 

Akstur í félagsstarf aldraðra í Mosfellsbæ.

Eru einhverjir heldri menn eða konur sem hafa áhuga á að sækja félagsstarf aldraðra í Mosfellsbæ ef boðið verður uppá akstur þangað?

Eru einhverjir sem hafa áhuga á að taka að sér þennan akstur til að byrja með einu sinni í viku?

Áhugasamir hafi samband við Guðnýju í s. 5667100  eða á netfangið gudny@kjos.is