Fara í efni

Sumarhúsaeigendur við Meðalfellsvatn.

Deila frétt:

 

Hinn árlegi hreinsunar og brennudagur FSM verður haldinn laugardaginn 3.juní n.k.

Safnast verður saman við Kaffi Kjós kl 12.00 þar sem við skiptum liði og útdeilum plastpokum til að tína rusl.

 

Keyrt verður um svæðið á traktor til að safna saman trjáafklippum sem sumarhúsaeigendur eru beðnir að skilja eftir við veginn. Ath við förum ekki inná lóðir til að sækja.

Brennan okkar verður síðan tendruð kl 20.00 stundvíslega. Þar verða seldar pylsur og gos, spilað og sungið.

 

Það er von stjórnar FSM að sem allra flestir sjái sér fært að taka þátt og hjálpa okkur við að halda umhverfi Meðalfellsvatns hreinu og fínu.

 

Stjórn FSM