Fara í efni

Námskeið í tamningu og þjálfun fjárhunda.

Deila frétt:

 

Ungmennafélagið Drengur stendur fyrir námskeiði í tamningu og þjálfun fjárhunda og verður námskeiðið haldið í Miðdal í Kjós (reiðskemmunni) dagana 25. og 26. mars nk.  Kennari verður Elísabet Gunnarsdóttir frá Daðastöðum. Lágmarksþátttaka eru 8 manns.

Námskeiðið kostar kr. 30.000.-  Starfsmenntunarsjóður Bændasamtaka Íslands veitir styrk vegna slíkra námskeiða og þurfa umsækjendur að vera félagsmenn í Bændasamtökunum.

 

Sjóðurinn veitir þrennskonar námsstyrki;

1)         ef námskeið sem sótt er um er faglegt og varir í tvo daga og er 15-24 kennslustundir (45 mín) er greiddur námsstyrkur að upphæð kr. 33.000

2)         ef námskeið sem sótt er um er faglegt og varir í a.m.k. 8 kennslustundir (a.m.k. 45 mín.) er greiddur námsstyrkur að upphæð kr. 18.000

3)        ef námskeið er skemmra en 8 kennslustundir (45 mín) en að lágmarki 4 kennslustundir og ekki eins miklar kröfur gerðar til faglegs innihalds er greiddur námsstyrkur að upphæð kr. 12.000

 

Nánari upplýsingar veitir Guðný gsm: 8997052 og skráning á gudny@kjos.isfyrir 15. mars nk.