Fara í efni

Kátt í Kjós- Samansafnið á Kiðafelli

Deila frétt:

 

Bændurnir á Kiðafelli hafa komið upp fjölbreyttu safni gamalla

muna á fjósloftinu. Þar má m.a. skoða gamlar búvélar,

stríðsminjar, sjávar og landbúnaðarminjar.

 

Í safninu eru margir hlutir sem koma gestum skemmtilega á óvart svo sem einn elsti

ísskápur landsins, áfengisbók fyrir karla frá skömmtunarárunum og hvalskurðarhnífur Halldórs Blöndals.

 

Safnið er almennt opið eftir samkomulagi og er vinsæll viðkomu staður í óvissu og

starfsmannaferðum.

S: 566 7051, 896 6984, kidafell@emax.is