Fara í efni

Hraðhleðslustöð í Kjósinni

Deila frétt:

 

Hleðslustöðin sem Orkusalan færði Kjósarhrepp að gjöf verður staðsett í  Ásgarði. Hún hefur þegar verið tengd og er fest utan á húsið bakdyramegin,  mjög greinileg enda fjólublá að lit.

 

Orkusalan ákvað á síðasta ári að gefa öllum sveitarfélögum í landinu hraðhleðslustöðvar fyrir rafmagnsbíla. Í tilkynningu frá Orkusölunni  segir að með því að gefa sveitarfélögum hleðslustöðvar vilji fyrirtækið ýta undir rafbílavæðingu bílaflotans og ýta við fyrirtækjum og stofnunum, sem geta sett upp slíkar stöðvar við sín bílastæði.