Fara í efni

Hrútasýning í Kjósinni

Deila frétt:

 

Þann 17. október var haldin hin árlega hrútasýning á vegum Sauðfjárræktafélagsins í Kjós á Kiðafelli. Sauðfjárdómararnir Lárus og Torfi frá RML sáu um mælingar og dóma á fénu. Mæting var góð þrátt fyrir að tveir stjórnarmeðlimir létu sig vanta en þau höfðu ágætis afsökun þar sem þau voru uppi á fæðingardeild að fjölga Kjósverjum. Úrslit voru eftirfarandi:

 

Mislitir/kollóttir lambhrútar

1. sæti Bergþóra á Kiðafelli

2. sæti Andrés á Hrísbrú

3. sæti Sigurbjörn á Kiðafelli

 

 

 

 

 

Veturgamlir hrútar

1. sæti María og Orri á Morastöðum

2. sæti Sigurbjörn á Kiðafelli

3. sæti Hörður Bender á Hraðastöðum

 

 

 

 

 

Lambhrútar

1. sæti Sigurbjörn á Kiðafelli

2. sæti Sigurbjörn á Kiðafelli

3. sæti Sigurbjörn á Kiðafelli

 

 

 

 

Myndir eru fengnar frá Mosfellingi.

 

Stjórn Sauðfjárræktarfélagsins óskar verðlaunahöfum til hamingju með árangurinn og þakkar öllum gestum fyrir komuna og þeim sem lögðu hönd á plóg við framkvæmd sýningarinnar.