Fara í efni

Framboð í Kjós

Deila frétt:

 

 

Engir framboðslistar bárust kjörstjórn í Kjósarhreppi í framboðsfresti fyrir komandi sveitarstjórnarkosningar þann 26. maí næstkomandi og verður því um persónukjör að ræða í sveitarfélaginu.

 

Nú er skorað á áhugasama kröftuga einstaklinga með lögheimili í Kjósarhreppi að bjóða sig fram til trúnaðarstarfa í sveitarfélaginu.

 

Ákveðið hefur verið að bjóða þeim aðilum sem hyggjast bjóða sig fram til setu í hreppsnefnd Kjósarhrepps á næsta kjörtímabili að birta kynningu um sig og stefnumál sín á heimasíðu hreppsins, kjos.is.   Sérstök síða mun verða sett upp á heimasíðunni í tilefni af sveitarstjórnarkosningunum.  Frambjóðendur munu einnig vera aðstoðaðir af hálfu hreppsins við að senda út dreifibréf með kynningarefni.

 

Áhugasamir vinsamlegast hafið samband við sveitarstjóra á skrifstofu Kjósarhrepps eða í gegnum netfangið gudny@kjos.is sem fyrst eða fyrir 15. maí.