Fara í efni

Breytingar á skipulagi sveitarfélaga vegna Borgarlínu

Deila frétt:

 

Lögð fram til kynningar verkefnislýsing vegna breytinga á svæðisskipulaginu Höfuðborgarsvæðið 2040 sbr. 2. mgr. 23. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Breytingin felst í að festa legu samgönguása fyrir Borgarlínu og setja fram viðmið um uppbyggingu á áhrifasvæðum.

 

Frestur til athugasemda:
Verkefnislýsingarnar eru í kynningu frá 10. mars til og með 25. apríl 2017. Athugasemdir og ábendingar verða að vera skriflegar og þurfa að berast skrifstofu SSH eða á skrifstofu viðkomandi sveitarfélags.