Fara í efni

Aðventumarkaður í Félagsgarði 8. des

Deila frétt:

 

Aðventumarkaðurinn verður í Félagsgarði á laugardaginn 8. des frá kl. 12:00-17:00. Fjölbreyttar vörur verða á boðstólum og má þar nefna:
Snorri og Sveina verða með safaríkar jólasteikur frá kjötvinnslunni sinni, Sogni Holdanautakjöt.
Sigurbjörn og Bergþóra verða með sitt landsfræga, Kiðafells tvíreykt hangikjöt.
Sigga á Bakka verður með hönnun sína, SG Textil.
Nana verður með sitt frábæra handverk, Nana.
Rosmary heldur áfram að safna fyrir skólastarfi í Kenýja og mun sýna myndir af starfi þeirra hjá TEARS CHILDREN.
Svanborg Eyþórsdóttir verður með skartgripi, hekl, prjónavörur og tækifæriskort.
Kvenfélag Kjósarhrepps sér um veitingasölu þar sem allur ágóði rennur til líknarmála.
Kirkjukórinn kemur og iljar okkur með jólasöng kl. 13:30.
Þetta og margt fleira verður að finna í Félagsgarði laugardaginn 8. des. 

 

Auglýsingin er HÉR