Fara í efni

Aðalfundur Sauðfjárræktarfélagsins í Kjós

Deila frétt:

 

Aðalfundur Sauðfjárræktarfélagsins í Kjós verður haldinn fimmtudag 15. desember 2016 kl. 16.00 í Ásgarði í Kjós. Á dagskrá eru hefðbundin aðalfundarstörf en að þeim loknum ætlar Sigurborg Hanna Sigurðardóttir, nýútskrifaður landbúnaðarfræðingur að halda fyrir okkur stutt erindi. Erindið fjallar um lokaverkefnið hennar sem er um litafjölbreytileika í íslensku sauðfé. Sigurborg Hanna flakkaði um allt Ísland á árinu 2015 og safnaði myndum af sauðfé til þess að kortleggja þá liti sem til eru í stofninum. Í kjölfarið setti hún fram hugmyndir að nýjum litaskráningarlykli til að auðvelda bændum litaskráningar í Fjárvís.

Dagskrá:

1.      Skýrsla stjórnar um unnin störf á árinu

2.      Ársreikningur lesinn upp til samþykktar

3.      Kosning stjórnar

4.      Önnur mál

5.      Erindi Sigurborgar Hönnu

Á fundinum verður boðið upp á kaffi og jólasmákökur J

 

Hlökkum til að sjá sem flesta.

Stjórn SF Kjós