Fara í efni

17. júní í Kjósinni

Deila frétt:

 

Þjóðhátíðardagur Íslendinga 17. júní var haldinn hátíðlegur í Kjósinni. Virðuleg skrúðganga var frá Meðalfelli að Kaffi Kjós með hestamenn úr hestamannafélaginu Adam í forrreið með fána.  

Hermann á Hjalla bauð börnum að standa á heyvagni sem dreginn var af traktor og var ekið á eftir reiðmönnum og göngufólki.

 

Kjósarhreppur bauð gestum upp á pylsur og safa á Kaffi Kjós, hoppukastalar og uppblásnar böðrur voru í einnig í boði hreppsins í tilefni dagsins.

 

Helga og Tinna Hermannsdætur buðu börnum upp á andlitsmálun og Ungmennafélgið Drengur var með hin ýmsu dýr til sýnis og bauð börnum á hestbak.