Fara í efni

Þrettándafagnaður í Félagsgarði

Deila frétt:

 

Jólin verða kvödd  í Félagsgarði laugardagskvöldið 6. janúar á þrettánda degi jóla og hefst kl 19:00.   Dagskráin verður með venjubundum hætti.

 

Fyrst verður gengið í kringum jólatréð, sungið og síðasti jólasveinninn kemur og kveður með tilheyrandi.

Kveikt verður í „risabrennunni„ um kl. 20:00.

Að lokum verður boðið upp á heitt súkkulaði og kaffi í Félagsgarði.

Gestir eru vinsamlegast beðnir taka með sér jólamatarafganga til að setja á sameiginlegt veisluborð.  Mikið er oft um dýrðir á þrettándanum þegar jólin eru kvödd en ljúka skal þá við allan jólamat og drykk.

Barinn verður opinn fyrir þá sem ekki eiga neina drykkjarafganga(gos o.fl.).

Til að lífga upp á er fólk kvatt til að koma í búningum t.d. sem  álfakóngar, drottningar, púkar eða  vættir.

 

Kjósarhreppur stendur ekki fyrir flugeldasýningu eins og undanfarin ár af virðingu við hina mállausu íbúa sveitarinnar.   Flugeldasýningar og sprengingar hafa valdið ofsahræðslu hjá dýrum og þannig valdið alvarlegum slysum.