Kjósarhreppur - Myndir

Fréttir

16. október 2017

Bubba-tónleikar í Félagsgarði

 

Bubba-tónleikar  verða í Félagsgarði  föstudaginn  20 okt.

Húsið opnar kl  20.00 og  tónleikar hefjast  kl 20.30

Barinn er opinn eftir tónleikana til 01.00. Miðaverð 3.900 krónur.

Miðasala á midi.is og við innganginn.

 

Hægt er að skoða auglýsingaplakatið HÉR

 

meira...

13. október 2017

Vinna við lokakafla Kjósarskarðsvegar hefst fljótlega

 

  Í lok september voru tilboð opnuð í endurbyggingu Kjósarskarðsvegar (48) frá Vindási og inn fyrir Fremri Háls, að Þórufossi.

 

Verkið felst í undirbyggingu vegarins á sama stað, lögn ræsa, útlögn burðarlaga og klæðingar á 7,5 km kafla.

 

Vörubifreiðastjórafélagið Mjölnir ehf., Selfossi átti lægsta tilboðið.

 

Skv. upplýsingum frá Vegagerðinni er verið að ganga frá samningum. Þannig að þeir ættu að geta byrjað fljótlega.

 

Verklok eru 1. október 2018, útlögn klæðingar skal þó lokið fyrir 1. september 2018.

 

Verður það virkileg samgöngubót þegar þessi mikilvægi vegur verður orðinn ökuhæfur.

Gert er ráð fyrir að veghefill komi í næstu viku til að hefla versta kaflann í veginum, sem er orðinn illfær út af holum og skorti á ofaníburði.

 

Nánari upplýsingar um útboðið er að finna á heimasíðu Vegagerðarinnar:

http://www.vegagerdin.is/framkvaemdir/utbod/nidurstodur-utboda/kjosarskardsvegur-48-vindas-fremri-hals-1

 

 

meira...

9. október 2017

Reynivallakirkja - kyrrðarstund miðvikudagskvöld kl. 20

 

  Kyrrðarstund með ilmolíu-blessun í kirkjunni næsta

   miðvikudagskvöld

   11. október kl.20. 

 

Kirkjukór Reynivallaprestakalls flytur tónlist við hæfi.

Organisti: Guðmundur Ómar.

 

Allir velkomnir

Sr. Arna Grétarsdóttir, sóknarprestur

 

Reynivallakirkja er nú böðuð bleiku ljósi í október tileinkað þeim sem látist hafa af völdum krabbameins, heyja baráttu við krabbamein og þeirra sem hafa náð bata.

 

 

meira...

9. október 2017

Hrútasýning Sauðfjárræktarfélagsins

 

Hin árlega hrútasýning fyrir Mosfellsbæ, Kjalarnes og Kjós verður haldin að Kiðafelli,  þriðjudaginn 17. október og hefst klukkan 13.00.

Þar geta bændu fengið stiguð og ómmæld lömb og veturgamla hrúta.
 
Þeir sem vilja nýta sér þessa þjónustu  RML  eru beðnir að hafa samband við Ólöfu Ósk í síma 849-8254 eða á netfangið olofosk@lbhi.is.
 
Um kl. 16:00 verður verðlaunaafhending fyrir góðan árangur í sauðfjárrækt  og eru allir hjartanlega velkomnir til að vera viðstaddir og þiggja kaffiveitingar.

Svo er auðvitað um að gera að kaupa og selja kynbótagripi !

 

Hlökkum til að sjá ykkur.

Sauðfjárræktarfélagið Kjós 

 

 

meira...

3. október 2017

Rotþrær hreinsaðar

 

Rotþrær verða hreinsaðar á eftirtöldum svæðum í næstu viku. Svæðin eru þessi: 36-40, 45-58, 60-63 og 76.

 

Hægt að Skoða hér hvaða svæði þetta eru.

meira...

13. september 2017

Fjallskilaboð í Kjósarhreppi 2017

 

 

Fjallskil til lögrétta í Kjósarhreppi á þessu hausti verða á eftirtöldum  dögum í Kjósarrétt.

 

1.   rétt verður sunnudaginn  17. september kl. 15,00

2.   rétt verður sunnudaginn  8. október kl. 15,00

 

 

meira...

12. september 2017

Rafmagnslaust í hluta Kjósarinnar, miðvikudag 13.sept um hádegi

 

 

Rafmagnslaust verður í Kjós

frá Blönduholti að Brynjudal og Þorláksstöðum,

miðvikudaginn 13.09.2017

frá kl 12:50 til kl 13:00 vegna vinnu við spennistöð.


Mögulega kemur rafmagn á í stuttan tíma undir lok straumleysis vegna prófunar
Nánari upplýsingar veitir Svæðisvakt RARIK Vesturlandi í síma 528 9390. 

 

 

Svæðið sem verður rafmagnslaust

 

 

meira...

1. september 2017

Heitt vatn komið alla leið niður að Hvammi

Þrýstiminnkari við Raðahverfi,

niður við Hvalfjörð.

Ljósmyndari: Kjartan Ólafsson

Elvar hjá Gröfutækni, læðist um

Ólaskóg.

Ljósmyndari: Ólafur Oddsson

 

Búið er að hleypa á annan áfanga dreifkerfis Kjósarveitna, af fjórum.

Legginn frá Hvassnesi að Baulubrekku niður að Hvammsvík,

um Ásgarð að Káraneskoti og framhjá Félagsgarði að Laxárnesi. 

 

Þar með geta 270 frístundarhús og 65 íbúðarhús tengst hitaveitu

eða 77,5% af þeim sem hafa sótt um hitaveitu.

Dælustöðin við Háls er ekki komin í gagnið þannig að Baulubrekka og 6 frístundahús þar upp í Hálsendanum eru ekki komin inn en styttist í það.

 

Gröfutækni og þeirra verktakar eru þegar byrjaðir með stofnlögnina um þriðja áfanga dreifikerfisins, sem er lögnin frá Eilífsdal, um Miðdal, Morastaði og niður að Kiðafelli.

 

Jón Ingileifs og hans hópur er að leggja lokahönd á hitaveitulagnir í Hömrum og Efri-Hlíð, á sumarhúsavæðinu Valshamri. Auk þess er heimtauga gengið hans byrjað að plægja niður heimtaugar upp að húsum í Norðurnesi.

 

Verkstaðan 30. ágúst 2017

 

Með hlýjum kveðjum

Sigríður Klara (sigridur@kjos.is) og Kjartan (kjartan@kjos.is)

Kjósarveitum ehf

 

 

meira...

16. ágúst 2017

Breyttur viðverutími-byggingarfulltrúi ekki við í dag

 

Jón E Guðmundsson skipulags- og byggingarfulltrúi er ekki við í dag en hafa má samband við hann í gsm: 699-4396.

Jón verður framvegis við á mánudögum frá kl 09:00-18:00.

meira...

14. ágúst 2017

Píparar flykkjast í Kjósina

 

 Pípulagningarmenn víðsvegar af landinu hafa svarað kalli Kjósarveitna og boðið fram krafta sína.

 

Þannig að nú þarf enginn að örvænta í kaldri sturtu.

 

Verkið sjálft gengur ljómandi vel og stefnir allt í að loka dagsetning heildar verksins

30. nóvember nk standist. Þá verði búið að leggja dreifikerfi fyrir hitaveitu og ljósleiðara um allan þann hluta sveitarinnar sem farið verður um að sinni.

 

Uppfærð verkstaða 14. ágúst 2017

 

 

Pípulagningarmenn sem geta bætt við sig:

 

Guðjón Valdimarsson, Gaui Píp ehf. GSM: 821-5789

Karl J. Karlsson, Varmalagnir ehf. GSM: 820-2179

Karl Þorkelsson, K.Þ. verktakar. GSM: 862-0743

Lagnalist ehf. GSM: 898-4780

Ómar Ásgrímsson, Vatn og Varmi ehf. GSM: 895-7274

Páll Björgvinsson. GSM: 896-0868

PÍPÓ - pípulagningaþjónustan ehf: Sími 431-5151   TILBOÐ PÍPÓ

Steinar Þór Ólafsson, Hitagjafinn pípulagnir. GSM: 897-2230

Martin S Wuum , Rörleggjarinn ehf. GSM: 892-1051

Davíð Þór Harðarson, Pípulagnir Davíðs ehf. GSM: 898-7488

 

Sjá einnig tilboð: http://kjos.is/kjosarveitur-ehf/piparar-og-tilbod/

 

 

 

meira...

3. ágúst 2017

Seinkun á sorplosun

 

Vegna óviðráðanlegra aðstæðna verður seinkun á sorphirðunni/blöð í Kjósinni um einn dag, þessa vikuna. Bílinn kemur á morgun.

Gámaþjónustan biðst afsökunar á þessum óþægindum sem þetta getur valdið.

 

meira...

2. ágúst 2017

Hesta- og útivistarmessa að Reynivöllum

 

Hin árlega hesta- og útivistarmessa í Reynivallakirkju verður
sunnudaginn 6. ágúst - kl. 14.

 
Gestasöngvari: Rúnar Þór Guðmundsson tenór, (tengdur Eyjum 1. )

Organisti: Guðmundur Ómar.


 

Kaffi og kleinur í garðinum hjá Sr. Örnu eftir messu.

Allir velkomnir, óháð trú og fararskjótum.


Reynivallasókn og sóknarprestur

 

 

 

 

 

meira...

1. ágúst 2017

Heitt vatn farið að renna um Laxárdalinn

 

   Nú er heitt vatn farið að renna um Laxárdalinn, verið er að skola út stofninn frá Hvassnesi að Ásgarði og leynir gufan sér ekki.

 

Næsti áfangi sem verður hleypt á er Ásgarður/Káraneskot/Laxárnes.

 

Loka áfanginn á þessum stofni er Bollastaðir/Baulubrekka og niður að Hvammi, stefnt er að hleypa á þann áfanga í lok ágúst. Eftir það verður haldið í austurátt með stofninn.

 

Vel er sigið á seinni hluta framkvæmdanna, sem hófust í maí 2016 og verður lokið 30.nóv 2017. Samhliða lögnum fyrir heitt vatn eru sett niður ídráttarrör fyrir ljósleiðara.

 

Nú í lok júlí var búið að taka inn heitt vatn í 27 íbúðarhús og 84 sumarhús. Sem er rétt helmingur þeirra húsa sem gætu verið komin með heitt vatn í dag, skortur á pípulagningarmönnum er aðal vandamálið hjá húseigendum.

 

Sjá uppfærða verkstöðu og áætlanir: http://www.kjos.is/kjosarveitur-ehf/verkstada-og-aaetlun/ 

 

Með hlýjum kveðjum,

Sigríður Klara Árnadóttir, sigridur@kjos.is

Kjartan Ólafsson, kjartan@kjos.is

 

 

Það á jafnt við um dýr og menn

 að hafa áhuga á

hitaveituframkvæmdunum

 

Gröfutækni borar undir malbikið

við Ásgarð, fyrir legginn sem fer

með heitavatnið í Ásgarð, Veiðihúsið,

 alla leið að Káraneskoti og

niður að Félagsgarði / Laxárnesi

 

 

 

 

 

meira...

19. júlí 2017

Tillaga að deiliskipulagi í landi Eilífsdals

 

Kjósarhreppur auglýsir skv.41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Deiliskipulagstillaga í landi Eilífsdals Deiliskipulagstillagan var samþykkt í sveitarstjórn 6 júlí 2017. Deiliskipulagssvæðið nær utan um íbúðarhús, bílskúr og aflögð útihús. Í tillögunni er gert ráð fyrir breyttri landnotkun á 1,2 ha landspildu í kringum alifuglahús fyrir ferðaþjónustu, Einnig er afmörkuð innan deiliskipulagssvæðisiins 5,1 ha. spilda í tengslum við alifuglahús og 3 ha. spilda undir íbúðahús og bílskúr. Aðkoma að íbúðarhúsi er um afleggjara frá Eyrarfjallvegi (460) en aðkoma að aflögðu alifuglahúsi / ferðaþjónustu verður um afleggjara að frístundabyggð við Valshamar. Tillögurnar verða til sýnis frá og með 19 júlí 2017 til og með 31 ágúst 2017 á eftirtöldum stöðum: Á skrifstofu sveitarfélagsins að Ásgarði í Kjós Á heimasíðu sveitarfélagsins, www.kjos.is Þeim sem telja sig eiga hagsmuna að gæta er hér með gefinn kostur á að gera skriflegar athugasemdir við skipulagstillögunar. Athugasemdir skulu hafa borist eigi síðar en 31 ágúst 2017. Skila skal athugasemdum á skrifstofu sveitarfélagsins að Ásgarði, 276 Mosfellsbær eða á netfangið jon@kjos.is. Þeir sem ekki gera athugasemdir við skipulagstillöguna fyrir tilskilinn frest teljast samþykkja hana.

 

Kjósarhreppur 17 júlí 2017

Jón Eiríkur Guðmundsson Skipulags- og byggingarfulltrúi Kjósarhrepp

 

 

Tillaga að deiliskipulagi í landi Eilífsdals og greinargerð 

meira...

13. júlí 2017

Kátt í Kjós

 

Kátt í Kjós verður laugardaginn 22. júlí.

Hér má skoða viðburði þann dag og prenta út. 

BÆKLINGURINN 

 

Breyting,  heyrúlluskreytingin verður á túnum í landi Flekkudals sem eru við Flekkudalsveginn, tilvalið að nota þær,  þar sem rúllurnar liggja þar enn út um allt

meira...

5. júlí 2017

Tilkynning frá Sögufélaginu Steina á Kjalarnesi

 

Samkvæmt Landnámu og Kjalnesinga sögu stóð vagga keltnesk-kristinnar trúar á Kjalarnesi en þar segir að Örlygur Hrappson hafi byggt fyrstu kirkju á Íslandi um 900. Örlygur og fleiri landnámsmenn á vesturhluta Íslands komu frá Skotlandseyjum og Írlandi og aðhylltust keltneska kristni. Hafin er gerð útialtaris í landi Esjubergs á Kjalarnesi í minningu þessarar kirkju. Sögufélagið Steini á Kjalarnesi stendur að þessu verkefni og biður um aðstoð við fjáröflun, sbr. https://www.karolinafund.com/project/view/1625
Vinsamlegast deilið þessum pósti svo sem flestir fái tækifæri til að styðja við þetta verkefni okkar Kjalnesinga. 

English text

According to The Book of Settlement and Kjalnesinga saga, settlers from the Scottish Isles and Ireland, sailed to Iceland and settled mainly at the west coast of Iceland. According to the sagas, the first Church in Iceland, a Celtic-Christian Church, was built at Esjuberg around 900. The Historical Society- Steini at Kjalarnes, Iceland, is building an outdoor Celtic Altar at Esjuberg location in the memory of this first Church in Iceland. The Society is asking the public for support to finish the job, see: https://www.karolinafund.com/project/view/1625

Please share this post! 

meira...

27. júní 2017

Kátt í Kjós 2017

 

Kátt í Kjós hátíðin verður haldin laugardaginn 22. júlí. 

Verðlaunapóstkassinn í Flóahreppi 2017

 

Eins og á síðasta ári eru íbúar hvattir til að skreyta póstkassana sína og flottasti kassinn verður valinn. Boðið verður upp á rúlluskreytingar og fleira.

 

Auglýsingabæklingur verður gerður og þeir sem vilja vera með í honum eru vinsamlegast beðnir að senda texta og myndir á netfangið gudny@kjos.is 

 

Hugmyndir eru um að fá lánuð skemmtileg söfn, safnara  og hafa til sýnis í Ásgarði og fleira.  

 

Þeir sem hafa áhuga á að vera með sölubása í Félagsgarði eru vinsamlegast beðnir að hafa samband við staðarhaldarann þar, Einar Tönsberg  felagsg@gmail.com eða í gsm: 6595286.

 

meira...

22. júní 2017

Ljósleiðaramál í Kjósarhreppi

 

Fyrirhugað er að ljúka lagningu á fjarskiptarörum í jörð samhliða hitaveituframkvæmdum á árinu 2017. Jafnframt er fyrirhugað að stór hluti fjarskiptakerfisins verði orðinn virkur fyrir árslok 2017. Það er því komið að því að kanna hverjir óska eftir því að tengjast kerfinu á þeim kjörum sem sveitarstjórn hefur ákveðið.

 

Margar spurningar vakna tengdu þessu verkefni .  Þær kunna að  snúa að frágangi lagna innanhúss, tengingu við frístundahús, hvað er ljósleiðari?, hverju breytir þetta fyrir mig?, get ég tengst síðar?  kostnaður fasteignaeigenda og svo framvegis.

 

Til þess að svara slíkum spurningum og veita frekari upplýsingar um næstu skref verður haldið opið hús að Ásgarði, miðvikudaginn 28. júní frá klukkan 13:00 til 18:00 og einnig laugardaginn 1. júlí frá klukkan 10:00 til 15:00.  Þar situr Guðmundur Daníelsson fyrir svörum og er reiðubúinn að svara öllum þeim spurningum sem brennur á ykkur. Einnig verða umsóknareyðublöð á staðnum sem hægt er að fylla út til þess að staðfesta þátttöku í verkefninu.

 

Þeir sem sjá sér ekki fært að koma á fundinn geta sótt um  á þar til gerðu umsóknareyðublaði sem sækja má hér fyrir neðan, prenta út og senda til:  Leiðarljóss ehf, Ásgarði Kjós, 276 Mosfellsbæ eða á netfangið gudny@kjos.is

 

Umsóknir þurfa að berast Kjósarhrepp fyrir 15. júlí 2017.

 

Sjá nánar hér        Erindi frá Leiðarljósi  Umsóknareyðublað  Umsókn á PDF

 

meira...

21. júní 2017

Staurar teknir í misgripum

 

Guðríður(Bíbí) og Björn(Bjössi) frá Þúfu geymdu um 40 girðingarstaura upp með Skoránni, en nota átti þá í að girða beitarhólf fyrir hross. Þeir eru nú horfnir. Ef einhverjir geta gefið upplýsingar um hvar þeir eru nú niðurkomnir vinsamlegast hafi samband við viðkomandi.

 

meira...

20. júní 2017

Dýrbítur á ferð

 

Það sást til dýrbíts ( hunds ) í gær,  19 júní 2017.

 

 

Hundurinn fór að hóp kinda og flæmdi eitt lamb frá öðrum kindum í hópnum og rak það í sjálfheldu þar sem hann beit það ( sjá mynd af sári á lambi )

Ekki náðist að mynda hundinn við verknaðinn en það sást til hans. 

 

meira...

19. júní 2017

17. júní í Kjósinni

 

Þjóðhátíðardagur Íslendinga 17. júní var haldinn hátíðlegur í Kjósinni. Virðuleg skrúðganga var frá Meðalfelli að Kaffi Kjós með hestamenn úr hestamannafélaginu Adam í forrreið með fána.  

Hermann á Hjalla bauð börnum að standa á heyvagni sem dreginn var af traktor og var ekið á eftir reiðmönnum og göngufólki.

 

Kjósarhreppur bauð gestum upp á pylsur og safa á Kaffi Kjós, hoppukastalar og uppblásnar böðrur voru í einnig í boði hreppsins í tilefni dagsins.

 

Helga og Tinna Hermannsdætur buðu börnum upp á andlitsmálun og Ungmennafélgið Drengur var með hin ýmsu dýr til sýnis og bauð börnum á hestbak.

 

meira...

13. júní 2017

AG verktakar rúlla sumrinu upp fyrir þig !

 

Tek að mér rúllubindingu á Kjósasvæðinu í sumar.

 

Verð með McHale Fusion 3 plus.

Hefðbundin rúllustærð 1,25x1,23 og söxun með allt að 25 hnífum.

 

Nánari upplýsingar má finna á facebook síðunni, 

AG verktakar
https://www.facebook.com/AG-verktakar-1164403200285444/
eða hjá Atla í síma 858-7929.
 
Fljót og góð þjónusta.
AG verktakar Káraneskoti. 

meira...

12. júní 2017

Kvennahlaupið 2017 í Kjósinni

 

Kvennahlaup ÍSÍ  verður 18.júní nk.

Hlaupið hefst við Kaffi Kjós  kl. 14:00.

Bolirnir eru komnir og skráning hafin í síma 5668099.

 

www.kaffikjos.is

 

meira...

9. júní 2017

Kvennareiðin í Kjósinni 2017

 

Kvennareiðin verður að þessu sinni sunnudaginn 18. júní.

 

 

Lagt verður af stað frá flötinni rétt fyrir sunnan Bugðubrú kl 15:30. (þar sem Dælisá sameinast Bugðu)

Þær sem koma með hestana sína á kerrum ættu að geta tekið þá af á svæðinu fyrir framan gámaplanið.

 

Kvöldmatur með glensi og gamni verður í Eilífsdal verði stillt í hóf.

Þar verður hægt að kaupa rautt, hvítt og bjór, allt verður þetta á kostnaðarverði.

Vonum að sjá sem flestar og við eigum saman notalega stund.

 

Þátttaka tilkynnist til Huldu í síma 8921289 eða á netfangið hulda.thorsteinsdottir@rvkskolar.is fyrir fimmtudagskvöldið 15. júní.

 

Kveðja frá mæðgunum í Eilífsdal

 

meira...

8. júní 2017

Lagning hitaveitu á fullu skriði

 

Kjósarveitur héldu aðalfund í maí og var þá skipt um fulltrúa frístundahúsaeigenda í stjórn veitunnar.

Sigurður Sigurgeirsson formaður sumarhúsaeigenda við Meðalfellsvatn kvaddi eftir 1 ár í stjórn og við tók Jón Bjarni Bjarnason formaður sumarhúsaeigenda í Norðurnesi.

Stjórn KV 2017, frá vinstri: Guðmundur Davíðsson Miðdal, Pétur Guðjónsson Bæ, Sigurður Ásgeirsson Hrosshóli, Jón B. Bjarnason Norðurnesi og Karl M. Kristjánsson Eystri-Fossá.

 

Verktakar mættu í byrjun maí og er allt komið á fullt enda verklok 30. nóvember nk.

 

Verkáætlanir og stöðu verksins á hverjum tíma er að finna á undirsíðu Kjósarveitna hér til vinstri, KJÓSARVEITUR EHF , Verkstaða og -áætlun

 

F.h. Kjósarveitna ehf

Sigríður Klara Árnadóttir, sigridur@kjos.is  

 

Jón Ingileifs mættur Gröfutækni að þvera Bugðu
Samstarf suðumanna

Skipti stjórnarmanna.
Sigurður kveður og

Jón tekur við.

Dælurnar fyrir Norðurnesið

og framsveitina í bakgrunni.

Dælurnar til hægri sjá m.a.

um byggðina við Meðalfellsvatn

Laxá í Kjós þveruð við

Fauskanesið.

Káranes í bakgrunni.

meira...

8. júní 2017

Breyting á aðalskipulagi og lýsing á deiliskipulagi

 

Sveitarstjórn Kjósarhrepps auglýsir samkvæmt 36. gr. skipulags-laga nr. 123/2010 óverulega breytingu á Aðalskipulagi Kjósarhrepps 2005-2017. Með breytingunni er gert ráð fyrir að efnistökusvæði E22 verði fært úr farvegi Laxár í farveg Þverár við Hækingsdal. Jákvæð umsögn Hafrannsóknarstofnunar og Fiskistofu liggur fyrir.

 

Sveitarstjórn Kjósarhrepps auglýsir deiliskipulagslýsingu samkvæmt 1. mgr. 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 m.s.br. Í lýsingunni er gert grein fyrir hvernig staðið verði að skipulags-gerð við íbúðarhús og útihús í landi Eilífsdals. Markmið með deiliskipulaginu er að afmarka annars vegar íbúðarhúsi og hins vegar útihúsi lóð og móta umgjörð um breytta notkun á alifuglahúsi en til stendur að taka það undir ferðaþjónustu.

 

Aðalskipulagsbreytingin og deiliskipulagsauglýsingin liggja frammi á skrifstofu sveitarfélagsins í Ásgarði. 

 

Ábendingum og/eða athugasemdum við efni lýsingarinnar skal skila fyrir 21. júní 2017 á skrifstofu sveitarfélagsins eða á jon@kjos.is.

 

Eilífsdalur  sjá hér

Náma Þverá sjá hér

Jón Eiríkur Guðmundsson,Skipulags- og byggingarfulltrúi Kjósarhrepps.

 

meira...

2. júní 2017

Góð gjöf

 

Björgunarsveitinni  áskotnast svokallað Björgvinsbelti sem hún síðan færði  Kjósarhreppi að gjöf  með uppsetningu við Meðalfellsvatn í huga.                                              

 

Björgvinsbelti hafa verið sett upp víða til þess að auka öryggi við ár, sjó og vötn og standa Slysavarnafélagið Landsbjörg, Sjóvá og Vegagerðin að framtakinu.

 

 

Beltið fær staðsetningu við Sandsá, þar sem áin rennur í Meðalfellsvatn.

meira...

2. júní 2017

Guðþjónusta á hvítasunnudag, kl. 14


 

Á hvítasunnudag 4. júní verður guðsþjónusta á léttum nótum kl.14 í Reynivallakirkju.

Kirkjukór Reynivallaprestakalls syngur.

Organisti og stjórnandi er Guðmundur Ómar Óskarsson.

 

Það væri gaman að sjá þig.

Sr. Arna Grétarsdóttir, sóknarprestur

meira...