Kjósarhreppur - Myndir

Fréttir

28. júní 2016

Opið inn að Sandi

Vel gekk að þvera veginn inn að Sandi í gær og búið að opna hann aftur.

 

Þökkum tillitssemina ....

og öll hrósin sem komið hafa vegna góðrar vinnu verktakanna. 

 

Verkin ganga mun betur þegar allir vinna saman - eins og í fótboltanum !

 

F.h. Kjósarveitna

Sigríður Klara Árnadóttir

 

 

meira...

27. júní 2016

Lokað inn að Sandi eftir hádegi í dag

   

Loka þarf veginum inn að Sandi, Sandseyri og Sandslundi í dag, mánudag 27. júní,

milli kl. 13 og 16,

á meðan verktakar koma hitaveitu- og ljósleiðaralögnum undir veginn.

 

Farið er yfir veginn milli Sandseyrar 9 og Sandslundar 27/28

 

Sent var SMS sl. föstudag á þá fasteignaeigendur á svæðinu sem Kjósarveitur hefur upplýsingar um. Þeir sem ekki fengu tilkynningu vinsamlega sendið póst á sigridur@kjos.is

 Beðist er velvirðingar á óþægindunum.

 

F.h. Kjósarveitna

Sigríður Klara Árnadóttir, framkvæmdastjóri

sigridur@kjos.is

S: 566 7100

 

 

meira...

23. júní 2016

Fyrsti hluti stofnlagnarinnar kominn í jörð

 

 

Hitaveituframkvæmdir ganga ágætlega.

Breyta þurfti aðeins verkáætlun meðan beðið var eftir ljósleiðararörum af réttum sverleika.

 

Nú er búið að grafa niður 1,6 km af sverustu stofnlögninni frá Möðruvöllum að Sandi.

Einnig 1,2 km af heimæðum á svæðinu frá Stangarholti að Sandi/Sandslundi. Auk þess er búið að klára lagningu röra að um 20 frístundahúsum við Hjarðarholts-, Dælisár- og Holtsveg.

 

ATH!  Búast má við töfum á

mánudag, 27. júní, eða þriðjudag, 28. júní, 

þegar loka þarf veginum inn að Sandi á meðan verktakar koma hitaveitu- og ljósleiðaralögnum undir veginn.

Nánari tímasetning verður auglýst þegar hún liggur fyrir.

 

Með góðum kveðjum f.h. Kjósarveitna ehf.

Kjartan Ólafsson, GSM: 852-2112 og

Sigríður Klara, GSM: 841-0013

 

 

 

 

 

 

Opinn skurður
Frágenginn skurður

 

meira...

21. júní 2016

Hreinsun rotþróa í Kjósarhreppi

 

Hreinsun rotþróa er hafin. Þau svæði sem taka á núna eru: Sumarhúsasvæðin í Eilífsdal, Þúfulandi, Norðurnesi og önnur í landi Möðruvalla 1. Ásgarður og öll hús að Hvammi. Brynjudalurinn og sumarhúsasvæðið vestan Meðalfellsvatns.

 

Fasteignaeigendur beðnir um að hafa þrærnar aðgengilegar og merktar, annars ekki losaðar. 

meira...

20. júní 2016

Tilkynning frá kjörstjórn Kjósarhrepps

 

Auglýsing um kjörstað og aðsetur kjörstjórnar

 

Kjörstaður vegna forsetakosninga  í Kjósarhreppi, sem fram fara þann 25. Júní  n.k., verður í Ásgarði og stendur kjörfundur frá kl. 12:00-20:00. Aðsetur kjörstjórnar verður á sama stað. Í Kjósarhreppi eru 182 á kjörskrá.

Kvenfélag Kjósarhrepps mun sjá um kaffiveitingar frá kl 14:00-17:00.

 

Kjós 20. Júní  2016,

Kjörstjórn Kjósarhrepps:

Ólafur Helgi Ólafsson formaður

Unnur Sigfúsdóttir

Karl M Kristjánsson

meira...

13. júní 2016

Hin árlega kvennareið í Kjósinni - föstudaginn 24. júní

 

Hin árlega kvennareið í Kjósinni verður föstudaginn 24. júní - á Jónsmessunni.


Þemað verður SUMAR

 

Lagt af stað frá Kjósarrétt, kl. 19 og riðið inn í vissuna.

Endum á góðum stað, etum, drekkum og eigum góða stund saman.


 

Verð á hverja konu kr. 2.500 (matur ofl innifalið) - ath ekki posi á staðnum.


Skráning er til kl. 17:00, miðvikudaginn 22. júní,

hjá Ólöfu Hrosshóli, gsm: 893-0257, olofthor@emax.is

Sjáumst hressar,  SUMARLEGAR og í SUMAR-fíling.

 

Nefndin 2016
Ólöf Hrosshóli & Sibba Meðalfelli 

 

 

meira...

13. júní 2016

Auglýsing um kjörskrár vegna forsetakosninga

Kjörskrár vegna kjörs forseta Íslands laugardaginn 25. júní 2016 munu liggja  frammi á skrifstofum Kjósarhrepps frá og með miðvikudeginum 15. júní 2016 á almennum skrifstofutíma til kjördags.

 

Athygli er vakin á því að kjósendur geta nú kannað á vefnum www.kosning.is hvar þeir eru á kjörskrá.

 

Þeim sem vilja koma að athugasemdum við kjörskrá er bent á að senda þær til hreppsnefndar Kjósarhrepps.

 

meira...

13. júní 2016

Tuddinn ekki við Ásgarð í dag

Hamborgarabíllinn Tuddinn verður ekki við Ásgarð í dag kl 16:00 eins og búið var að auglýsa. Óviðráðanlegar ástæður og velvirðingar beðist. 

meira...

8. júní 2016

Kátt í Kjós verður 16. júlí næstkomandi en með breyttu sniði.

 

Í þetta sinn stendur sölufólki til boða að vera úti með vörur sínar.  Söluaðilar  koma með sín eigin tjöld eða bása og þeim síðan raðað upp fyrir utan Félagsgarð gegn vægu gjaldi.

 

Inni í Félagsgarði á að reyna að skapa kaffihúsastemningu í salnum en þá geta gestir setið í rólegheitum, notið veitinga og spjallað.

 

Reyna á að virkja stjórnir hinna ýmsu félaga í sveitinni til að vera með uppákomur úti vellinum við Félagsgarð.   Að loknum góðum degi þar sem kátt verður í Kjós verður haldinn dansleikur í Félagsgarði.

 

meira...

8. júní 2016

Hreinsunarátak í Kjósarhreppi

 

Hreppsnefnd Kjósarhrepps  beinir þeim vinsamlegu tilmælum til fasteignaeigenda og íbúa í Kjósarhreppi að standa fyrir hreinsundarátaki dagana 10. til 13. júní næstkomandi.  

Fasteignaeigendur og íbúar eru hvattir til að tína allt rusl á víðavangi í Kjósinni en nú er nokkuð um að rusl í sveitarfélaginu sé fjúkandi til og frá.  Tína má bændafánana (rúlluplast) af girðingum og fjarlægja má gamlar og ónýtar heyrúllur.  Ýmislegt ónýtt drasl má fjarlægja úr ásýnd gestkomenda og koma því á ruslaplan (gámaplanið).   Það yrði einnig til þess að fegra ásýnd Kjósarhrepps ef fasteignaeigendur og íbúar myndu einnig nota tækifærið þessa daga til að dytta að eignum sínum.

 

Við í Kjósarhreppi stefnum í sameiningu að því hafa sveitina okkar hreina og snyrtilega  fyrir þjóðhátíðardaginn,  17. júní.                                           

 

Vegna hreinsunarátaksins verður gámaplanið opið aukalega á mánudeginum 13. júní,  frá kl 14:00-16:00.   Að sjálfsögðu þarf ekki að mynna á að flokka ruslið rétt.

 

Hreinsunarátakinu lýkur með viðburði við Ásgarð næstkomandi mánudag kl. 16:00 en þar mun Kjósarhreppur bjóða uppá hamborgara og meðlæti að hætti „Tuddans“

meira...

6. júní 2016

Auglýsing- rúllubinding á Kjósarsvæði í sumar.

 

Tek að mér rúllubindingu á Kjósasvæðinu í sumar. Verð með McHale fusion 3 plus. Hefðbundinn rúllustærð 1,25x1,23 og söxun með allt að 25 hnífum. Nánari upplýsingar má finna á facebokk síðunni,  AG verktakar

https://www.facebook.com/AG-verktakar-1164403200285444/

eða hjá Atla í síma 858-7929.

 

Fljót og góð þjónusta.

AG verktakar Káraneskoti.

meira...

2. júní 2016

Fréttir af hitaveitunni

Allt er komið á fullt í lagningu hitaveitu- og ljósleiðararöra í sveitinni.

 

Sunnudaginn 22. maí sl. var tekin formleg skóflustunda að stöðvarhúsi hitaveitunnar sem mun rísa við borholu MV-19 við Möðruvelli.

Við það tækifæri var Braga Þór Haraldssyni, hönnuði veitunnar þakkað sérlega gott samstarf og ómetanleg þolinmæði við undirbúning verksins. Ljóst er að vinnu Braga er hvergi lokið, enda er hann sjálfur í útmælingum á lögninni og er þessa dagana að heimsækja frístundahúsaeigendur við Hjarðarholts-, Dælisár- og Holtsveg.

 

Í maí var skrifað undir samning við Gröfutækni ehf., verktakann sem sér um lagningu stofnæðarinnar (stál-lögnina) auk heimaæða heim að bæjum og stökum frístundahúsum.

Í apríl var skrifað undir samning við Magnús Ingberg Jónsson ehf, verktakann sem sér um lagninu heimæða í þéttustu frístundahúsahverfunum. Báðir verktakar eru byrjaðir.

 

Þá er búið að semja við verkfræðistofuna VERKÍS um formlegt framkvæmda- og kostnaðareftirlit með verkinu. Haldnir verða verkfundir vikulega, með hvorum verktaka til skiptis. Lögð er áhersla á góða samvinnu milli verktaka, góða umgengni um landið og gott samstarf við íbúa og frístundahúsaeigendur auk öryggismála. Búið er að halda tvo verkfundi og m.a. fara yfir ábendingar sem hafa borist vegna hliða sem skilin eru eftir opin, enda búfénaður fljótur að nýta sér tækifærið að næla sér í gómsætan trjágróður og safaríkt gras. Verktakar munu taka sig á í þeim efnum. 

Allar ábendingar um það sem betur má fara er gott að fá sem fyrst, hægt er senda inn á netfangið: kjosarveitur@kjos.is, hringja inn á skrifstofuna, s: 566-7100 eða í vaktsíma Kjósarveitna gsm: 853-2112 (Kjartan).

 

Í mörg horn er að líta eins og meðfylgjandi myndir sýna, Kjósarveitur start

 

Með hlýjum kveðjum

Kjósarveitur ehf

 

 

meira...

1. júní 2016

Hestamannafélagið ADAM með nýjan fána

 

 
Hestamannafélagið

Adam í Kjós

 

Fyrir fáeinum mánuðum var skipuð fánanefnd í hestamannafélaginu Adam.

 

Í nefndinni eru Sigurbjörn Magnússon, formaður, Hugrún Þorgeirsdóttir, Sigurþór Gíslason, Sigurbjörg Ólafsdóttir og

Hlíf Sturludóttir.

 

Þau fengu til liðs við sig lisamanninn Bjarna Þór á Akranesi, auk þess sem Sigríður Ólafsdóttir hefur aðstoðað þau við hönnun á fána/merki félagsins.

 

Þessi vaski hópur hefur nú skilað niðurstöðu sem er vel frambærileg og félaginu til sóma.

 

Kjos.is óskar hestamannafélaginu til hamingju með nýja fánann sinn, hann mun taka sig vel út á Landsmóti hestamanna í sumar.

 


 

meira...

31. maí 2016

Kvennahlaupið 4. júní - kl. 14 - Kaffi Kjós

 

Skráning í Sjóvá Kvennahlaup ÍSÍ er hafin

á Kaffi Kjós.
Kvennahlaupið fer fram

laugardaginn kl. 14:00.
Vegalengdir eru 3 km, 5 km og 7 km
Upphaf og endir við Kaffi Kjós, verðlaunapeningar, fagnaðarlæti og fjör!  
Verð á bolunum er 2.000 kr. fyrir 13 ára og eldri, en 1.000 kr. fyrir 12 ára og yngri. Sýndu fyrirhyggju og tryggðu þér bol í tíma, áður en þín stærð klárast.

 

Markmiðið með Sjóvá Kvennahlaupi ÍSÍ er að skapa skemmtilegan vettvang fyrir konur til að hittast og hreyfa sig. Hver og ein tekur þátt á sínum forsendum, hvort sem hún gengur, skokkar, hleypur, fer á hækjum eða í hjólastól. Kvennahlaupið er fyrir allar konur á öllum aldri, sama í hvernig formi þær eru.

 

 Sjáumst hress og kát á Kaffi Kjós.

 

 

meira...

29. maí 2016

Breyting á viðveru skipulags- og byggingarfulltrúa.

Jón E Guðmundsson skipulags- og byggingarfulltrúi verður framvegis við á miðvikudögum, næst miðvikudaginn 1. júní.

 

Rotþróarhreinsanir hefjast í lok vikunnar. 

meira...

23. maí 2016

Skipulags- og byggingarfulltrúi ekki við í dag

Jón E Guðmundsson skipulags- og byggingarfulltrúi verður ekki við í dag, mánudaginn 23. maí. Verður í staðinn við á fimmtudaginn 26. maí.  

meira...

20. maí 2016

Fyrsta skóflustungan að stöðvarhúsi Kjósarveitna

 

Næsta sunnudag - 22. maí, kl. 14, verður tekin fyrsta skóflustungan að stöðvarhúsi Kjósarveitna á athafnasvæði hitaveitunnar við Möðruvelli. Nánar tiltekið við hitaveituholu MV-19  (eldri holan, þar sem hvíti gámurinn er). 

 

Í upphafi verður Þórólfur Hafstað, frá Íslenskum orkurannsóknum (ÍSOR), með lifandi frásögn af óbilandi trú jarðvísindamanna á að Kjósin myndi einn daginn vera hituð upp með jarðhitavatni.

 


Síðan verður tekin fyrsta skóflustungan að stöðvarhúsinu og spjallað um framtíðina.


Doddi mætir á Tuddanum með sjóðheita hamborgara.


Allir velkomnir - sjáumst á sunnudaginn kl. 14 

 

 KJÓSARVEITUR EHF

 

meira...

19. maí 2016

Plastgámar losaðir

 

Plastgámar verða losaðir mánudaginn 23. maí. 

 

 

meira...

18. maí 2016

Áhættumiðaðar smitvarnir í hestamennsku


Matvælastofnun (MAST) hefur sent frá sér eftirfarandi leiðbeiningar varðandi smitvarnir í hestamennsku.


Til að efla forvarnir og beina þeim þangað sem þörfin er mest hefur Matvælastofnun metið hættuna á að ólíkir hópar hestamanna og annara ferðamanna beri áður óþekkta smitsjúkdóma í íslenska hrossastofninn.


Mest áhætta fylgir íslenskum atvinnumönnum í greininni sem starfa að einhverju leyti erlendis. Atvinnumenn búsettir erlendis sem hafa eða tengjast starfsemi hér á landi koma þar á eftir. Mestar líkur eru á að þessir hópar fólks umgangist hross hér á landi innan tveggja sólarhringa frá því þeir voru í umhverfi hrossa erlendis.


Forsvarsmenn fyrirtækja í ferðaþjónustu og hrossaræktendur þurfa að sjá til þess að þeirra viðskiptavinir fái reglur um smitvarnir strax við bókun ferða og annara heimsókna. Það er of seint að ætla sér að ná til þeirra eftir að þeir eru lagðir af stað í ferðalagið.

 

Samstillt átak allra sem hafa atvinnu af hestum eða hestamennsku er nauðsynlegt til að standa vörð um heilbrigði íslenska hrossastofnsins.

 

Sjá nánari upplýsingar HÉR


Virðingarfyllst f.h. Matvælastofnunar

Sigríður Björnsdóttir, dýralæknir hrossasjúkdóma

 

meira...

12. maí 2016

Hreinsun rotþróa í Kjósarhreppi

 

Hreinsun rotþróa hefst í næstu viku. Þau svæði sem taka á núna eru: Sumarhúsasvæðin í Eilífsdal, Þúfulandi, Norðurnesi og önnur í landi Möðruvalla 1. Ásgarður og öll hús að Hvammi. Brynjudalurinn og sumarhúsasvæðið vestan Meðalfellsvatns.

Byrjað verður í Eilífsdalnum  og eru fasteignaeigendur beðnir um að hafa þrærnar aðgengilegar og merktar, annars ekki losaðar.

meira...

11. maí 2016

Hátíðarmessa á hvítasunnudag

 

Reynivallakirkja

Hátíðarmessa
á hvítasunnudag kl. 14


Séra Gunnar Kristjánsson,

settur sóknarprestur, messar,

kirkjukór Reynivallakirkju syngur,

organisti er Guðmundur Ómar Óskarsson.

 

 

Sóknarnefnd og sóknarprestur

 

 

 

 

 

meira...

8. maí 2016

Jarðvinna vegna hitaveitu hefst um miðjan maí.

 

 Búið er að ganga frá samningi við Magnús I Jónsson ehf, sem mun sjá um lagningu röra á þéttustu frístundahúsasvæðunum. Á þeim svæðum verður mest plægð niður svokölluð PEX-rör ásamt ídráttarrörum fyrir ljósleiðara.

Skv. verkáætlun Magnúsar, þá munu þeir hefjast handa strax eftir hvítasunnu (eftir viku), þriðjudaginn 17. maí. 

Byrjað verður við Hjarðarholtsbæinn og hærri númerin, Hjarðarholtsvegur 19-35.

 

Verkáætlun Magnúsa I Jónssonar ehf er eftirfarandi:

Miður maí - fram í júlí:  Hjarðarholtsvegur, Dælisárvegur, Holtsvegur

Miður júní -  miður júlí:  Eyrar, Eílífsdal 

Miður júlí - fram í september: Hlíð 1-22 (neðri-Hlíð), Eilífsdal

Miður ágúst - miður september: Eyjafell

September: Ósbraut og Árbraut

Miður september-byrjun okt: Sandur, Flekkudalsvegur og Eyjatún vestur hluti.

Lok september - fram í nóvember: Flekkudalsvegur og Eyjatún austurhluti

Október -nóvember: Eyjavík og Meðalfellsvegur

Leitast er við að valda sem minnstri röskun á háannatíma við Meðalfellsvatn. Auglýst verður nánar hver verkþáttur þegar komið er að þeim.

Frístundahúsabyggðin vestan Meðalfellsvatns (Þúfa, Blönduholt o.s.frv) og niður að Hvafirði tilheyra hinum verktakanum. Hans verkáætlun verður auglýst um leið og hún liggur fyrir.

 

Samningur við hinn verktakann, Gröfutækni, verður undirritaður á næstu dögum.  Gröfutækni mun sjá um lagningu stofnlagnar (stál-rör),  heimæða heim að íbúðarhúsum og dreifðari frístundarhúsum. Ídráttarrör fyrir ljósleiðara verða lögð með öllum hitaveitulögnum.  Vinna er þegar hafin að merkja lagnaleið stofnlagnar og leggja út rörin samhliða væntanlegu skurðstæði í landi Kjósarhrepps, næst Möðruvöllum.

Stefnt er að því að fyrstu stálrörin í sjálfri stofnlögninni fari í jörð síðari hluta maí-mánaðar og verður haldið upp á þann verkáfanga - nánar auglýst síðar

 

Ljóst er að þeir sem missa af verktökunum á sínu svæði verða að bíða þar til heildarverkinu er lokið. Næsta "umferð" verður væntanlega hjá verktökunum árið 2018. Viltu bíða svo lengi?

Enn vantar svör frá um þriðjungi frístundahúsaeigenda, þrátt fyrir að búið sé að senda út gögn sem svara átti fyrir 20. mars og ítreka. Bragi hönnuður veitunnar og Kjartan, hitaveitustjóri, gengu milli frístundahúsa við Hjarðarholts-, Dælisár- og Holtsveg sl. laugardag og náðustu þá nokkur svör í viðbót. Athygli vakti að sumir héldu að þetta "kæmi bara", án þess að viðkomandi þyrfti að sækja um tengingu.

Kjósarveitur vilja því ítreka enn og aftur nauðsyn þess að fá svör, bæði "já" og "nei", endilega drífa sig í að svara.

Eyðublöð má nálgast hér á síðunni, undir "EYÐUBLÖÐ OG SKJÖL-hitaveita" , prenta, fylla út,  ýmist skanna og senda á netfangið kjosarveitur@kjos.is eða senda með Póstinum á Kjósarveitur - Ásgarði í Kjós - 276 Mosfellsbær

 

Reikningar fyrir tengigjöldum þeirra fasteigna, bæði frístundarhús og íbúðarhús, sem verður lagt að á þessu ári, (árið 2016) verða allir sendir út í júlí með gjalddaga 1. ágúst nk (eindaga í 1. september).

Rétt er að árétta að tengigjöld vegna fasteigna sem tengjast á næsta ári ( árið 2017), verða ekki rukkuð fyrr en á næsta ári. Mánaðarleg gjald fyrir heitt vatn verður ekki rukkað fyrr en tengingum er lokið bæði utan - og innanhúss, og notandinn fer að nota heita vatnið.

 

Tilboð Arion banka varðandi greiðsludreifingu má nálgast hér:

 

Allar nánari upplýsingar veita Sigríður Klara Árnadóttir,

netfang:  sigridur@kjos.is

sími: 566-7100, GSM: 841-0013

og

Kjartan Ólafsson

netfang: kjartan@kjos.is

GSM: 853-2112 (vaktsími Kjósarveitna)

 

 

meira...

5. maí 2016

Landsmót hestamanna 2016 - sjálfboðaliðar óskast !

 

Landsmót hestamanna 2016

verður haldið að

Hólum í Hjaltadal

27. júní - 3. júlí.

 

 

Þetta er hið 22. í röðinni. Frá upphafi, eða frá því að Landsmót var fyrst haldið á Þingvöllum, hefur mótið verið einn stærsti íþróttaviðburður landsins.

Framlag sjálfboðaliða er gríðarlega mikilvægt og skiptir höfuðmáli til að gera umgjörð mótsins sem glæsilegasta.

 

Umsóknarfrestur er til 15. maí nk

 

Sjá nánar um umsóknarferlið  inn á heimasíðu

 Landsmót hestamanna 2016

 

 

 

meira...

4. maí 2016

Aðalfundur Búnaðarsambands Kjalarnesþings 2016

 

Aðalfundur BSK verður haldinn í gróðrastöðinni Lambhaga“Mýrarkoti“ fimmtudaginn 5. maí  kl. 20:00

 

Dagskrá:

  • Skýrsla stjórnar fyrir liðið ár
  • Reikningar félagsins
  • Kosningar
  • Önnur mál

Gestir fundarins verða: Guðmundur Sigurðsson framkvæmdastjóri Bú-Vest og Sigurður Eyþórsson framkvæmdastjóri BÍ

Stjórn BSK.

 

meira...

4. maí 2016

Atvinna í Kjósinni í sumar.

 

Unglingavinna fyrir aldurshópinn 14-16 ára verður starfrækt í sumar með hefðbundnum hætti ef nægur áhugi er og starfsmaður ræðst til umsjónar með henni. Vinnan mun hefjast 13.júní og vera til 14. júlí, báðir dagar meðtaldir. Mánudaga-fimmtudaga frá kl 10-16.

Helstu verkefnin verða: gróðursetning, sláttur og hirðing, rusl tínt meðfram vegum og strandlengjum, málun og fl.

Áhugasömum er bent á að skila inn umsóknum í tölvupósti á netfangið,   gudny@kjos.is  fyrir 20. maí 2016.

 

Starfsmann vantar til að hafa umsjón með unglingavinnunni í sumar ásamt því að vera liðtækur í önnur tilfallandi verkefni. 80-100%  vinna í ca 2 mánuði eða frá byrjun júní til júlíloka. Áhugasamir hafi samband við Guðnýju í s: 5667100 eða á netfangið gudny@kjos.is  fyrir 20. maí 2016.

 

meira...

4. maí 2016

Opinn fundur um Kátt í Kjós og aðra viðburði í sveitinni

 

Miðvikudaginn 11. maí 2016 ,

kl. 20:30-21:30 verður fundur í Ásgarði.


Sveitahátíðin Kátt í Kjós verður haldin í tíunda sinn laugardaginn 16. júlí nk.

Það er því tilvalið að staldra við og ræða markmið hátíðarinnar, sem var m.a. að efla umræðu um sveitamenningu í samfélaginu og fjölmiðlum.

 

Undanfarin ár hefur ekkert lögbýli treyst sér til að hafa opið fyrir gesti hátíðarinnar og erfiðlega hefur gengið að útbúa húsdýragarð svo dæmi séu tekin.

Eigum við að halda sveitahátíð í óbreyttri mynd eða stokka upp og gera eitthvað nýtt ?

Og hvað með 17. júní?

Er áhugi fyrir því að gera meira úr þeim degi hér í sveitinni ?

 

Hlökkum til að sjá sem flesta - Allir velkomnir !

Með Kjósarkveðjum,
Markaðs- og menningarmálanefnd Kjósarhrepps

 

P.S.
Kvennareiðin í Kjósinni verður á Jónsmessunni, 24. júní nk.

Konur- takið daginn frá, nánar auglýst síðar 

 

 

meira...

2. maí 2016

Næsta rafmagnsleysi í Kjósinni - í kvöld !

 


Raforkunotendur í Hvalfjarðarsveit og Kjós.
Nauðsynlegt er að flýta fyrirhuguðu straumleysi sem átti að vera aðfaranótt föstudagsins.

 


Straumlaust verður aðfararnótt fimmtudagsins 05. maí

frá kl. 00:00 til kl. 02:00
vegna frágangs verka og prófana, þ.e. rafmagnið tekið af á miðnætti miðvikudagskvölds - í kvöld.


 

Rarik biðst velvirðingar á óþægindum sem af þessu stafa.

Bilanasími 5289390.

 

 

meira...

1. maí 2016

Rafmagnslaust verður tvisvar í næstu viku

 

Raforkunotendur í Hvalfjarðarsveit og Kjós.

Rafmagnslaust verður tvisvar í næstu viku vegna frágangs verka og prófana.

 

Fyrra straumleysið er aðfararnótt þriðjudagsins 03. maí frá kl. 00:00 til kl. 03:00 (þ.e. rafmagnið tekið af á miðnætti mánudagskvöld 2. maí)


 

Seinna straumleysið er aðfararnótt föstudagsins 06. maí frá kl. 00:00 til kl. 02:00 (þ.e. rafmagnið tekið af á miðnætti fimmtudagskvöld 5. maí)


Rarik biðst velvirðingar á óþægindum sem af þessu stafa.

Bilanasími 5289390. 

 

 

 

meira...