Kjósarhreppur - Myndir

Fréttir

29. maí 2016

Breyting á viðveru skipulags- og byggingarfulltrúa.

Jón E Guðmundsson skipulags- og byggingarfulltrúi verður framvegis við á miðvikudögum, næst miðvikudaginn 1. júní.

 

Rotþróarhreinsanir hefjast í lok vikunnar. 

meira...

23. maí 2016

Skipulags- og byggingarfulltrúi ekki við í dag

Jón E Guðmundsson skipulags- og byggingarfulltrúi verður ekki við í dag, mánudaginn 23. maí. Verður í staðinn við á fimmtudaginn 26. maí.  

meira...

20. maí 2016

Fyrsta skóflustungan að stöðvarhúsi Kjósarveitna

 

Næsta sunnudag - 22. maí, kl. 14, verður tekin fyrsta skóflustungan að stöðvarhúsi Kjósarveitna á athafnasvæði hitaveitunnar við Möðruvelli. Nánar tiltekið við hitaveituholu MV-19  (eldri holan, þar sem hvíti gámurinn er). 

 

Í upphafi verður Þórólfur Hafstað, frá Íslenskum orkurannsóknum (ÍSOR), með lifandi frásögn af óbilandi trú jarðvísindamanna á að Kjósin myndi einn daginn vera hituð upp með jarðhitavatni.

 


Síðan verður tekin fyrsta skóflustungan að stöðvarhúsinu og spjallað um framtíðina.


Doddi mætir á Tuddanum með sjóðheita hamborgara.


Allir velkomnir - sjáumst á sunnudaginn kl. 14 

 

 KJÓSARVEITUR EHF

 

meira...

19. maí 2016

Plastgámar losaðir

 

Plastgámar verða losaðir mánudaginn 23. maí. 

 

 

meira...

18. maí 2016

Áhættumiðaðar smitvarnir í hestamennsku


Matvælastofnun (MAST) hefur sent frá sér eftirfarandi leiðbeiningar varðandi smitvarnir í hestamennsku.


Til að efla forvarnir og beina þeim þangað sem þörfin er mest hefur Matvælastofnun metið hættuna á að ólíkir hópar hestamanna og annara ferðamanna beri áður óþekkta smitsjúkdóma í íslenska hrossastofninn.


Mest áhætta fylgir íslenskum atvinnumönnum í greininni sem starfa að einhverju leyti erlendis. Atvinnumenn búsettir erlendis sem hafa eða tengjast starfsemi hér á landi koma þar á eftir. Mestar líkur eru á að þessir hópar fólks umgangist hross hér á landi innan tveggja sólarhringa frá því þeir voru í umhverfi hrossa erlendis.


Forsvarsmenn fyrirtækja í ferðaþjónustu og hrossaræktendur þurfa að sjá til þess að þeirra viðskiptavinir fái reglur um smitvarnir strax við bókun ferða og annara heimsókna. Það er of seint að ætla sér að ná til þeirra eftir að þeir eru lagðir af stað í ferðalagið.

 

Samstillt átak allra sem hafa atvinnu af hestum eða hestamennsku er nauðsynlegt til að standa vörð um heilbrigði íslenska hrossastofnsins.

 

Sjá nánari upplýsingar HÉR


Virðingarfyllst f.h. Matvælastofnunar

Sigríður Björnsdóttir, dýralæknir hrossasjúkdóma

 

meira...

12. maí 2016

Hreinsun rotþróa í Kjósarhreppi

 

Hreinsun rotþróa hefst í næstu viku. Þau svæði sem taka á núna eru: Sumarhúsasvæðin í Eilífsdal, Þúfulandi, Norðurnesi og önnur í landi Möðruvalla 1. Ásgarður og öll hús að Hvammi. Brynjudalurinn og sumarhúsasvæðið vestan Meðalfellsvatns.

Byrjað verður í Eilífsdalnum  og eru fasteignaeigendur beðnir um að hafa þrærnar aðgengilegar og merktar, annars ekki losaðar.

meira...

11. maí 2016

Hátíðarmessa á hvítasunnudag

 

Reynivallakirkja

Hátíðarmessa
á hvítasunnudag kl. 14


Séra Gunnar Kristjánsson,

settur sóknarprestur, messar,

kirkjukór Reynivallakirkju syngur,

organisti er Guðmundur Ómar Óskarsson.

 

 

Sóknarnefnd og sóknarprestur

 

 

 

 

 

meira...

8. maí 2016

Jarðvinna vegna hitaveitu hefst um miðjan maí.

 

 Búið er að ganga frá samningi við Magnús I Jónsson ehf, sem mun sjá um lagningu röra á þéttustu frístundahúsasvæðunum. Á þeim svæðum verður mest plægð niður svokölluð PEX-rör ásamt ídráttarrörum fyrir ljósleiðara.

Skv. verkáætlun Magnúsar, þá munu þeir hefjast handa strax eftir hvítasunnu (eftir viku), þriðjudaginn 17. maí. 

Byrjað verður við Hjarðarholtsbæinn og hærri númerin, Hjarðarholtsvegur 19-35.

 

Verkáætlun Magnúsa I Jónssonar ehf er eftirfarandi:

Miður maí - fram í júlí:  Hjarðarholtsvegur, Dælisárvegur, Holtsvegur

Miður júní -  miður júlí:  Eyrar, Eílífsdal 

Miður júlí - fram í september: Hlíð 1-22 (neðri-Hlíð), Eilífsdal

Miður ágúst - miður september: Eyjafell

September: Ósbraut og Árbraut

Miður september-byrjun okt: Sandur, Flekkudalsvegur og Eyjatún vestur hluti.

Lok september - fram í nóvember: Flekkudalsvegur og Eyjatún austurhluti

Október -nóvember: Eyjavík og Meðalfellsvegur

Leitast er við að valda sem minnstri röskun á háannatíma við Meðalfellsvatn. Auglýst verður nánar hver verkþáttur þegar komið er að þeim.

Frístundahúsabyggðin vestan Meðalfellsvatns (Þúfa, Blönduholt o.s.frv) og niður að Hvafirði tilheyra hinum verktakanum. Hans verkáætlun verður auglýst um leið og hún liggur fyrir.

 

Samningur við hinn verktakann, Gröfutækni, verður undirritaður á næstu dögum.  Gröfutækni mun sjá um lagningu stofnlagnar (stál-rör),  heimæða heim að íbúðarhúsum og dreifðari frístundarhúsum. Ídráttarrör fyrir ljósleiðara verða lögð með öllum hitaveitulögnum.  Vinna er þegar hafin að merkja lagnaleið stofnlagnar og leggja út rörin samhliða væntanlegu skurðstæði í landi Kjósarhrepps, næst Möðruvöllum.

Stefnt er að því að fyrstu stálrörin í sjálfri stofnlögninni fari í jörð síðari hluta maí-mánaðar og verður haldið upp á þann verkáfanga - nánar auglýst síðar

 

Ljóst er að þeir sem missa af verktökunum á sínu svæði verða að bíða þar til heildarverkinu er lokið. Næsta "umferð" verður væntanlega hjá verktökunum árið 2018. Viltu bíða svo lengi?

Enn vantar svör frá um þriðjungi frístundahúsaeigenda, þrátt fyrir að búið sé að senda út gögn sem svara átti fyrir 20. mars og ítreka. Bragi hönnuður veitunnar og Kjartan, hitaveitustjóri, gengu milli frístundahúsa við Hjarðarholts-, Dælisár- og Holtsveg sl. laugardag og náðustu þá nokkur svör í viðbót. Athygli vakti að sumir héldu að þetta "kæmi bara", án þess að viðkomandi þyrfti að sækja um tengingu.

Kjósarveitur vilja því ítreka enn og aftur nauðsyn þess að fá svör, bæði "já" og "nei", endilega drífa sig í að svara.

Eyðublöð má nálgast hér á síðunni, undir "EYÐUBLÖÐ OG SKJÖL-hitaveita" , prenta, fylla út,  ýmist skanna og senda á netfangið kjosarveitur@kjos.is eða senda með Póstinum á Kjósarveitur - Ásgarði í Kjós - 276 Mosfellsbær

 

Reikningar fyrir tengigjöldum þeirra fasteigna, bæði frístundarhús og íbúðarhús, sem verður lagt að á þessu ári, (árið 2016) verða allir sendir út í júlí með gjalddaga 1. ágúst nk (eindaga í 1. september).

Rétt er að árétta að tengigjöld vegna fasteigna sem tengjast á næsta ári ( árið 2017), verða ekki rukkuð fyrr en á næsta ári. Mánaðarleg gjald fyrir heitt vatn verður ekki rukkað fyrr en tengingum er lokið bæði utan - og innanhúss, og notandinn fer að nota heita vatnið.

 

Tilboð Arion banka varðandi greiðsludreifingu má nálgast hér:

 

Allar nánari upplýsingar veita Sigríður Klara Árnadóttir,

netfang:  sigridur@kjos.is

sími: 566-7100, GSM: 841-0013

og

Kjartan Ólafsson

netfang: kjartan@kjos.is

GSM: 853-2112 (vaktsími Kjósarveitna)

 

 

meira...

5. maí 2016

Landsmót hestamanna 2016 - sjálfboðaliðar óskast !

 

Landsmót hestamanna 2016

verður haldið að

Hólum í Hjaltadal

27. júní - 3. júlí.

 

 

Þetta er hið 22. í röðinni. Frá upphafi, eða frá því að Landsmót var fyrst haldið á Þingvöllum, hefur mótið verið einn stærsti íþróttaviðburður landsins.

Framlag sjálfboðaliða er gríðarlega mikilvægt og skiptir höfuðmáli til að gera umgjörð mótsins sem glæsilegasta.

 

Umsóknarfrestur er til 15. maí nk

 

Sjá nánar um umsóknarferlið  inn á heimasíðu

 Landsmót hestamanna 2016

 

 

 

meira...

4. maí 2016

Aðalfundur Búnaðarsambands Kjalarnesþings 2016

 

Aðalfundur BSK verður haldinn í gróðrastöðinni Lambhaga“Mýrarkoti“ fimmtudaginn 5. maí  kl. 20:00

 

Dagskrá:

  • Skýrsla stjórnar fyrir liðið ár
  • Reikningar félagsins
  • Kosningar
  • Önnur mál

Gestir fundarins verða: Guðmundur Sigurðsson framkvæmdastjóri Bú-Vest og Sigurður Eyþórsson framkvæmdastjóri BÍ

Stjórn BSK.

 

meira...

4. maí 2016

Atvinna í Kjósinni í sumar.

 

Unglingavinna fyrir aldurshópinn 14-16 ára verður starfrækt í sumar með hefðbundnum hætti ef nægur áhugi er og starfsmaður ræðst til umsjónar með henni. Vinnan mun hefjast 13.júní og vera til 14. júlí, báðir dagar meðtaldir. Mánudaga-fimmtudaga frá kl 10-16.

Helstu verkefnin verða: gróðursetning, sláttur og hirðing, rusl tínt meðfram vegum og strandlengjum, málun og fl.

Áhugasömum er bent á að skila inn umsóknum í tölvupósti á netfangið,   gudny@kjos.is  fyrir 20. maí 2016.

 

Starfsmann vantar til að hafa umsjón með unglingavinnunni í sumar ásamt því að vera liðtækur í önnur tilfallandi verkefni. 80-100%  vinna í ca 2 mánuði eða frá byrjun júní til júlíloka. Áhugasamir hafi samband við Guðnýju í s: 5667100 eða á netfangið gudny@kjos.is  fyrir 20. maí 2016.

 

meira...

4. maí 2016

Opinn fundur um Kátt í Kjós og aðra viðburði í sveitinni

 

Miðvikudaginn 11. maí 2016 ,

kl. 20:30-21:30 verður fundur í Ásgarði.


Sveitahátíðin Kátt í Kjós verður haldin í tíunda sinn laugardaginn 16. júlí nk.

Það er því tilvalið að staldra við og ræða markmið hátíðarinnar, sem var m.a. að efla umræðu um sveitamenningu í samfélaginu og fjölmiðlum.

 

Undanfarin ár hefur ekkert lögbýli treyst sér til að hafa opið fyrir gesti hátíðarinnar og erfiðlega hefur gengið að útbúa húsdýragarð svo dæmi séu tekin.

Eigum við að halda sveitahátíð í óbreyttri mynd eða stokka upp og gera eitthvað nýtt ?

Og hvað með 17. júní?

Er áhugi fyrir því að gera meira úr þeim degi hér í sveitinni ?

 

Hlökkum til að sjá sem flesta - Allir velkomnir !

Með Kjósarkveðjum,
Markaðs- og menningarmálanefnd Kjósarhrepps

 

P.S.
Kvennareiðin í Kjósinni verður á Jónsmessunni, 24. júní nk.

Konur- takið daginn frá, nánar auglýst síðar 

 

 

meira...

2. maí 2016

Næsta rafmagnsleysi í Kjósinni - í kvöld !

 


Raforkunotendur í Hvalfjarðarsveit og Kjós.
Nauðsynlegt er að flýta fyrirhuguðu straumleysi sem átti að vera aðfaranótt föstudagsins.

 


Straumlaust verður aðfararnótt fimmtudagsins 05. maí

frá kl. 00:00 til kl. 02:00
vegna frágangs verka og prófana, þ.e. rafmagnið tekið af á miðnætti miðvikudagskvölds - í kvöld.


 

Rarik biðst velvirðingar á óþægindum sem af þessu stafa.

Bilanasími 5289390.

 

 

meira...

1. maí 2016

Rafmagnslaust verður tvisvar í næstu viku

 

Raforkunotendur í Hvalfjarðarsveit og Kjós.

Rafmagnslaust verður tvisvar í næstu viku vegna frágangs verka og prófana.

 

Fyrra straumleysið er aðfararnótt þriðjudagsins 03. maí frá kl. 00:00 til kl. 03:00 (þ.e. rafmagnið tekið af á miðnætti mánudagskvöld 2. maí)


 

Seinna straumleysið er aðfararnótt föstudagsins 06. maí frá kl. 00:00 til kl. 02:00 (þ.e. rafmagnið tekið af á miðnætti fimmtudagskvöld 5. maí)


Rarik biðst velvirðingar á óþægindum sem af þessu stafa.

Bilanasími 5289390. 

 

 

 

meira...

28. apríl 2016

Aðalskipulagsbreyting

 

Kjósarhreppur auglýsir breytingu á aðalskipulagi Kjósarhrepps 2005-2017 og deiliskipulagstillögu í landi Möðruvalla 1.

Auglýsinguna má kynna sér HÉR og aðalkipulagsbreytinguna HÉR

meira...

27. apríl 2016

DNA-sýnatökur úr hrossum

 

 

 

 

 

 

Pétur Halldórsson verður við DNA-sýnatökur og örmerkingar í hesthúsahverfum á höfuðborgarsvæðinu

föstudaginn 29. apríl og mánudaginn 2. maí.

 

Áhugasamir vinsamlegast setji sig í samband

í síma 862-9322 eða petur@rml.is.

 

Nánari upplýsingar um DNA-sýni hrossa:

DNA-sýnatökur 

 

meira...

27. apríl 2016

Ferming í Reynivallakirkju, sunnudaginn 1. maí

 

  Fermingarmessa verður í Reynivallakirkju

sunnudaginn 1. maí - kl. 14:00

 

Fermdir verða:

Högni Snær Davíðsson, Þrándarstöðum og

Kristófer Aron Svansson,

Lækjarbraut 2

 

Prestur: sr. Gunnar Kristjánsson, settur afleysingarprestur

 

Organisti: Guðmundur Ómar

 Kór Reynivallakirkju leiðir sönginn

 

Allir velkomnir í messu og til að njóta stóra dagsins með fermingardrengjum sveitarinnar

 

Sr. Gunnar Kristjánsson

 

 

meira...

26. apríl 2016

Bókasafnið opið á miðvikudagskvöldið !

 

 

Síðasta bókasafnskvöld vetrarins verður

miðvikudaginn 27. apríl.

Eftir það fer bókasafnið í sumarfrí fram á haust.


Sjáumst í Ásgarði, opið kl. 20-22.


Minnum alla á að skila inn bókum eftir veturinn.

 

Vekjum athygli á hillunni með spennandi bókum til eignar !

 

Með bókakveðju Svana bókaormur


 

meira...

25. apríl 2016

Styrkur úr Fjarskiptasjóði

 

Kjósarhreppur fékk styrk úr Fjarskipasjóði til uppbyggingar ljósleiðara í sveitarfélaginu.

 

Íbúar í Kjósarhreppi hafa lengi búið við óöryggi í fjarskiptum og hefur netsamband verið hægfara og sérstaklega óstöðugt á álagstímum.  Sjónvarpsútsendingar hafa verið með miklum hnökrum.  Ljósleiðaravæðing mun tryggja íbúum sveitarfélagsins eðlilegan aðgang að efnisveitum og interneti og hlýtur það að teljast bætt lífsgæði. Greiður og góður aðgangur að efnisveitum og interneti telst nú víðast sjálfsagður og nauðsynlegur þáttur í heimilislífi íbúa, rekstri atvinnufyrirtækja og aðstöðu  til náms.  Ljósleiðaravæðing í Kjósarhreppi mun auka líkur á að íbúum fjölgi og að atvinnurekstur verði fjölbreyttari og dafni.  Ljósleiðari getur einnig leitt til þess að þráðlaust símasamband verði bætt í sveitarfélaginu sem ekki hefur verið eins og best er á kosið.

 

Frá vinstri: Ólöf Nordal, Arnbjörg Sveinsdóttir, Guðný G. Ívarsdsdóttir, Páll J. Pálsson og Haraldur Benediktsson.

20. apríl sl. skrifuðu fulltrúar fjarskiptasjóðs, nokkurra sveitarfélaga  og innanríkisráðherra undir samning um styrki fjarskiptasjóðs fyrir uppbyggingu ljósleiðara í sveitarfélögunum til að efla fjarskiptasamband í dreifðum byggðum sem markaðurinn sinnir ekki.  

 

Alls fengu  14 sveitarfélög styrki að þessu sinni til að tengja um 900 staði með ljósleiðara og um 200 staði með ídráttarröri fyrir ljósleiðara. Styrkur ríkisins er alls 450 milljónir króna. Meðal kostnaður ríkisins á hvern stað eru rúmar 400 þúsund krónur.

 

Styrkupphæðir til hvers og eins sveitarfélags eru mjög misháar, allt frá rúmum fjórum milljónum króna og upp í yfir 100 milljónir og markast af fjölda staða sem tengja á og umfangi verkefnisins. Kjósarhreppur  er mjög heppinn að fá að vera með í þessu verkefni og fékk að þessu sinni  úthlutað átta miljónum króna  vegna ársins 2016. Áætlaður kostnaður vegna lagningu ljósleiðara um sveitarfélagið er um 100-120 miljónir króna.

 

meira...

19. apríl 2016

Hitaveitu fréttir

  Hitaveituverkefnið þokast áfram jafnt og þétt.

Það er gaman að finna þann mikla áhuga sem íbúar og sumarhúsaeigendur hafa á verkefninu, margir eru óragir við að senda inn fyrirspurnir og vilja fá daglegar hitaveitufréttir!

 

 Því miður þurfti að hafna öllum vinnu-tilboðum og í kjölfarið hefur farið  talsverður tími í að semja sérstaklega varðandi hvern verkhluta fyrir sig. Í næstu viku er gert ráð fyrir að gengið verði frá formlegri undirritun við þá verktaka sem sjá munu um jarðvinnuna. Einnig á eftir að fara með aðila á vegum Fornleifastofnunar yfir lagnaleiðina. Þá er eftir að klára samningagerð við landeigendur þar sem hitaveitulögnin verður lögð.

Fyrirhugaðri "fyrstu skóflustungu" sem átti að vera á Sumardaginn fyrsta er því frestað um sinn, betra að allt sé klárt og undirskrifað áður en hafist er handa við að grafa.  

 

Sl. föstudag fóru fulltrúar Kjósarhrepps á fund með Gagnaveitu Reykjavíkur til að ganga frá samkomulagi varðandi aðkomu Gagnaveitunnar varðandi rekstur ljósleiðara í Kjósarhreppi. Næst þurfa aðilar frá Gagnaveitunni og Kjósarhreppi  að funda með Póst- og fjarskiptastofnun til  að kynna fyrirkomulagið og fá umsögn þeirra.

 

Vinna við verkefnið er á fullri ferð en eins og vitað var þá hægir aðeins á ferðinni á meðan farið er í gegnum reglugerðarskóginn, en eins og alltaf þá leitast stjórn Kjósarveitna eftir því að fremsta megni að fara eftir settum reglum og framkvæma ekki án leyfis.

 

Það mjatlast inn svör en betur má ef duga skal, enn eiga 35% sumarhúsaeigenda eftir að svara. Verkáætlun tekur mið af áhuga á hverju svæði fyrir sig. Því er nauðsynlegt að láta strax heyra í sér, bæði hvort það er áhugi á að tengjast eða ekki.

Þar sem lítil þátttaka er, þá er hætt við að ekki verði hægt að veita þeim sem vilja tengjast ásættanlega afhendingu á heita vatninu og framkvæmdum á því svæði frestað - þannig að hvert hús skiptir máli !

 

Þrátt fyrir að formlegri "skóflustungu" sé frestað að hálfu Kjósarveitna þá er síður en svo að framkvæmdum sé frestað innansveitar. Má segja að fyrstu skóflustungurnar sé þegar búið að taka hjá Ferðaþjónustunni að Eyrarkoti eins og meðfylgjandi myndir sýna. Bergþóra og Sigurbjörn voru meðal þeirra fyrstu sem skiluðu inn skuldbindandi þátttöku. Þau bíða spennt eftir hitaveitunni og hlakka til að geta boðið gestum sínum í heita pottinn !

 

 

 

 

 

 

meira...

15. apríl 2016

Aðalfundur félags sumarbústaðaeigenda við Meðalfellsvatn

 

AÐALFUNDUR FÉLAGS SUMARBÚSTAÐAEIGENDA VIÐ MEÐALFELLSVATN - 2016
 
Laugardaginn  30. apríl  2016 kl. 14:00
verður aðalfundur FSM haldinn

að Hjalla í Kjós.

 

Venjuleg aðalfundamál.

 

Kosið verður um nýjan stjórnarmann.



ALLIR VELKOMNIR,

SÉRSTAKLEGA BJÓÐUM VIÐ NÝJA EIGENDUR SUMARBÚSTAÐA VIÐ VATNIÐ VELKOMNA

 

STJÓRNIN 

 

Fundarboð til að prenta út HÉR

 

 

meira...

13. apríl 2016

Íbúafundur um hitaveitumál

 

Stjórn Kjósarveitna minnir á fund með

íbúum Kjósarhrepps varðandi hitaveitumál,


í Félagsgarði í kvöld,

miðvikudagskvöld 13. apríl, kl. 20:00.

 

Fundarboð áður sent með tölvupósti til íbúa sem eru nettengdir, sl. föstudag og keyrt út sl. laugardag til hinna.

Þeir íbúar sem ekki fengu tölvupóst eru beðnir um að hafa sambandi við skrifstofuna, s: 566-7100.

 

Fundurinn er sérstaklega ætlaður þeim íbúum sem eru á fyrirhuguðu hitaveitusvæði Kjósarveitna og njóta niðurgreiðslna á rafmagni til húshitunar.

 

Dagskrá fundarins:
1. Staðan á verkefninu. Þátttaka og verkplan kynnt.
2. Nýr rekstrarstjóri, Kjartan Ólafsson kynnir sig.
3. Ljósleiðari. Aðilar frá Gagnaveitu Reykjavíkur koma og kynna þjónustuna.
4. Niðurgreiðslur. Kynning og umræða.
5. Gjaldskrá og greiðsla heimæðargjalds (tengigjalds).
Kynning og umræða. Framkvæmdalán á sérkjörum hjá Arion banka kynnt.
6. Samningur við landeigendur varðandi lögn stofnæðar í gegnum land þeirra. Kynning og umræða.
7. Tengingar útihúsa og frágangur á affalli.

 

Stjórn Kjósarveitna

 


 

meira...

12. apríl 2016

Sorphirðu frestað

Sorphirðu í Kjósinni frestað til föstudags vegna veikinda. 

meira...

8. apríl 2016

Forsetaframbjóðandi heimsækir Kjósina

 Einn frambjóðenda til embættis forseta Íslands, Hrannar Pétursson, verður gestur á heimili þeirra hjóna Rebekku Kristjánsdóttur og Magnúsar I Kristmannssonar, að Stekkjarhóli í Kjós, laugardaginn 9. apríl n.k.


Af því tilefni bjóða hjónin í kaffi og kleinur milli kl. 12 og 14.

Heimboðið er fyrir alla þá er vilja spjalla um forsetakosningarnar framundan, kjörið tækifæri til að hitta Hrannar, eiga spjall við hann um hans helstu stefnumál og framtíðarsýn.

Rebekka og Magnús verða að sjálfsögðu á staðnum og vonast til að sjá sem flesta að Stekkjarhóli.

Allir hjartanlega velkomnir.

 

http://hrannarpetursson.is/

 

meira...

4. apríl 2016

Járninganámskeið

 

Hmf. Adam ætlar að vera með járninganámskeið laugardaginn 16. apríl, í hesthúsinu á Klörustöðum í Kjós.  Námskeiðið er verklegt og geta nemendur komið með sinn hest.  Kennari er Erlendur Árnason járningameistari.  Verð 7000 kr.  Skráning og frekari uppl. sendist á netfangið 8995282@gmail.com

meira...

4. apríl 2016

Árshátíð Hestamannafélagsins Adams í Kjós

 

Stjórn Hestamannafélagsins Adams hefur ákveðið að halda fyrstu árshátíð félagsins laugardaginn 16. apríl næstkomandi í húsi veiðifélagsins við Laxá í Kjós.  Húsið verður opnað fyrir árshátíðargesti kl. 19:30 en áætlað er að borðhald hefjist um kl. 20:30.

 

Framreiddur matur verður glæsilegt smáréttahlaðborð á vegum Vignis Kristjánssonar meistarakokks hjá Veislugarði.  Árshátíðargestir taka með sér öll þau drykkjarföng sem ætlað er að torga, fyrir mat, með mat og eftir mat.

 

Veislustjóri og ræðumaður kvöldsins verður hinn kunni hestamaður Erling Sigurðsson frá Lauganesi eða Elli Sig eins og flestir þekkja hann.   Elli þjálfaði Adam frá Meðalfelli og mun eflaust segja sögur af kynnum hans og Adams og slá á aðra léttari strengi.

 

Miðaverð fyrir hvern árshátíðargest er kr. 6.500,- en pantanir á miðum óskast gerðar í netfangið odinn@fulltingi.is eða flekkudalur@gmail.com.  Pantanir á miðum þurfa að berast í síðasta lagi þriðjudagskvöldið12. apríl næstkomandi en í framhaldi af pöntun á miðum verða veittar upplýsingar í tölvupósti með hvaða hætti greiða má fyrir miðana.  Greiðsla fyrir miða þarf að berast inná tilkynntan bankareikning fyrir miðvikudaginn 15. apríl næstkomandi.

Stjórn Hestamannafélagsins Adams

 

meira...

1. apríl 2016

Bókasafnskvöld 6. apríl.

 

Guðríður Helgadóttir, garðyrkjufræðingur eða Gurrý eins og við þekkjum hana úr sjónvarpinu verður með fyrirlestur á bókasafnskvöldi, miðvikudagskvöldið 6. apríl  í Ásgarði,  kl. 20:00.

Hún mun leiðbeina við ræktun kryddjurta  og annara matjurta. Það getur margborgað sig að rækta sínar eigin grænmetis og  kryddjurtir.

 

Fátt er til dæmis betra en fersk minta út í sumardrykkinn eða glænýtt blóðberg með lambalærinu.

 

Allir velkomnir og veitingar í boði að hætti bókverju.

meira...

30. mars 2016

Bókasafnið opið í kvöld

Bókasafnið í Ásgarði verður opið í kvöld frá kl 20:00-22:00. Bókverjan hvetur fólk til að koma og ná sér í góða og spennandi bók. Alltaf heitt á könnunni.

meira...