Kjósarhreppur - Myndir

Fréttir

16. febrúar 2017

Ályktanir aðalfundar Umhverfisvaktarinnar við Hvalfjörð

 

   HÉR má lesa ályktanir aðalfundar Umhverfisvaktarinnar við Hvalfjörð.

Í þeim felast baráttumál og helstu verkefni þeirra.  

meira...

10. febrúar 2017

Bókasafnið opið og leikfimin byrjar

 

Bókasafnið verður opið næsta miðvikudagskvöld þann 15. febrúar kl 20:00. Þeir sem eru búnir að vera með bækur lengi og búnir að lesa eru vinsamlegast beðnir að koma þeim í Ásgarð þetta kvöld.

Fulltrúar rannsóknarverkefnisins Landslag og þátttaka verða á staðnum til að svara spurningum um verkefnið og þátttöku íbúa í því.

 

 

Leikfimin byrjar í Félagsgarði, mánudagskvöldið 20. febrúar kl 20:00 og verður tvisvar í viku, næstu sex vikurnar. Allir velkomnir. Áhugasamir hafi samband á netfangið gudny@kjos.is  

meira...

8. febrúar 2017

Gámaplanið lokað í dag

 

    Endurvinnsluplan Kjósarhrepps verður lokað í dag vegna veðurs.

Mikill hvellur á að ganga yfir í dag, miðvikudag 8. febrúar

 

Vonandi gengur ekki eins mikið á í veðrinu og í mars 2015, þegar Kjósin var á fljúgandi ferð meira og minna.

 

Þar á meðal vinnuhúsnæði starfsmanns á planinu, eins og meðfylgjandi mynd sýnir sem var tekin 14. mars 2015.

 

 

meira...

2. febrúar 2017

Kórastarf og kvöldmessa

 Kvöldmessa í Reynivallakirkju

sunnudaginn 5. febrúar kl.20.

 

Íhugunar- og friðarstund í kvöldkyrrðinni þar sem rólegir og einfaldir Taize sálmar verða sungnir.

 

Altarisganga fer fram.

Organisti er Guðmundur Ómar Óskarsson

 

Verið hjartanlega velkomin. 

Sr. Arna Grétarsdóttir, sóknarprestur

 

 

Í kvöld verður kynning á hugmynd að blönduðum kór Reynivallaprestakalls og kóræfing í kjölfarið í Brautarholtskirkju, kl. 20 - í kvöld fimmtudag 2. febrúar.

 

Vissir þú að margar rannsóknir sýna fram á að söngur hefur jákvæð áhrif á heilsu og heila. Bætir skapið, minnkar stress og stuðlar að góðum vináttusamböndum. Söngur eflir einnig sjálfstraustið og hefur jákvæð áhrif á kvíða og þunglyndi.


Viltu vera með í kór? Verið er að stofna blandaðan kór Reynivallaprestakalls og eru söngelskir Kjalnesingar og Kjósverjar hvattir til að mæta sem og aðrir áhugasamir.
Guðmundur Ómar Óskarsson organistinn okkar er stjórnandi kórsins.
Stefnt er að því að hafa tvær æfingar í mánuði, aðra í Reynivallakirkju og hina í Brautarholtskirkju.
 
Við hlökkum til að sjá þig
Ómar og Arna

 

 

meira...

31. janúar 2017

Heitt vatn farið að renna um stofnlagnir

 

 Heitu vatni var hleypt á stofnlögnina fyrir helgi.

Fyrst niður að Hjarðarholti, síðan niður að Felli og er nú komið alla leið niður að Hvalfirði. Úthleyping er við Brandslæk, rétt hjá Bolaklettum.

Þetta er fyrsti áfangi í lagninu dreifikerfis Kjósarveitna.

 

Þegar prófunum og eftirliti er lokið verður byrjað að hleypa inn á hliðaræðar kerfisbundið í samráði við væntanlega notendur.

 

Forsvarsmenn Logstor A/S í Danmörku, þeir Christian og Sören, komu í heimsókn á dögunum til að fylgjast með, enda lagnaefnið keypt af þeim. Þeir dáðust mjög að handverki  djúpdælunnar sem er hönnuð og smíðuð hjá Íslenskri jarðhitatækni ehf., undir stjórn Árna Gunnarssonar, vélaverkfræðings. Djúpdælan kom í 40 hlutum og nær 120 metra niður í jörðina.

 

Mikill gestagangur hefur verið í stöðvarhúsi hitaveitunnar að undanförnu enda menn spenntir að nær 30 ára draumur um heitt vatn í Kjósinni sé að rætast. 

 

Með hlýjum kveðjum

Sigríður Klara, framkvæmdastjóri, sigridur@kjos.is

Kjartan, rekstrarstjóri, kjartan@kjos.is

 

 

Dælupörin í stöðvarhúsinu.

Stærri dælurnar sjá um legginn niður

að Hvalfirði. Minna parið mun sjá um

legginn austur í Norðurnes,

að Fremra Hálsi og Hækingsdal.

Rennslismælir fyrir dreifikerfið

um byggðina við Meðalfellssvatn

og áfram niður að sjó.

 Hafás ehf vinnur að tengingu á varaafl-

stöðinni í samvinnu við Rafdreifingu ehf

Gísli á Meðalfelli fylgist spenntur með.

Hér má sjá

fremsta hluta

djúpdælunnar 

á leið niður.

Christian og efsti

hluti djúpdælunnar

(mótorinn).

   Kjartan fer yfir málin með Sören
   og sýnir varadæluna.

meira...

27. janúar 2017

Endurskoðun aðalskipulags Kjósarhrepps

 

Lýsing á endurskoðun aðalskipulags Kjósarhrepps 2017-2028.

 

Sveitarstjórn Kjósarhrepps  auglýsir samkvæmt 30.gr. skipulagslaga nr. 123/2010 lýsingu  er varðar endurskoðun Aðalskipulags Kjósarhrepps 2005-2017.

Lýsingargögn  verða kynnt íbúum sveitarfélagsins og öðrum hagsmunaaðilum þann 8. og 15. febrúar 2017  á skrifstofum Kjósarhrepps á milli  kl. 13-18 í Ásgarði. 

Gögnin má skoða  HÉR 

Ábendingar við efni lýsingarinnar skal skila til Jóns E Guðmundssonar skipulagsfulltrúa fyrir 1. mars 2017 á skrifstofu sveitarfélagsins eða á jon@kjos.is.

 

meira...

23. janúar 2017

Kjósarveitur, reglugerð og gjaldskrá staðfest

 


Reglugerð Kjósarveitna ehf og gjaldskrá birtust í Stjórnartíðindum föstudaginn 20. janúar sl.

og hafa þar með öðlast gildi.

 

Reglugerð nr. 27/2017  - prentvæn útgáfa HÉR

 

Gjaldskrá nr. 28/2017 -  prentvæn útgáfa HÉR

 

 

meira...

16. janúar 2017

Tilkynning frá RARIK


  Raforkunotendur Kjós frá Eyrarkoti að Hvammsvík og

við Meðalfellsvatn að Stíflisdal,

rafmagnslaust verður á morgun,

þriðjudag 17. janúar kl: 13.00 til 15.00 

 vegna vinnu við háspennudreifikerfið.

Verið er að tengja stöðvarhús Kjósarveitna.

 

Rarik biðst velvirðingar á óþægindum sem af þessu stafa.

Bilanasími 5289390


Bilanavakt Vesturlandi
Simi: 528 9390
bilanavakt.vesturlandi@rarik.is

 

meira...

13. janúar 2017

ÞORRABLÓT 2017

 

Laugardaginn 21. janúar kl. 20:30,

verður haldið hið árlega þorrablót

Kvenfélags Kjósarhrepps í Félagsgarði.

Húsið opnar kl. 20:00. Aldurstakmark er 18 ár.

Miðaverð: 8.000 kr 

 

Kvenfélagskonur munu sjá sjálfar um matinn þetta árið, auk þess að sjá sjálfar um öll skemmtiatriði (eins og alltaf).

 

Hljómsveitin Meginstreymi mun hins vegar sjá um fjörið á dansgólfinu.

Barinn BarBacchus verður opinn. Sanngjarnt verð og sérstakt tilboð á rammíslenska kokteilnum Fenrisbláma.

Ekki hleypt inn í húsið eftir matinn.

 

Miðapantanir miðvikudagin 18. janúar í síma 566-7028 (Káranes),

frá kl. 15:30-18:00

Miðar vera afhentir í Félagsgarði á föstudeginum 20. janúar,

milli kl. 16 og 18. Posi á staðnum.

Vinsamlega nálgist miðana á auglýstum stað og stund.

 

Hlökkum til að sjá ykkur

Kvenfélag Kjósarhrepps

 

 

 

Söngtríóið

Women in Red

frumflytur heitasta lagið

Hverjir sleppa þetta árið

frá því lenda í hinum

alræmda annáli ??

Sleppur Bíbí á Þúfu ? Sleppur Guðný sveitarstjóri?
Sleppur Kiddi á Neðra Hálsi ? Fær Guðmundur oddviti að vera með?

 

 

 

meira...

13. janúar 2017

Skipulags- og byggingarfulltrúi Kjósarhrepps

 

Skipulags- og byggingarfulltrúi Kjósarhrepps, Jón E. Guðmundsson verður framvegis við á miðvikudögum frá kl 09:30-17:00 .

meira...

13. janúar 2017

Folaldasýning Adams-úrslit

 

Hestamannafélagið Adam í Kjós hélt fyrsta almenna hestaviðburð ársins hér á landi þann 7. janúar 2017, þegar árleg folaldasýning félagsins fór fram í Miðdal í Kjós.  Eins og undanfarin ár voru fengnir til dómstarfa þeir Þorvaldur Kristjánsson, ábyrgðarmaður í hrossarækt, og Magnús Benediktsson, framkvæmdastjóri Spretts, sem er kunnur hesta- og veitingamaður.

 

Á sýninguna mættu með folöld sín hrossaræktendur í Kjósinni og góðkunnir hrossaræktendur úr nágrannasveitarfélögum.   Verðlaunað var fyrir fyrstu þrjú sæti í flokki hestfolalda og flokki merfolalda og dæmt var um glæsilegasta folald sýningarinnar í eigu félagsmanns í Adam.   Fjöldi gesta mætti á sýninguna, sem fór fram í frábærri aðstöðu hjá Miðdalshjónunum Svönu og Guðmundi.

 

Úrslit sýningarinnar voru þessi:

Merfolöld:

1.         Skör frá Kelduholti.   Móðir:  Gáta frá Hrafnsstöðum.  Faðir:  Skaginn frá Skipaskaga.

  Eigendur og ræktendur:  Stella Björg Kristinsdóttir og Sigurður Helgi Ólafsson.

2.         Fylla frá Flekkudal.  Móðir:  Æsa frá Flekkudal.  Faðir:  Spuni frá Vesturkoti.

  Eigandi og ræktandi:   Guðný G. Ívarsdóttir.

3.         Hrönn frá Kelduholti.  Móðir:  Þórunn frá Kjalarlandi.  Faðir:  Hrynur frá Hrísdal.

  Eigendur og ræktendur:   Stella Björg Kristinsdóttir og Sigurður Helgi Ólafsson.

 

 

Hestfolöld:

1.         Fýr frá Flekkudal.  Móðir:  Lögg frá Flekkudal.  Faðir:  Konsert frá Hofi.

  Eigandi og ræktandi:   Guðný G. Ívarsdóttir.

2.         Franz frá Meðalfelli.  Móðir:  Fálkadrottning frá Meðalfelli:  Faðir:  Kaldi frá Meðalfelli.

  Eigendur og ræktendur:  Sigurbjörg Ólafsdóttir og Sigurþór Gíslason.

3.         Klaki frá Miðsitju.  Móðir:  Kotra frá Flekkudal.  Faðir:  Þristur frá Feti.

  Eigendur og ræktendur:   Miðsitja ehf. (Ása Hreggviðsdóttir, Ingunn Guðmundsdóttir, Birgir  

  Birgisson og Magnús Andrésson).

Glæsilegasta folald sýningarinnar í eigu félgagsmanns í Adam var Æsu og Spunadóttirin Fylla frá Flekkudal, sem er í eigu Guðnýjar í Flekkudal, en hún ræktaði einnig hryssuna og gaf henni nafn.

 

 

meira...

10. janúar 2017

Plasgámar losaðir á föstudaginn

 

Plastgámar verða losaðir á föstudaginn 13. janúar.

meira...

6. janúar 2017

Tilkynning vegna sorphirðu

 

Vegna veikinda og manneklu var ekki sorphirða í Kjósinni í gær eins og átti að vera.

Gámaþjónustan beðst velvirðingar á óþægindunum sem þessu fylgir

og lofar sorphirðu um helgina.

Grænar tunnur verða tæmdar.

 

 

 

 

meira...

30. desember 2016

Þrettándafagnaður í Félagsgarði

 

Jólin verða kvödd  í Félagsgarði föstudagskvöldið 6. janúar á þrettánda degi jóla og hefst kl 19:00.   Dagskráin verður með venjubundum hætti.

 

Fyrst verður gengið í kringum jólatréð, sungið og síðasti jólasveinninn kemur og kveður með tilheyrandi.

Eftir það verður kveikt í brennunni um kl 20:00. 

Flugeldasýning í flugumynd og fer ekki hátt. 

Að lokum verður boðið upp á heitt súkkulaði og kaffi í Félagsgarði. 

 

Gestir eru vinsamlegast beðnir um að koma með jólamatarafganga til að setja á sameiginlegt veisluborð en oft hefur verið mikið um dýrðir á þrettándanum.   Þá á að ljúka við allan jólamat og drykk.

 

Til að lífga upp á er fólk kvatt til að koma í búningum t.d. sem  álfakóngar, drottningar, púkar eða  vættir.

 

Kjósarhreppur, kvenfélagið og ungmennafélagið. 

meira...

28. desember 2016

Nýárskveðja frá Kjósarveitum

 

Athafnasvæði Kjósarveitna að Möðruvöllum.

Frá vinstri: Borholuhús (yfir holu MV-19), loftskiljan og stöðvarhúsið.

Húsin og skiljan verða síðan klædd með álklæðningu í gráum lit.

 

Kjósarveitur senda núverandi og verðandi viðskiptavinum sínar bestu óskir um hlýleg komandi ár.

 

Það er helst að frétta að í janúar 2017 verður heitu vatni hleypt á fyrsta áfangann sem nær frá holunum á Möðruvöllum, um Meðalfellsvatn, niður að Hvalfirði að Eyrarkoti og Bolaklettum, ásamt dæluhúsi á Hjarðarholti, inn að Eyrum og neðri-Hlíð (frístundahúsasvæðinu Valshamri) og að Eilífsdal. 
Á þessum legg er búið að leggja heimæðar að 204 frístundahúsum og 39 íbúðarhúsum. Því miður þarf að fresta tengingum við 9 frístundahús fram á næsta ár en vonandi vorar snemma.
Nánari dagsetning formlegrar áhleypingar verður auglýst síðar.

 

Fyrsti mælirinn er kominn upp og var það hjá þeim Sigurði og Steinunni í Stangarholti.

Þeir íbúar og frístundahúsaeigendur, sem verða tilbúnir að taka inn heita vatnið um leið og það kemur, vinsamlega setji sig í samband við Kjósarveitur, annað hvort við Sigríði Klöru (s: 566 7100, sigridur@kjos.is) eða Kjartan (GSM: 853 2112).
 
Loftskiljan kom mánudaginn 19. des, hún var smíðuð í Skagafirðinum og þurfti að sæta lagi á milli lægða að koma með hana suður í lögreglufylgd.
Skagfirðingarnir lögðu af stað um miðnætti, voru mættir í Kjósina um miðjar morgunmjaltir og farnir heim aftur eftir að hafa þegið hádegismat í Ásgarði.
Fyrir þá sem hafa áhuga á að vita þá er vatninu úr þessum tveimur borholum sveitarinnar blandað saman í lofskiljunni í réttu hlutfalli og afloftað áður en það fer inn á lagnirnar.

 

Unnið var frameftir á Þorláksmessu og störf hafin strax á annan dag jóla til að nýta stundirnar þegar veðrið róast.
Sérsmíðuð djúpdæla sem fer ofan í eldri holuna (MV-19) er væntanleg á næstu dögum, þegar veður leyfir. Búið er að smíða sérstakt borholuhús utan um þá holu með lúgu í þakinu sem djúpdælan er hífð niður um.
Vinna við uppsetningar  og tengingar á öðrum dælum í stöðvarhúsi og dæluhúsum er langt komin. Búið er að klára tengingar við nýrri holuna (MV-24, þessi með gufustrókinn).
Það eru mörg handtökin við lokafráganginn og mikilvægt að vanda sig, en þetta er allt að koma eins og meðfylgjandi myndir sýna.
Sem sagt þá er heildarframkvæmdin um það bil hálfnuð.
 
Mikið hefur verið spurt um pípulagningamenn og er því komin sér undirsíða hjá Kjósarveitum með lista yfir pípara og hin ýmsu tilboð - Píparar og tilboð
Þeir sem vilja koma sér eða sinni vöru á framfæri eru hvattir til að hafa samband í síma: 5667100 eða senda tölvupóst: kjosarveitur@kjos.is svo hægt sé að auglýsa fyrir viðkomandi.

 

Við þökkum frábærar móttökur og ekki síður skilning á því raski sem fylgir jafn viðamikilli framkvæmd og lagning hitaveitu ásamt ídráttarrörum fyrir ljósleiðara er, um sveitarfélagið.

 

Með hlýjum kveðjum

Sigríður Klara Árnadóttir
framkvæmdastjóri Kjósarveitna
Netfang: sigridur@kjos.is
sími: 566 7100
GSM: 841 0013

 


 

Byggingarnar stóðust úttekt.

F.v.: Hilmar húsasmíðameistari,

Jón Eiríkur byggingarfulltrúi og

Þeba Björt byggingarstjóri KV

Sigurður Guðmundsson,

Stangarholti, tekur á móti

fyrsta mælinum

Mælir - tilbúinn til tengingar Hemill - tilbúinn til tengingar

Það er ekki öfundsvert að

vinna utandyra í þessu tíðarfari.
Grafan nýtt til að halda niðri

suðutjaldinu og veita skjól

Suðumennirnir Birgir og Hlynur

voru fegnir að komast inn til að

sjóða saman smærri suður

Kjartan á fullu í eftirlitinu. Það

er eins gott að þrýstingsprófa

og lekaleita lagnirnar

Loftskiljunni komið fyrir á sökkul

sinn. Hún verður klædd

með álklæðningu síðar.

 

meira...

27. desember 2016

Folaldasýning Adams

 

Hestamannafélagið Adam í Kjós heldur árlega folaldasýningu sína þann 7.  janúar næstkomandi og hefst hún stundvíslega kl.  12:00.   Folaldasýningin verður nú haldin í Miðdal í Kjós en þar ráða húsum hrossaræktendurnir Svanborg Anna Magnúsdóttir og Guðmundur Davíðsson.

 

„Landskunnir“ dómarar dæma um gæði folalda og verður keppt í tveimur flokkum, merfolöld og hestfolöld.   Verðlaunað verður fyrir fyrstu þrjú sæti í hvorum flokki en jafnframt verður afhentur farandbikar fyrir  glæsilegasta folald sýningarinnar og verður það að vera í eigu Adamsfélaga.   Allir eru boðnir velkomnir til þátttöku, Adamsfélagar sem og aðrir hrossaræktendur.   

 

Við dómstörfin munu dómurum vera ókunnugt um foreldra og ræktendur þeirra folalda sem sýnd verða en allt verður upplýst þegar úrslit liggja fyrir.

 

Skráningagjald fyrir hvert folald er kr. 1.500,- og þarf að greiða skráningagjaldið með peningum til gjaldkera Adams við upphaf sýningarinnar.  Tilkynning um þátttöku þarf að berast fyrir kl. 24:00 að kvöldi fimmtudagsins 5. janúar 2017 en í tilkynningunni þarf að upplýsa nafn folalds, lit, nafn móður og nafn föður.   Tilkynningu um þátttöku skal senda með tölvupósti í odinn@fulltingi.isog/eða flekkudalur@gmail.com, middalur@emax.is.

 

Boðið verður uppá léttar veitingar á staðnum á hóflegu verði.  Þar sem ekki er tekið við greiðslukortum á sýningunni verður aðeins greitt fyrir veitingar með peningum.  Myndin er af Skugga-Sveini frá Þjóðólfshaga sem sigraði í flokki hestfolalda á folaldasýningu Adams 2011.  Skugga-Sveinn er nú hátt dæmdur 1. verðlauna graðhestur.

meira...

20. desember 2016

Skötuveislan í Félagsgarði

 

Skötuveislan árlega verður í Félagsgarði föstudaginn 23. desember og hefst kl 13:00.

Nauðsynlegt er að láta vita um þátttöku fyrir hádegi fimmtudaginn 22. des.  í s.5667100 á skrifstofutíma eða á netfangið gudny@kjos.is Verð er kr. 1500 á mann.

meira...

12. desember 2016

Upplestur í Ásgarði

 

Upplestur verður í Ásgarði  þriðjudagskvöldið 13. desember  kl 20:00 og verður lesið upp úr barna- og unglingabókum.                                                                                                                                                        Þeir sem koma og lesa upp úr bókum sínum eru þeir Gunnar Helgason með bók sína „Pabbi prófessor“  og Ævar Þór Benediktsson (Ævar vísindamaður) með sína bók “Þín eigin hrollvekja“                                                               

Börn og unglingar eru sérstaklega hvattir til að mæta og taka foreldrana með.

 

Heldri íbúum hreppsins er boðið í hádegisverð í Ásgarði á miðvikudaginn 14. desember  kl 12:00.

 

Um kvöldið verður aftur upplestur úr bókum en  Þá koma og lesa upp úr bókum sínum,  Óskar Magnússon með bók sína „Verjandinn“ og Andri Snær Magnason með sína bók „Sofðu ást mín“ Vigdís Grímsdóttir boðaði forföll.

 

Skötuveislan verður síðan í Félagsgarði  á Þorláksmessu kl 13:00 og kostar á mann kr. 1.500.-

meira...

9. desember 2016

Aðalfundur Sauðfjárræktarfélagsins í Kjós

 

Aðalfundur Sauðfjárræktarfélagsins í Kjós verður haldinn fimmtudag 15. desember 2016 kl. 16.00 í Ásgarði í Kjós. Á dagskrá eru hefðbundin aðalfundarstörf en að þeim loknum ætlar Sigurborg Hanna Sigurðardóttir, nýútskrifaður landbúnaðarfræðingur að halda fyrir okkur stutt erindi. Erindið fjallar um lokaverkefnið hennar sem er um litafjölbreytileika í íslensku sauðfé. Sigurborg Hanna flakkaði um allt Ísland á árinu 2015 og safnaði myndum af sauðfé til þess að kortleggja þá liti sem til eru í stofninum. Í kjölfarið setti hún fram hugmyndir að nýjum litaskráningarlykli til að auðvelda bændum litaskráningar í Fjárvís.

Dagskrá:

1.      Skýrsla stjórnar um unnin störf á árinu

2.      Ársreikningur lesinn upp til samþykktar

3.      Kosning stjórnar

4.      Önnur mál

5.      Erindi Sigurborgar Hönnu

Á fundinum verður boðið upp á kaffi og jólasmákökur J

 

Hlökkum til að sjá sem flesta.

Stjórn SF Kjós

 

meira...

7. desember 2016

Bókasafnið í næstu viku

 

 

Bókasafnið í Ásgarði verður opið tvö kvöld í næstu viku, fyrst  þriðjudagskvöldið 13. desember frá kl 20:00. Það kvöld verður lesið upp úr barna- og unglingabókum.

Þeir sem koma og lesa upp úr bókum sínum eru þeir Gunnar Helgason með bók sína „Pabbi prófessor“  og Ævar Þór Benediktsson (Ævar vísindamaður) með sína bók “Þín eigin hrollvekja“                                                               

Börn og unglingar eru sérstklega hvattir til að mæta og taka foreldrana með.

 

Seinna kvöldið er miðvikudagskvöldið 14. desember einnig frá kl 20:00. Þá koma og lesa upp úr bókum sínum,  Óskar Magnússon með bók sína „Vitnið“ og Vigdís Grímsdóttir  með sína „Elsku drauma mín“

 

Minni síðan á að safnið er einnig opið í kvöld 7. desember.

meira...

7. desember 2016

Aðventumarkaðurinn á laugardaginn

 

Aðventumarkaðurinn vinsæli verður í Félagsgarði, laugardaginn 10. desember frá kl 12:00 til 17:00. Matvara og handverk úr heimabyggð, heitt súkkulaði, rjómapönnukökur, nýbakaðar bollur og smákökur. Upplagt að taka daginn snemma og ná sér í tré á Fossá.

 

 

Allir hjartanlega velkomnir í Kjósina.

 

meira...

6. desember 2016

Bókasafnið opið á miðvikudaginn

 

Bókasafnið í Ásgarði verður opið miðvikudagskvöldið 7. desember frá kl 20-22. Fullt af nýjum bókum. Gott væri að þeir sem eru þegar með nýjar bækur að koma og skilað þeim til að aðrir geti notið

meira...

5. desember 2016

Skipulags-og byggingarfulltrúi Kjósarhrepps

Skipulags- og byggingarfulltrúinn Jón E Guðmundsson verður ekki við á skrifstofum Kjósarhrepps í dag, 5. desember. 

meira...

28. nóvember 2016

Viðburðir í Kjósinni í desember

 

HÉR má skoða hvað er  í boði á aðventunni í Kjósinni.

meira...

23. nóvember 2016

Aðventukvöld í Reynivallakirkju, kl. 20 á sunnudaginn

 

Aðventukvöld verður í Reynivallakirkju á fyrsta sunnudegi í aðventu,

27. nóvember nk, kl. 20:00.

 

Boðið verður upp á notaleg stund við aðventukrans og kertaljós.

Formaður sóknarnefndar, Sigríður Klara, flytur ávarp. Stúlknakór Varmárskóla syngur.

Falleg jólasaga lesin.

 

Sr. Arna Grétarsdóttir sóknarprestur flytur hátíðarræðu.

Organisti Guðmundur Ómar Óskarsson.

 

Heitt súkkulaði og piparkökur í kirkjunni.

 

Dagskrá Reynivallaprestakalls yfir jólahátíðina má finna HÉR

 

Verið velkomin til kirkju

Kærleikskveðja

Sr. Arna Grétarsdóttir, sóknarprestur 

 

meira...

22. nóvember 2016

Tilkynning frá MAST - haustskýrsluskilum frestað til 1. des

 

  Matvælastofnun vekur athygli á að frestur til að skila haustskýrslum hefur verið framlengdur til 1. desember næstkomandi.

Allir búfjáreigendur geta með auðveldum hætti gengið frá haustskýrslu í Bústofni. Aðgangur að Bústofni fæst með rafrænum skilríkjum eða kennitölu og Íslykli. 

 

Sjá nánar inn á: http://www.mast.is/frettaflokkar/frett/2016/11/21/Frestur-til-ad-skila-haustskyrslum-framlengdur/

 

Með kveðju

Matvælastofnun - MAST

 

meira...

15. nóvember 2016

Kynning á drögum að nýju aðalskipulagi Kjósarhrepps

 

Þriðjudaginn 1. nóvember var haldið opið hús um nýtt aðalskipulag Kjósarhrepps og voru þar kynntar áherslur við endurskoðun aðalskipulagsins og drög að flokkun landbúnaðarlands, sem unnin er samhliða aðalskipulagi. Kynningar af fundinum má finna hér og kynning á drögum á landbúnaðarlandi hér.

meira...

14. nóvember 2016

Auglýst eftir organista í Reynivallaprestakall

 

Sóknarnefndir Brautarholts- og Reynivallasókna Kjalarnessprófastsdæmi auglýsa eftir organista/tónlistarstjóra í 30% fasta stöðu við Reynivallaprestakall frá 1. janúar 2017.

 

Leitað er eftir einstaklingi sem:

- er tilbúinn til að byggja upp kórstarf í sóknunum

- hefur metnað fyrir tónlistarþætti helgihaldsins

- er tilbúinn í gott samstarf við sóknarprest  prestakallsins

Laun samkv. kjarasamningi organista hjá FÍH og launanefndar Þjóðkirkjunnar.

 

Umsóknir skulu sendar rafrænt til: bjorn@brautarholt.is

Umsóknarfrestur er til 15. desember n.k.

 

Allar upplýsingar um starfið gefa formenn sóknarnefndanna sem ráða munu í starfið:

Björn Jónsson formaður Brautarholtssóknar,

 bjorn@brautarholt.is gsm. 892 3042

Sigríður Klara Árnadóttir formaður Reynivallasóknar,

 sigridur@kjos.is gsm.841 0013

Einnig er hægt að hafa samband við sóknarprest sr. Örnu Grétarsdóttur arna.gretarsdottir@kirkjan.is

 

 

meira...