Kjósarhreppur - Myndir

Fréttir

29. september 2016

Staðan á hitaveitunni í september lok

 

Lagning hitaveitunnar geysist áfram.

Búið er að dreifa rörum niður að gatnamótum Hvalfjarðarvegar við Fell og verið að dreifa neðan Hvalfjarðarvegar að Harðbala og Holti. 

Stofnlögn komin í jörð við Blönduholt.

 

Frístundasvæðin í kringum Meðalfellsvatn klárast eitt af öðru.

Eyjafelli lokið. Árbraut og Ósbraut í lokafrágangi. Vinna hafin við Flekkudalsveg, Eyjatún og Eyjavík (austurhlutann).

 

Hér má finna uppfærða stöðu á verkinu, frá 28. september sl.

 

og hér má sjá myndband: http://www.kjos.is/pages/video_temp/

af því þegar hitaveitu- og ljósleiðararör eru plægð í góðan jarðveg.

 

Þrjú tilboð bárust í byggingu aðstöðu- og dæluhús, auk borholuhúsa.

Lægsta tilboðið átti H-verk ehf, 117% yfir kostnaðaráætlun og var gengið frá samningi við það fyrirtæki í vikunni.

Næst lægsta tilboðið átti Möndull ehf - verkfræðistofa, 139 % yfir kostnaðaráætlun.

Hæsta tilboðið átti Nýbyggð ehf eða 218% yfir kostnaðaráætlun.

 

Búið er að taka grunna upp við Möðruvelli, á aðal athafnasvæði hitaveitunnar og byrjað að slá upp sökklum. Byggingarstjóri Kjósarveitna er Þeba Björt Karlsdóttir, rafvirkja- og símsmíðameistari.

  

Kjósin hefur skartað sínu fegursta þetta haustið og verktakar haft á orði að það séu forréttindi að vinna á svona fallegum stað.

 

Gæfan hefur fylgt hitaveituverkefninu.

Hvorki alvarleg slys á fólki

né tjón á tækjum.

Lagnaleiðir eru misjafnar,

en alltaf fundin lausn.

Sökklum undir stöðvarhúsið slegið upp í haustblíðunni.

Pétur Heide Pétursson, hjá Arion banka,

kom í vettvangsferð í vikunni og var alsæll með stöðu verkefnisins.

meira...

20. september 2016

Rafmagnslaust aftur - miðvikudag 21.sept

Tilkynning          

 

Rafmagnslaust verður á morgun

miðvikudaginn 21 sept kl: 13.00 til 17.00

frá Bæ að Eyjatjörn og Meðalfelli vegna vinnu við háspennukerfið.

 

Rarik biðst velvirðingar á óþægindum sem af þessu stafa.

 

Bilanasími 5289390

 

meira...

19. september 2016

Afmælishátíð FSM þann 8. október 2016

 

Haldið verður upp á 50 ára afmæli  FSM(Félags sumarhúsaeigenda við Meðalfellsvatn) laugardaginn 8. október nk. Sjá nánar HÉR.

meira...

19. september 2016

Rafmagnslaust í Kjós - 20. sept, kl. 13-15

 

Bláu deplarnir sýna þá staði

sem rafmagn verður tekið af

 

Rafmagnslaust verður í stórum hluta Kjósarinnar á morgun,

þriðjudag 20. september, frá kl. 13:00-15:00

 vegna vinnu við háspennudreifikerfi.

 

Rafmagnslaust verður frá Eyrarkoti að Bæ, inn Laxárdalinn að Eyjatjörn ásamt strandlengjunni meðfram Hvalfirði um Hvammsvík og inn í Brynjudal.

 

Rarik biðst velvirðingar á óþægindum sem af þessu stafa.

Bilanasími: 528-9390

 

 

meira...

10. september 2016

Staðan á hitaveitulögninni

 

  Lagning hitaveitu- og ídráttarröra fyrir ljósleiðara gengur vel í Kjósinni.

 

Gröfutækni-verktakar eru komnir með frágengna stofnlögn niður að Hjarðarholti. Þar skiptist stofnlögnin í tvennt.

Annar leggurinn fer inn í Eilífsdal og mun síðan halda áfram á næsta ári alla leið niður að Kiðafelli.

Hinn leggurinn heldur áfram niður að Felli, Lækjarbraut, Miðbúð, Bolaklettum o.s.frv. við Hvalfjörð, sá leggur verður kláraður á þessu ári. Búið að er dreifa rörum niður að Blönduholti.

 

MIJ-verktakar eru búnir með þann hluta af sumarhúsasvæðinu inn í Valshamri (Eilífsdal), sem verður lagt í á þessu ári. Nú eru þeir að vinna í Eyjafellinu og farnir að undirbúa komu sína í Árbraut og Ósbraut.

 

Hér má sjá stöðuna á verkinu 6. september sl.  (Fjólubláa línan sýnir það sem búið er. Gula lína sýnir hvar verktakar eru staddir þessa dagana).

 

Nánar um verkstöðu á hverjum tíma og verkáætlanir verður hægt að finna undir flipanum KJÓSARVEITUR EHF ->  Verkstaða- og áætlun

 

Gröfutækni ehf sér um heimæðar að bæjum, íbúðarhúsum og stöku frístundarhúsum.
Verkáætlun þeirra fyrir 2016 er HÉR

 

Magnús Ingberg Jónsson ehf - MIJ ehf, sér um lagnir í sumarhúsahverfunum.

Verkáætlun þeirra fyrir 2016 er HÉR

 

Að gefnu tilefni er mikilvægt að þeir sem ætla að fá tengingu hafi samband við Kjósarveitur ÁÐUR en lagningu er lokið á þeirra svæði.

Umsóknareyðublaðið er að finna HÉR.

  Eyðublaðið er hægt að fylla út og senda til baka í tölvupósti á kjosarveitur@kjos.is

 

Nokkuð hefur borið á því að fólk vilji breyta fyrri ákvörðun,  vilji vera með þegar verktakarnir er nánast búnir í þeirra hverfi eða jafnvel farnir af svæðinu. Það fylgir heilmikið umstang hjá verktökum að færa sig milli svæða, ekki eins einfalt og sumir halda "að snara fram einni heimæð" eftirá.

Því miður, í flestum tilvikum, þá verður viðkomandi að bíða þar til heildarverkinu er lokið, þar sem verktakar hafa skuldbundið sig til að standa við sínar verkáætlanir.

 

Gert er ráð fyrir að skoða framhaldið eftir umsamin verklok í nóv 2017.

Það er því um að gera að láta vita af sér sem fyrst, til að missa ekki af lestinni og hagstæðustu verðunum.

 

Með hlýjum kveðjum og von um áframhaldandi góða samvinnu

 

Kjósarveitur - kjosarveitur@kjos.is - s: 566-7100

Sigríður Klara, framkvæmdastjóri - sigridur@kjos.is -  GSM: 841-0013

Kjartan, rekstrarstjóri - kjartan@kjos.is - GSM: 853-2112

 

 

 

 

 

meira...

7. september 2016

Tekið á móti nýjum sóknarpresti Reynivallaprestakalls

 

   Innsetningarmessan verður í Reynivallakirkju,

sunnudaginn 11. september kl.14.
Sr. Þórhildur Ólafs prófastur í Kjalarnesprófastsdæmi mun setja

sr. Örnu Grétarsdóttur inn í embætti sóknarprests Reynivallaprestakalls við hátíðlega athöfn.
Það er venja þegar nýr prestur tekur við í söfnuði að haldin er sérstök messa þar sem prestur er boðinn velkominn, beðið er fyrir störfum nýja prestsins, fyrir söfnuðinum og þá sérstaklega fyrir samstarfi prests og safnaðarfólks.

 

Sigríður Klara Árnadóttir, formaður Reynivallasóknar og

Björn Jónsson, formaður Brautarholtssóknar lesa ritningarlestra.
Félagar úr Karlakór Kjalnesinga leiðir sálmasöng.

Organisti er Guðmundur Ómar Óskarsson.

 

Kaffisamsæti eftir messu í Hlöðunni á Hjalla í Kjós hjá Hermanni og Birnu.

 

Við hlökkum til að sjá ykkur sem flest.


Sóknarnefndir Reynivalla – og Brautarholtssóknar

og sóknarprestur

 

 

 Þrjár kirkjur tilheyra Reynivallaprestakalli 

Brautarholtskirkja Kjalarnesi Saurbæjarkirkja Kjalarnesi Reynivallakirkja Kjós

meira...

26. ágúst 2016

Leiðtoga-messa í Reynivallakirkju 4. september kl. 11


 

Þátttakendur Leiðtoganámskeiðs í Vindáshlíð og Karlaflokki Vatnaskógar munu mæta í sérstaka leiðtogamessu í Reynivallakirkju

sunnudaginn 4. september n.k., kl. 11:00


Eftir vinnusama og lærdómsfulla helgi er safnast saman til helgihalds og uppbyggingar sem gefur kraft inn í þjónustu- og leiðtogastörf vetrarins.


Sr. Arna Grétarsdóttir predikar og þjónar fyrir altari.
 
Að sjálfsögðu eru öll þau hjartanlega velkomin

sem þiggja vilja og leið eiga hjá. 

 

Arna Grétarsdóttir
Sóknarprestur Reynivallaprestakalls
Reynivellir - Kjós
276 Mosfellsbær
Sími: 865 2105
arna.gretarsdottir@kirkjan.is

 

 

 

meira...

25. ágúst 2016

Fjallskilaboð í Kjósarhreppi 2016

 

Fjallskil til lögrétta í Kjósarhreppi á þessu hausti verða á eftirtöldum  dögum í Kjósarrétt.

 

1.   rétt verður sunnudaginn  18. september kl. 15:00

2.   rétt verður sunnudaginn  9. október kl. 15:00

 

meira...

5. ágúst 2016

Hitaveitan sendir út fyrstu reikningana

  

 Þessa dagana eru að koma greiðsluseðlar fyrir stofngjöld heimæða sem verða lagðar á þessu ári, 2016.

Þ.e. lagnaleiðin frá Möðruvöllum, um Meðalfellsvatn niður að Hvalfirði. Auk hluta af sumarhúsasvæðinu Valshamri inn í Eilífsdal.

 

Gjalddagi: 15. ágúst 2016

Eindagi: 10. október 2016

 

 

Þeir sem eru á umræddu svæði, en ekki búnir að sækja um eru hvattir til að gera það sem fyrst til að ná að vera með.

Umsókn og nánari upplýsingar er að finna inn á http://kjos.is/kjosarveitur-ehf/eydublod-og-skjol/

 

Heitu vatni verður hleypt á þennan hluta um áramótin.

 

Gröfutækni-verktakar eru komnir með stofnlögnina niður að Flekkudal voru að þvera Flekkudalsána í fyrradag.

MIJ-verktakar er búnir með svæðið við Hjarðarholt og eru nú að vinna inn á Valshamarssvæðinu, Eyrum og Neðri-Hlíð (Hlíð 1-22).

 

Gjald fyrir notkun verður, eins og áður hefur komið fram, ekki rukkað fyrr en búið er að tengja eignina og eigandi tilbúinn að skrúfa frá heita vatninu.

 

Krafan á að vera komin í heimabanka og greiðsluseðill á pappír á að berast með Póstinum strax eftir helgi.

Ef einhver saknar þess að fá ekki greiðsluseðil, eða eitthvað er ranglega skráð þá vinsamlega hafið samband við Kjósarveitur, kjosarveitur@kjos.is, s: 566-7100

 

Hér eru hin ýmsu tilboð sem viðskiptavinum Kjósarveitna standa til boða

 

ARION BANKI- fjármögnunartilboð

 BYKO

 HÚSASMIÐJAN

 ÍSRÖR

 OFNASMIÐJA REYKJAVÍKUR

 

Með hlýjum kveðjum

Sigríður Klara Árnadóttir

framkvæmdastjóri KV

 

 

meira...

4. ágúst 2016

Frá hestamannafélaginu Adam

 

Laxárbakkar

 

Þá er komið að 3. reiðtúr hmf. Adams þetta árið, laugardaginn 6. ágúst n.k.

Ákveðið hefur verið að ríða frá Meðalfelli upp Laxárbakka og niður aftur og enda í grilli á Meðalfelli.

Við ætlum að mæta að Meðalfelli kl. 13:00 og leggja af stað fljótlega uppúr því og áætlum að vera komin til baka ca. kl. 17:00.

Verð í grill: 2.500 kr. og greiðist á staðnum.(ath. ekki posi á staðnum).

Skráningar óskast sendar á netfangið: 8995282@gmail.com

fyrir kl. 13:00, föstudaginn 5. ágúst.

 

Hmf. Adam

meira...

29. júlí 2016

Verslunarmannahelgin á Kaffi Kjós

 

Fjölskylduskemmtun á Kaffi Kjós. Mikil dagskrá og hana má skoða HÉR

meira...

22. júlí 2016

Messa að Reynivöllum 31. júlí kl 14 - hestamessa

 

Sunnudaginn 31. júlí kl. 14 verður messa í Reynivallakirkja.

Þá verður endurvakin svokölluð "hestamessa", þar sem messugestir eru hvattir til að koma ríðandi til guðþjónustu.

Nýi sóknarpresturinn, sr. Arna Grétarsdóttir þjónar fyrir altari.

 

Að guðþjónustu lokinni bjóða sr. Arna og fjölskylda, messugestum í kaffi, í fallega garðinum við Reynivelli.


Allir eru hjartanlega velkomnir.

 

meira...

18. júlí 2016

Járnmaðurinn í Kjósinni.

 

Járnmaðurinn verður haldinn í Kjósinni laugardaginn 23. júlí 2016 og hefst kl 10:00 um morguninn. Búist við að þeir fyrstu komi í mark eftir rúma fjóra tíma og þeir síðustu skili sér eftir sjö klukkutíma.

 

Fyrirmyndin er Ironmannkeppnin og er keppt í þríþraut. Vegalengdin var svokölluð hálf vegalengd, eða  sund 1,9 km, hjól 90 km og hlaup 21 km. Byrjunarreiturinn er við Meðalfell.  Fyrst verður synt  í Meðalfellsvatni, síðan hjólað  inn og norður fyrir Hvalfjörð, sömu leið til baka. Hlaupið verður að Hjalla og  Flekkudal , til baka að Meðalfelli.

 

Gera má ráð fyrir einhverjum töfum vegfarenda þessa klukkutíma meðan keppnin stendur yfir en búist er við á annað hundrað keppendum, inn- og erlendum.

 

HÉR má skoða þrautabrautina.

 

meira...

18. júlí 2016

Föstudagsreið Adams!

 

Hestamannafélagið Adam boðar til hinnar árlegu föstudagsreiðar á vegum félagsins þann 22. júlí næstkomandi og eru félagsmenn og aðrir boðnir velkomnir að taka þátt í reiðinni.

Eins og áður er gert ráð fyrir því að bændur og búalið ríði frá sínum heimahaga að hrossaræktar- og geitabúinu Flekkudal í Kjós en þaðan hafa komið margar bestu geitur landsins.  Áætlað er að reiðmenn verði komnir í Flekkudal um kl: 21:00 á föstudagskvöldi.  

 

Fyrirhugað er að leggja upp frá bæjum í Miðdal í Kjós eftir mjaltir, um kl: 19:30, og safnast má saman frá bæjum við Eilífsdal um kl: 20:00.   Þeir sem ætla að ríða lengra að þurfa að ákveða tímasetningar við hæfi.

 

Stefnt er að því að hestamenn geti átt góðar stundir saman í Flekkudal yfir mat og drykk.  Grillað verður á staðnum en hver og einn þátttakandi sér um sína drykki.   Þátttakendur greiða kr. 2.000,- sem er kostnaðarverð fyrir mat og meðlæti en greiðslu þarf að inna af hendi með peningum þar sem posi verður ekki til staðar.

 

Tilkynningar um þátttöku óskast sendar í netfangið 8995282@gmail.com  eða flekkudalur@gmail.com

 

Með bestu kveðju,

Ferðanefnd Hestamannafélagsins Adams

 

meira...

15. júlí 2016

Heitt í Kjós á Kátt í Kjós

 

Kjartan rekstrarstjóri og Sigríður Klara framkvæmdastjóri voru á fullu að taka til á lagernum og skúra þegar www.kjos.is bar að garði. Allt að verða klárt fyrir helgina, þegar Kjósarveitur bjóða heim að Möðruvöllum 1 (þar sem lagerinn er og öll rörin fyrir utan).

 

Húsasmiðjan búin að setja upp sinn bás, Danfoss komnir með tengigrindur, ofnar komnir frá Ofnasmiðju Suðurnesja, tilboð frá BYKO tilbúin. NormX kynnir heita potta og Arion banki með tilboð á framkvæmdalánum. Ísrör verður með til sýnis og sölu tengiskápa á kosta kjörum, svo fátt eitt sé nefnt.

 

Sjóðheit tilboð og heitt á könnunni.

Bæði opið laugardag 16. júlí, frá kl. 11-16  

og sunnudag 17. júlí, frá kl. 11-16.  

Því margir eru uppteknir við eigin viðburð á laugardeginum, geta þá kíkt í kaffi til Kjósarveitna á sunnudeginum, náð sér í góðan díl og fengið svör við vangaveltum sínum.

Nú er bara að drífa sig í heimsókn upp að Möðruvöllum og taka þátt í umræðunni um heitasta verkefnið í Kjósinni um þessar mundir !

 

 

 

 

meira...

14. júlí 2016

Dagskrá Kátt í Kjós

 

HÉR  má ná í bæklinginn og einfalda dagskrá viðburðanna á Kátt í Kjós, 16. júlí 2016 til útprentunar.

 

meira...

14. júlí 2016

Kátt í Kjós- Kaffi Kjós

 

Kaffi Kjós er þjónustumiðstöð staðsett í suðurhlíð Meðalfells, með góðu útsýni yfir Meðalfellsvatn, í raunverulegu sveita¬umhverfi. Þar eru margir möguleikar til skemmtilegrar útivistar og afþreyingar.

Kaffi Kjós var opnað 1998 og hafa sömu aðilar rekið staðinn síðan. Þar er lögð áhersla á að fólk geti notið veitinga í heimilislegu andrúmslofti.

 

Þann 16. júlí 2016 verður hoppukastali við Kaffi Kjós og fleira skemmtilegt.

 

Opið frá kl. 11-22,  s: 566 8099,  897 2219 

 

meira...

14. júlí 2016

Kátt í Kjós- saga Kjósarhrepps

 

Gunnar Óskarsson hefur verið að rita sögu Kjósarhrepps undanfarin ár. Hann mun fara yfir það verk kl. 12:00 í Ásgarði.

 

meira...

14. júlí 2016

Kátt í Kjós- leiðsögn um Hvítanes

 

Í Hvítanesi eru áhugaverðar herminjar og þar má enn sjá mannvirki breska hersins frá umsvifum hans í Hvalfirðinum. Magnús Þór Hafsteinsson verður með leiðsögn um nesið og mun segja frá hlutverki Hvalfjarðar í styrjöldinni og minjum þar.

Mæting kl. 14:00 í Hvítanes.

meira...

13. júlí 2016

Kátt í Kjós - Félagsgarður

 

Í Felagsgarði verður kaffihlaðborð  að hætti kvenfélagsins í Kjósinni, þar geta gestir setið í rólegheitum, notið veitinganna og spjallað. Allur ágóði af sölunni rennur til kaupa á hjartastuðtæki sem staðsett verður í hreppnum.

 

Sveitamarkaðurinn verður  utandyra og þar standa til boða vörur úr sveitinni, matvara og handverk.

 

Bókin vinsæla „Ungmennafélagið Drengur 100 ára saga“  og „Kjósarmyndin“ gamla verða til sölu í Félagsgarði.

 

Úti á velli fyrir yngri kynslóðina verður klifurvagninn frá skátunum að príla í og Blaðrarinn frá Sirkusi Ísland að búa til fígúrur frá kl 14:00-16:00.

meira...

12. júlí 2016

Kiðafell lll opið á Kátt í Kjós

 

Garðyrkjustöðin að Kiðafelli III í Kjós býður upp á fjölbreitt úrval af trjám og runnum og einnig fjölæringum, einkum steinhæðaplöntum. Stöðin hefur sérhæft sig í ræktun reynitrjáa og bíður upp á ótrúlegt úrval tegunda. Kiðafell er staðsett um 3 km innan við Hvalfjarðargöng að sunnanverðu.

Allir velkomnir að kíkja við. Opið frá kl. 12:00-16:00.

Hægt er að hafa samband í síma 5875616 / 6648274 og í gegnum kidafell.iii@gmail.com

 

meira...

12. júlí 2016

Dagskrá Kátt í Kjós

 

Hér má ná í bæklinginn og einfalda dagskrá viðburðanna á Kátt í Kjós, 16. júlí 2016 til útprentunar. 

 

 

 

meira...

12. júlí 2016

Opin handverkshús á Kátt í Kjós

 

Gallery NaNa Flekkudalsvegi 18,  verður með opið frá kl 12:00-17:00. Þar eru til sýnis og sölu glæsilegar handgerðar leðurtöskur  skreyttar með fiskiroði og skinni ásamt fylgihlutum.  www.nana.is

 

 

 

 

SG textíl. Sigga á Bakka opnar vinnustofu sína í tilefni dagsins að Flekkudalsvegi 19a. Til sölu eru handunnar vörur úr meðal annars ull og silki. Einnig framleiðir Sigga skartgripi úr roði.  www.sgtextil.is

 

 

 

 

 

 

 

Keramik, Eyrum 9, Eilífsdal. Sjöfn Ólafsdóttir hefur hannað ævintýraheim úr keramiki. Hún er með vinnustofu sína í sumarhúshverfinu, Eilífsdal.

 

 

 

 

 

Pía Rakel, Meðalfellsvegi 29, er með til sýnis og sölu glerlist, ljósmyndagrafík og handverk.

Opnunartími aðra daga eftir samkomulagi.

Sími: 897 0512   - www.arcticglass.dk

 

meira...

12. júlí 2016

Opið að Sogni á Kátt í Kjós

 

Að Sogni verður opið frá kl 12:00-17:00. Bændur og búalið á Sogni, Sveina, Snorri og börn, opnuðu  glæsilega rekstraraðstöðu á árinu þar sem seldar eru kjötvörur o.fl., beint frá bónda.  

 

Á Sogni má fá ferskt nautakjöt og aðrar nautakjötsafurðir eins og hamborgara, beef jerky, carapccio og reykt kjöt.  Á boðstólnum verða einnig sultur, kæfur og aðrar vörur sem framleiddar eru af heimafólkinu.  Glóðheitir hamborgarar verða til sölu beint af grillinu.

 

meira...

12. júlí 2016

„Tómstundagaman Björns“ á Kátt í Kjós.

 

Yfirlitssýning á verkum Björns Sigurbjörnssonar frá Kiðafelli  „ Tómstundagaman Björns“ verður í Eyrarkoti í Kjós frá og með 16. júlí, en hann verður 85 ára á árinu.  Myndirnar eru gerðar frá stríðstímum til okkar daga og eru margar þeirra úr Kjósinni.

Margar myndanna eru sögulegar heimildir.

 

Derek Mundell vinur Björns og fyrrverandi samstarfsmaður hefur verið Birni stoð og stytta við undirbúninginn en hann er sjálfur afbragðs listmálari.  Einnig hefur Anna kona Björns stutt hann með ráðum og dáð.

 

Björn hefur mikla ánægju af vatnslitamálun og eru landslagsmyndir hann einkar vel gerðar þótt hann hafi fengið litla tilsögn frá því í skóla en þá fékk hann alltaf 10 í teikningu.  Honum er það gefið að hafa styrka hönd og auga listamannsins sem fangar og túlkar fegurð augnabliksins hvort sem það er í landslagi eða öðru.

meira...

11. júlí 2016

Kátt í Kjós, sveitamarkaður og gleði á góðum degi.

Laugardaginn 16. júlí verður Kjósin opnuð fyrir gestum og gangandi undir kjörorðinu „Kátt í Kjós“ og er þetta í tíunda sinn sem efnt er til opins dags í sveitarfélaginu.  

Kátt í Kjós hefur tekist með miklum ágætum og mörgþúsund manns hafa sótt Kjósina heim á þessum viðburði á síðustu árum.

 

Nánar um viðburði  HÉR

meira...

9. júlí 2016

Hitaveitu fréttir úr Kjósinni

 

Veðrið leikur aldeilis við verktakana hér í Kjósinni enda gengur verkið vel.

Er þokkalega á áætlun og óbreytt planið að hleypa vatni á legginn frá Möðruvöllum um Meðalfellsvatn og að Hvalfirði í lok árs. Auk hluta frístundahúsasvæðisins Valshamars í Eilífsdal, Eyrar og Neðri-Hlíð.

 

Verktakar hjá Gröfutækni ehf eru búnir að dreifa 4,2 km af stofnæðinni (stálinu), af því eru 4 km fullsoðnir og búið að lekaprófa fyrstu 3,1 km. Þetta mun síðan allt fara ofan í jörð í næstu viku.

Stofnlögnin er komin að Grjóteyri. Verktakar hinkruðu meðan Kristján á Grjóteyri og Guðný í Flekkudal slóu. Enda er áætlunin að ná inn að Flekkudal í næstu viku.  Það er góð spretta og sláttur víða hafinn fyrr þetta sumarið svo allt hjálpar til við að verkinu miði hratt og vel áfram.

Þverun Sandsár er lokið. Stofnlögnin heldur áfram sína leið inn fyrir Meðalfellsvatn, niður að Þúfu, Blönduholti, Felli og áfram niður að Hvalfirði.

 

Undirverktakinn Þorkell Hjaltason (Bóbó frá Kiðafelli) er samhliða að undirbúa íbúðarhúsin fyrir væntanlega hitaveitu, m.a. bora í gegnum útveggi og slíkt. Hann hefur haft samband beint við íbúana og í sameiningu fundið tíma sem hentar í verkið.

 

Verktakarnir hjá Magnúsi Ingberg Jónssyni hf eru að leggja lokahönd á Hjarðarholtið þessa dagana,  eru farnir að undirbúa frístundahúsaeigendur að Eyrum og Neðri-Hlíð, á frístundahúsasvæðinu Valshamri inn í Eilífsdal. Þetta árið verður  helmingur frístundahúsasvæðisins í Eilífsdal tekinn. Þegar því er lokið fara þessir verktakar aftur niður að Meðalfellsvatni í haust, þegar umferðin minnkar og klára þar.

 

Kjósarveitur ætla að bjóða heim að Möðruvöllum 1 (þar sem lagerinn er) á Kátt í Kjós og  vera með sjóðheit tilboð og heitt á könnunni.

Það verður opið hús  frá kl. 11-16, bæði laugardag 16. júlí og sunnudag 17. júlí.  Því margir eru uppteknir við eigin viðburði á laugardeginum og geta þá kíkt í kaffi til Kjósarveitna á sunnudeginum.

Allir hvattir til að kíkja við, um að gera að nýta tækifæri til fá svör við vangaveltum sínum og sjá hvaða tilboð eru í gangi.

Dæmi:

Ísrör verður með tengiskápa: http://www.isror.is/tengiskapar/

og Ísleifur Jónsson verður mættur með áhugaverð tilboð á ýmsu: http://www.isleifur.is/

 

Við hjá Kjósarveitum þökkum fyrir þá tillitssemi sem verktökum okkar er sýnd. Þetta er mjög stór framkvæmd sem óhjákvæmilega hefur áhrif á umhverfi sitt.  

Við erum alltaf til í að ræða málin og finna lausnir, svo ekki hika við að hafa samband.

 

Góðar kveðjur,

Kjósarveitur ehf, s: 566-7100

Sigríður Klara, sigridur@kjos.is, GSM: 841-0013

Kjartan, kjartan@kjos.is, GSM: 853-2112

 

 

 

 

meira...

5. júlí 2016

Álagningarskrá opinberra gjalda

 

Álagningarskrá opinberra gjalda einstaklinga árið 2016 mun liggja frammi á skrifstofum Kjósarhrepps til 15. júlí 2016. 

meira...