Kjósarhreppur - Myndir

Fréttir

22. október 2018

Bubbi Morthens spilar í Félagsgarði 27. okt.

 

 

Bubbi Morthens spilar í Félagsgarði 27. okt.

Flutt verður nýtt efni í bland við eldra og þekktara efni.

 

Tónleikarnir hefjast kl. 20:30 og húsið opnar 30 mínútum fyrr.

Verð 3.990 kr. 

Miðasala er við innganginn og á midi.is

 

Barinn verður opinn.

Hlökkum til að sjá sem flesta sveitunga.

 

 

 

 

 

 

meira...

22. október 2018

Auglýst eftir byggingar- og skipulagsfulltrúa


Laust er starf byggingar- og skipulagsfulltrúa í Kjósarhreppi.

Leitað er eftir öflugun og hæfum einstaklingi sem hefur áhuga á starfi á þessu sviði. Um er að ræða hlutastarf.
Starfsmaðurinn fer með framkvæmd byggingar- og skipulagsskipulagsmála samkvæmt lögum og sinnir verkefnum í samstarfi við skipulags- og byggingarnefnd sveitarfélagsins sem starfar í umboði hreppsnefndar ásamt því að vinna náið með oddvita/sveitarstjóra.

 

Helstu verkefni:
• Móttaka skipulags- og byggingarerinda
• Undirbúningur og eftirfylgni funda skipulagsnefndar
• Úttektir, mælingar og vettvangsathuganir
• Útgáfa byggingarleyfa, framkvæmdaleyfa og stöðuleyfa.
• Umsagnir vegna útgáfu rekstrar og/eða starfsleyfa
• Yfirferð uppdrátta
• Skráning fasteigna og stofnun lóða.
• Umsjón með skjalavistun er varðar skipulags og byggingarmál og tryggja virkni gæðakerfis byggingarfulltrúa.

 

Menntunar- og hæfniskröfur:
• Umsækjendur skulu fullnægja menntunar- og hæfniskröfum 7. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og 25. gr. mannvirkjalaga nr. 160/2010.
• Þekking og reynsla af skipulags- og byggingarmálum ásamt opinberri stjórnsýslu er æskileg.
• Mikilvægt er að umsækjandi hafi iðnmenntun í byggingariðnaði sem bakgrunn.
• Góðir samskiptahæfileikar eru nauðsynlegir.
• Skipulögð og fagleg vinnubrögð.

 

Konur jafnt sem karlar eru hvattar til að sækja um starfið.
Laun og önnur starfskjör eru samningsatriði.


Nánari upplýsingar veitir oddviti í síma 566 7100.

Umsóknir ásamt fylgigögnum skal senda á netfangið: oddviti@kjos.is

Umsóknarfrestur er til 5. nóvember. 

 

Prentútgáfa auglýsingar: HÉR

 

 

meira...

19. október 2018

Bestu hrútarnir í sveitinni

Hrútasýning Sauðfjárræktarfélagsins í Kjós fór fram mánudaginn 15. október sl. Í félaginu eru sauðfjárbændur í Kjós, á Kjalarnesi og í Mosfellsbæ og kepptu þeir sín á milli um hver ætti besta hrútinn. Keppt var í nokkrum flokkum og fengu bændur stiguð og ómmæld lömb og veturgamla hrúta.
Hrúturinn Ölur bar sigur úr býtum en hann er í eigu Orra og Maríu Dóru á Morastöðum sem hlutu því hinn eftirsótta hreppaskjöld. Í umsögn dómara er Ölur sagður jafnbestur og með þykkasta bakvöðvann.

Að sögn Maríu Dóru er galdurinn að rækta hrútana vel og setja einungis þá bestu undir, þá endar með því að maður uppsker. „Það skiptir mjög miklu máli að eiga góða hrúta, enda eiga þeir flestu afkvæmin“, segir María Dóra.

 

Úrslit hrútasýningarinnar:


Kollóttir lambhrútar
1. sæti – Lamb nr. 18 frá Kiðafelli. 87,5 stig. Gríðargóður og vænn, 67 kg með 32 mm bakvöðva.
2. sæti – Lamb nr. 3 frá Kiðafelli. 85 stig. Vænn hrútur.
3. sæti – Lamb nr. 14 frá Kiðafelli. 87 stig. Vænn hrútur.

 

Mislitir lambhrútar
1. sæti – Svartur hrútur frá Morastöðum. 85 stig. Lítill en vel gerður og með bestu læraholdin.
2. sæti – Mórauður hrútur frá Þórunni á Hraðastöðum. 85,5 stig. Fallegur hrútur með góðan bakvöðva.
3. sæti – Svartflekkóttur hrútur frá Reyni Hólm í Víði. 84,5 stig. Vænn hrútur.

 

Hyrndir hvítir lambhrútar
1. sæti – Lamb nr. 885 frá Morastöðum. 86,5 stig. Holdaköggull og pakkaður af kjöti.
2. sæti – Lamb nr. 328 frá Kiðafelli. 86,5 stig. Jafngóður hrútur fyrir alla þætti.
3. sæti – Lamb nr. 9 frá Kiðafelli. 86 stig. Vænn 64 kg hrútur, langur með góða ull.
4. sæti – Lamb nr. 442 frá Miðdal. 85,5 stig.

 

Veturgamlir hrútar
1. sæti – Ölur frá Morastöðum. Hvítur, hyrndur. 85 stig. Jafnbestur og með þykkasta bakvöðvann.
2. sæti – Tralli frá Miðdal. Hvítur, kollóttur. 86 stig. Þéttur hrútur með góð læri og malir.
3. sæti – Skeggi frá Reykjum. Grár, hyrndur. 85 stig. Jafnöflugur hrútur með góðar malir og læri.
4. sæti – Sprengisandur frá Kiðafelli. Svartur, hyrndur. 85,5 stig.

 

Gaman er að segja frá því að sigurvegarinn í Veturgamla flokknum, Ölur frá Morastöðum, er faðir lambs nr 885 frá Morastöðum sem stóð efstur í flokki hyrndra hvítra lambhrúta.

 

Birt með leyfi Mosfellings...

 

Efstu fjórir í flokki veturgamalla hrúta: Guðbrandur  Sigurbergsson með Sprengisand frá Kiðafelli,

Hafþór Finnbogason með Tralla frá Miðdal,

Orri Snorrason með Öl frá Morastöðum og

Ingibjörg Ásta Guðmundsdóttir með hrútinn Skeggja frá Reykjum í Mosfellsbæ.

Kollóttir lambhrútar í efstu sætunum allir frá Kiðafelli í Kjós
 

meira...

16. október 2018

Fundur í hreppsnefnd næsta fimmtudag


   

Fundur verður haldinn í hreppsnefnd  Kjósarhrepps, 

18. október 2018,

í Ásgarði og hefst  kl 17:00

Fundurinn er aukafundur.

            
Mæta eiga:
Karl Magnús Kristjánsson,  Regína Hansen Guðbjörnsdóttir, Sigríður Klara Árnadóttir, Þórarinn Jónsson og Sigurþór Ingi Sigurðsson sem mætir sem 2. varamaður í forföllum Guðnýjar G. Ívarsdóttur.


Dagskrá:


1. Drög að samsstarfssamningi um fjarskiptainnviði við Reykjavíkurborg.

2. Breytingar á skrifstofu Kjósarhrepps.

3. Önnur mál.
 

 

meira...

14. október 2018

Bókasafnið opið næsta miðvikudag

 

Bókasafnið verður næst opið miðvikudaginn 17. október frá 17-21.

 

Björn Hjaltason mætir kl 20:00 með fræðandi erindi um

Það smáa í náttúrunni.

Björn er liðtækur ljósmyndari og hefur um árabil tekið magnaðar myndir af plöntum og skordýrum.

 

Á opnum fundi menningar- og viðburðarnefndar á síðasta bókasafnskvöldi kom upp sú fyrirtakshugmynd að einnig mætti nýta opnunartíma bókasafnsins til að hittast með handverk og hannyrðir.

Við hvetjum Kjósverja til að nýta tækifærið þegar bókasafnið er opið og njóta góðra stunda saman í Ásgarði, hvort sem það er til að fá sér kaffibolla, prjóna, ná sér í bók og sækja fræðslu eða bara til að sýna sig og sjá aðra. 

 

meira...

11. október 2018

Hrútasýning í Kjósinni

 

Hin árlega hrútasýning fyrir Mosfellsbæ, Kjalarnes og Kjós verður haldin að Kiðafelli,  mánudaginn 15. október og hefst klukkan 13.00. Þar geta bændu fengið stiguð og ómmæld lömb og veturgamla hrúta.

 

Þeir sem vilja nýta sér þessa þjónustu RML eru beðnir að hafa samband við Ólöfu Ósk í síma 849-8254 eða á netfangið olofosk@lbhi.is.

 

Um kl. 16:00 verður verðlaunaafhending fyrir góðan árangur í sauðfjárrækt og eru allir hjartanlega velkomnir til að vera viðstaddir og þiggja kaffiveitingar. Svo er auðvitað um að gera að kaupa og selja kynbótagripi!

 

Hlökkum til að sjá ykkur.

 

Sauðfjárræktarfélagið Kjós

 

meira...

10. október 2018

Sviðaveisla á Hjalla 3.nóv

Fjármarkið - Gagnbitað Fjármarkið - Fjöður

   

 

Sviðaveisla í Hlöðunni að Hjalla 3.nóvember 2018
Miðapantanir: kaffikjos@kaffikjos.is

eða í síma 8972219 Hermann/ 8682219 Birna
Húsið opnar kl. 20 - Borðhald kl.21
Kokkur Jón Þór
Miðaverð kr. 5.000
Pantanir fyrir 1.nóv. 

 

 

meira...

9. október 2018

Skrifstofa Kjósarhrepps lokuð 11. og 12. okt

 

 

 

 Skrifstofa Kjósarhrepps verður lokuð

fimmtudaginn 11. október og föstudaginn 12. október

vegna Fjármálaráðstefnu sveitarfélaga.

 

 

 

meira...

8. október 2018

Villibráðarkvöld í Kjós 17. nóvember

 

 

Glæsilegt villibráðarkvöld verður haldið í Félagsgarði í Kjós,

laugardaginn 17. nóvember

-  kl. 19:00.


Allra aðfanga er aflað af Kjósverjum, meistarakokkur sér um að töfra fram það besta úr hverju hráefni fyrir sig, svo bragðlaukarnir munu hreinlega dansa af kæti.


Meginstreymi, uppáhalds hljómsveit Kjósverja, sér um danstónlistina.

 
Miðaverð: 14.500 kr - takmarkaður fjöldi miða, þjónað verður til borðs.
Miðapantanir á netfangið: villibradarkvold.kjos@gmail.com

 

Viðburðurinn er opinn öllum sem kunna að meta kjöt og góðan félagsskap.
Allur ágóði rennur til góðra mála í Kjósinni. 

 

Áhugamannahópur Kjósverja um villibráð

og skynsamlega nýtingu afurða náttúrunnar stendur fyrir kvöldinu.

  

 

meira...

5. október 2018

Ljósleiðarinn - Samstarfssamningur við Reykjavíkurborg samþykktur

 

Á fundir borgarráðs nr. 5517, sem haldinn var í gær, 4.október,  var loksins samykktur samstarfssamningur Kjósarhrepps og Reykjavíkurborgar um lagningu ídráttarröra fyrir ljósleiðara frá Kiðafelli í Kjós að Grundarhverfi á Kjalarnesi.
 
Á fundinum voru lagðar fram eftirfarandi bókanir:
Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins og áheyrnarfulltrúi Miðflokksins:
„Borgarráðsfulltrúar fagna því að loks sé komið að lagningu ljósleiðara á þessu svæði sem bætir netsamband íbúa. Þetta svæði hefur því miður lengi verið vanrækt af borginni.“

 

Borgarráðsfulltrúar Samfylkingar, Viðreisnar, Pírata og Vinstri grænna: 
„Góð tækni til að tryggja gott aðgengi að internetinu og öðrum miðlum ýtir undir upplýsingafrelsi og er styrking innviða hvað þetta varðar ákveðin lýðræðisleg aðgerð. Borgarfulltrúar meirihlutans eru ánægðir með að náð hafi verið lendingu í þessu máli.“
 
Fundargerðina í heild sinni (okkar mál er nr. 25 í röðinni ) er að finna inn á: https://reykjavik.is/fundargerdir/fundur-nr-5517
 
Ber að fagna þessu mikilvæga samkomulagi sem náðst hefur við Reykjavíkurborg og þar með er kominn grunnur að áframhaldandi vinnu við ljósleiðaravæðingu hér í Kjósinni.


Næsta verkefni er að ná samkomulagi við landeigendur þeirra jarða sem gert er ráð fyrir að ídráttarrörin fari um.

 

 

 

 

 

meira...

1. október 2018

Dagskrá hreppsnefndarfundar

 

Dagskrá næsta hreppsnefndarfundar þann 2. október 2018 má sjá HÉR 

meira...

1. október 2018

Bókasafnið í Ásgarði

 

Bókasafnið í Ásgarði opnar fyrst þann 3. október 2018 og verður opið frá kl. 17-21 á miðvikudögum á tveggja vikna fresti í vetur.

Svanborg Magnúsdóttir tekur að sér umsjón með því í vetur.

 

Barnafólk er sérstaklega hvatt til að nýta sér bókasafnið, en nýr opnunartími er sérstaklega miðaður að þeim hóp, auk þess sem þó nokkuð hefur verið bætt við barnabókasafnið og það fært í sér rými á annarri hæð hússins.

 

Bókatíðindi verða á staðnum og gefst gestum bókasafnsins kostur á að láta vita af bókum sem þeir vilja láta bókasafnið kaupa.

Börnin eru sérstaklega hvött til að koma og búa sér til óskalista því ætlunin er að auka enn frekar við úrvalið af barnabókum.

 

Einnig verður boðið upp á ýmsa fræðslu og viðburði á opnunartíma bókasafnsins í vetur, en á fyrsta bókasafnskvöldinu mun viðburða- og menningarmálanefnd ríða á vaðið með því að halda opinn nefndarfund þar sem Kjósverjum er boðið að eiga samtal við nefndina um þau verkefni sem eru framundan og koma með tillögur að fleiri verkefnum sem nefndin gæti unnið að.

 

Gamlar myndir liggja frammi, sumar hverjar sem þarf að bera kennsl á fólk og/eða  umhverfi. 

 

Gestir eru einnig hvattir til að koma með fleiri myndir sem tengjast mannlífinu í Kjósinni sem nefndin gæti skannað og haldið til haga, sérstaklega óskum við eftir gömlum myndum af Kjósarrétt.

 

Sr. Arna Grétarsdóttir kemur kl 20:00 og kynnir íhugunarstundir sem haldnar verða nú í október í Reynivallakirkju. Gefur dæmi.

 

Nefndin.

 

meira...

23. september 2018

Græn messa og íhugunarstundir

 

Græn messa verður í Reynivallakirkju

sunnudaginn 30. september kl.14.

 

Tímabil sköpunarverksins stendur yfir í kirkjum landsins þar sem lögð er áhersla á að biðja fyrir lífríki jarðar.

Auk þess verður fjallað um sambands manns og náttúru.
Kirkjukór Reynivallaprestakalls leiðir sálmasöng.

Organisti og kórstjóri er Guðmundur Ómar Óskarsson.

Sr. Arna Grétarsdóttir sóknarprestur þjónar.

 

 

Íhugunarstundir verða í Reynivallakirkju öll fimmtudagskvöld

í október og nóvember kl.19.30 - 20.00.

Hefst 4. október -  Slökun, kyrrð og bæn.

Þau sem vilja geta mætt með dýnur og legið á gólfi.
Gott að mæta 10-15 mín fyrir tímann,

þar sem ekki er gert ráð fyrir truflun á meðan á stundinni stendur.  

 

 Verið hjartanlega velkomin.

 

 

 

 

 

meira...

19. september 2018

Framkvæmdir við Kjósarskarðsveg

 

 

Verið er að vinna við endurbyggingu Kjósarskarðsvegar.

Koma á klæðningu á 7,5 km kafla frá Vindási og inn fyrir Fremri Háls.

 

Mikil vinna liggur í undirbyggingu vegarins og jarðvegsskiptum á burðarlagi.

Búið er að mala rúmlega 30 þúsund rúmmetra og skipta um 28 ræsi.

 

 Komin er klæðning á 2,5 km af þessum 7,5 km, í framhaldi af eldri klæðningu niður að Hálsá við Fremri Háls. 

Stefnt er að 2 km af klæðningu til viðbótar á næstunni.

 

Tafir hafa orðið á verkinu vegna gríðarlegra jarðvegsskipta auk þess sem  sumarið hefur verið einstaklega votviðrasamt.

 

Verktakar láta hins vegar engan bilbug á sér finna og ætla að vinna eins lengi og tíð leyfir.

 

Vörubifreiðastjórafélagið Mjölnir á Selfossi sér um verkið undir stjórn Ólafs Óskarssonar

 

 

 

meira...

12. september 2018

Styrkir hækka í Kjósarhreppi

 

Hreppsnefnd Kjósarhrepps hefur staðfest tillögur frá félags- æskulýðs- og jafnréttismálanefnd um hækkun á margvíslegum styrkjum.

 

Sem dæmi má nefna að ferðastyrkur framhaldsskólanema hækkar úr 35 þús.kr. í 40 þús.kr. á önn og hefur aldurshámark verið afnumið.

Ferðastyrkur til grunnskólanema hækkar  hjá miðstigi.

Frístundastyrkur til barna og ungmenna hækkar og bætast nú 3-6 ára og einnig 16-18 ára inn í hópinn.

 

Áætlað er að allar breytingar á styrkjum og öðrum framlögum muni auka útgjöld sveitarsjóðs um 500 þús.kr. á ári.

 

Við hvetjum alla sem kunna að eiga rétt á hvers konar styrkjum eða aðstoð að fara inn á heimsíðuna: www.kjos.is 

opna Samþykktir og gjaldskrár til að kynna sér réttindi sín og barna sinna.

Undir Umsóknareyðublöð má finna viðeigandi eyðublöð.

 

meira...

5. september 2018

Réttir í Kjósinni 16. september, kl. 15

 

Fjallskil til lögrétta í Kjósarhreppi á þessu hausti verða á eftirtöldum  dögum í Kjósarrétt.
 
Aðalréttir verða

sunnudaginn  16. september kl. 15


Seinni  réttir verða

sunnudaginn  7. október kl. 15:00

 

 

 

[ATH: þetta er leiðrétting á dagsetningu, sem var búið að auglýsa áður]


 

meira...

5. september 2018

Aðalsafnaðarfundur Reynivallasóknar í kvöld

 

Sóknarnefnd Reynivallasóknar minnir á aðalfund safnaðarins í kvöld - kl. 20:30 í Ásgarði

http://www.kjos.is/allar-frettir/nr/206040/

Komdu og taktu þá í áhugaverðri umræðu um aðstöðuhús við kirkjugarðinn 

 

Hlökkum til að sjá þig

Sóknarnefnd Reynivallasóknar

meira...

3. september 2018

Mom´s Balls - sýning að Neðra Hálsi


Mom’s Balls.

Sýning að Neðra-Hálsi í Kjós.

Opin frá sunnudeginum 2. sept til og með sunnudagsins 9. sept

á hverjum degi frá kl. 12:00 - 18:00.


 

Þrískipt sýning með verkum Ágústu Oddsdóttur, Elínar Jónsdóttur og Egils Sæbjörnssonar opnar 2. september 2018 að Neðra-Hálsi í Kjós, í gamla Borgarbókasafninu við Þingholtsstræti og á barnum á Hótel Holti.
Sýningin sem á sér stað á bóndabæ í Kjós teygir svæði sýningarhalds á Reykjavíkursvæðinu norður fyrir Esju en um 45 mínútna akstur er að bænum Neðra-Hálsi sem einnig er þekktur sem fyrsti lífræni mjólkurframleiðandinn á Íslandi og stendur hann á bakvið vörur Bíó-bús sem margir þekkja. Opin frá sunnudeginum 2. sept til og með sunnudagsins 9. sept á hverjum degi frá kl. 12:00 - 18:00.

Á Hótel Holti er verk eftir Egil á meðal teikninga Kjarvals á barnum og er það aðgengilegt á opnunartímum barsins. Hótel Holt er einnig stuðningsaðili verkefnisins og er fólk hvatt til að heimsækja þetta hótel sem er einstakt á heimsmælikvarða fyrir gæði listaverkasafnsins sem stofnandi þess Þorvaldur í Síld og fisk setti saman á sínum tíma.

Sýningin í gamla Borgarbókasafninu verður opin einungis 3 daga tvo tíma á dag, sunnudaginn 2. sept til og með þriðjudagsins 4. sept 2018 frá 12:00 - 14:00. Eigandi hússins Róbert Wessmann hefur góðfúslega lánað húsið fyrir sýninguna. Hann var einnig með fyrirtæki sýnu Alvogen aðalstuðningsaðili íslenska skálans á Feneyjartvíæringnum 2017. 

 

 Sjá:

meira...

28. ágúst 2018

Öflugir hrossaræktendur í Kjós með framúrskarandi árangur

 

Það er óhætt að segja að mjög góður árangur hafi náðst hjá hrossaræktendum í Kjós á kynbótasýningum sumarsins. Tíu hross sem ræktuð voru af Kjósverjum voru sýnd í fullnaðardóm á árinu og eiga þau öll ættir að rekja til Adams frá Meðalfelli eins og vera ber. Hæst dæmdu hrossin voru hryssurnar Katla frá Meðalfelli og Sólgrá frá Miðdal sem hlutu báðar 8,47 í aðaleinkunn en þriðja hæst dæmda hrossið var hryssan Halla frá Flekkudal með 8,37 í aðaleinkunn.

 

Frá Meðalfelli voru sýnd þrjú hross, Katla frá Meðalfelli, 6 vetra, sem hlaut 8,68 fyrir byggingu og 8,33 fyrir hæfileika, Þór frá Meðalfelli, 4 vetra, sem hlaut 8,07 í byggingu og 8,09 fyrir hæfileika, og Von frá Meðalfelli, sem hlaut 8,02 fyrir byggingu og 8,06 fyrir hæfileika.   Aðaleinkunn Kötlu er 8,47, Þórs 8,08 og Vonar 8,04.

 

Frá Þúfu voru sýnd tvö hross, Prins Valíant, 7 vetra, sem hlaut 8,15 fyrir byggingu og 8,38 fyrir hæfileika, og Rauðhetta, 5 vetra, sem hlaut 8,53 fyrir byggingu og 8 fyrir hæfileika.  Aðaleinkunn Prins er 8,29 og Rauðhettu 8,21.  Rauðhetta var sýnd sem klárhross og er án einkunnar fyrir skeið.

 

Frá Flekkudal voru sýnd tvö hross, Halla, 6 vetra, sem hlaut 8,08 fyrir byggingu og 8,56 fyrir hæfileika, og Sýr, 5 vetra, sem hlaut 8,19 fyrir byggingu og 8,07 fyrir hæfileika.  Aðaleinkunn Höllu er 8,37 og Sýrar 8,12.

 

Frá Morastöðum var sýnt eitt hross, Kolbakur,  7 vetra, sem hlaut 8,19 fyrir byggingu og 8,27 fyrir hæfileika.  Aðaleinkunn Kolbaks er 8,24.  Kolbakur var sýndur sem klárhross og er án einkunnar fyrir skeið.

 

Frá Miðdal var sýnt eitt hross, Sólgrá, 7 vetra, sem hlaut 8,18 fyrir byggingu og 8,67 fyrir hæfileika.  Aðaleinkunn Sólgráar er 8,47.

 

Frá Blönduholti var sýnt eitt hross, Sóley, 7 vetra, sem hlaut 7,93 fyrir byggingu og 8,02 fyrir hæfileika.  Aðaleinkunn Sóleyjar er 7,98. 

 

Hrossaræktendur í Kjós áttu fulltrúa á Landsmóti hestamanna sem haldið var í sumar.  Katla frá Meðalfelli tók þátt í kynbótasýningu á 6 vetra merum, Rauðhetta frá Þúfu í Kjós í kynbótasýningu á 5 vetra merum, og Vorsól frá Grjóteyri, Halla frá Flekkudal og Frjór frá Flekkudal í B flokk.

 

meira...

27. ágúst 2018

Aðalsafnaðarfundur Reynivallasóknar, 5. sept - í Ásgarði

 

Fundarboð: Aðalsafnaðarfundur Reynivallasóknar

Hér með boðar sóknarnefnd til aðalsafnaðarfundar Reynivallasóknar

í Ásgarði, miðvikudagskvöldið 5. september, kl. 20:30

 

Dagskrá fundarins:
1. Gerð grein fyrir starfsemi og rekstri sóknarinnar á liðnu starfsári.
2. Afgreiðsla reikninga sóknar og kirkjugarðs fyrir sl. ár, ásamt fjárhagsáætlun næsta árs.
3. Greint frá starfsemi héraðsnefndar og héraðsfundi.
4. Ákvörðun um meiriháttar framkvæmdir og framtíðarskuldbindingar.
a. Kynna framkvæmdanefnd og hugmyndir að byggingu aðstöðuhúss með salernisaðstöðu
5. Kosning tveggja skoðunarmanna/endurskoðanda sóknar og kirkjugarðs og varamanna þeirra til árs í senn.
6. [Kosning sóknarnefndar ]
Hvorki þarf að kjósa aðalmenn né varamenn í sóknarnefnd þetta árið
(kosið er annað hvert ár til 4ra ára og því er enginn að ganga úr stjórn núna)
7. [Kosning kjörnefndar Reynivallasóknar]. Ekki þarf að kjósa í kjörnefnd þetta árið.
8. Önnur mál

 

 

F.h. Sóknarnefndar Reynivallasóknar
Sigríður Klara Árnadóttir formaður, Unnur Sigfúsdóttir gjaldkeri og

Hulda Þorsteinsdóttir ritari.

Varamenn: Jóhanna Hreinsdóttir, Finnur Pétursson og Sigurþór Ingi Sigurðsson

Sr. Arna Grétarsdóttir, sóknarprestur

 

Prentvæn útgáfa fundarboðs er HÉR
 

meira...

22. ágúst 2018

Ruslabílinn kemur í dag

 

Skv. nýjustu upplýsingum frá Gámaþjónustunni verður langþráð sorphirða í dag.

Báðar tunnur verða tæmdar, blaðatunna og almennt rusl.

Ástæða seinkunar á sorphirðu var bilaður bíll.

 

 

meira...

21. ágúst 2018

Breyttur fundartími hreppsnefndar.

 

Framvegis verða fundir hreppsnefndar Kjósarhrepps fyrsta þriðudag hvers mánaðar kl 16:00.

Næsti fundur verður þriðjudaginn 4. september  kl 16:00  í Ásgarði.

meira...

16. ágúst 2018

Breytt viðvera byggingarfulltrúa haust 2018

  Viðvera á skrifstofu í Ásgarði: 
Mánudagar frá kl.  10:00 -18:00
Sími á skrifstofu: 566-7100
 

 Símaviðtalstími:
Miðvikudagar og fimmtudagar frá kl. 9-10
Farsími: 699-4396

Netfang: jon@kjos.is

 

 

 

meira...

10. ágúst 2018

Góðar fréttir af ljósinu og eMax

 

   Forsvarsmenn Kjósarhrepps og Leiðarljóss áttu góðan fund með aðilum frá Reykjavíkurborg, þar á meðal borgarritara, og Eflu-Verkfræðistofu,  í Ráðhúsi Reykavíkur í gær, fimmtudaginn 9. ágúst.


Samkomulag náðist við Reykjavíkurborg um að lögð yrðu tvenn ídráttarrör frá símstöðinni í Grundarhverfi upp að Kiðafelli. Eitt fyrir Kjósarhrepp og annað fyrir Reykjavíkurborg. Aðgangur, ábyrgð og eignarhald yrði algjörlega aðskilið milli þessara ljósleiðara og rörin höfð í mismunandi litum.
Kjósarhreppur tekur að sér verkið og kemur rörunum niður skv. lagnaleið sem Reykjavíkurborg hefur ákveðið í samvinnu við Eflu-verkfræðistofu.
Kraftur verður settur í næstu skref, sem eru að klára ýmis formsatriði s.s. skriflegt samkomulag milli Kjósarhrepps og Reykjavíkurborgar (varðandi ábyrgð, eignarhald, kostnaðarþátttöku o.s.frv.), samninga við landeigendur á umræddri leið, samninga við Vegagerðina, fá verktaka í verkið

 ... OG BYRJA SVO !


Síðan var haldið til fundar með forstöðumanni tæknisviðs Sýnar hf. / Vodafone, Sigurbirni Eiríkssyni, vegna tilkynningar frá þeim að örbylgju dreifikerfið eMax (Lofthraði) yrði lagt niður á næstu mánuðum. Samkomulag náðist um að fresta því þar til ljósleiðarinn væri orðinn virkur í Kjósinni. Kjósarhreppur er stærsta sveitarfélagið sem hefur þurft að treysta á örbylgjusamband þar sem 4G farsímakerfið næst einungis í hluta sveitarinnar. Fundarmenn drógu ekki dul á almenna óánægja með uppitíma og flutningsgetu gamla eMax-kerfisins, lágmarks viðhald hefur verið á kerfinu eftir að ákvörðun var tekin að leggja það niður enda varahlutir mjög dýrir í þetta sérhannaða kerfi og hreinlega illfáanlegir í dag. En kerfinu verður haldið virku þar til ljósleiðarinn kemur og þakkar Kjósarhreppur Vodafone fyrir skilninginn.
Á móti sækir Vodafone um ljósleiðara að sínum fjarskiptastöðum (möstrum) sem mun tryggja bættara farsímasamband á svæðinu og aukin gæði sjónvarpsútsendinga.
Staða verkefnanna verður uppfærð hér á heimasíðunni um leið og hver verkáfangi er í höfn.


Aldeilis frábærar fréttir til að taka með inn í helgina.

Karl Magnús Kristjánsson
oddviti og sveitarstjóri

 

 

meira...

10. ágúst 2018

Umferðaöryggisáætlun fyrir Kjósarhrepp

 

 

Á næstu vikum hefst vinna við gerð umferðaöryggisáætlunar fyrir Kjósarhrepp markmiðið með slíkri áætlun er að auka vitund forráðamanna sveitafélaga og almennings um umferðaöryggismál.

 

Lagt verður mat á stöðu umferðaöryggismála í sveitarfélaginu og verður slíkt mat svo notað til að koma á úrbótum þar sem þess gerist þörf. Umsjón með verkefninu er Samgöngu- og fjarskiptanefnd og vinnur nú að samningum við ráðgjafafyrirtæki sem verður nefndinni innan handar við vinnslu áætlunar.

 

Lögð er áhersla á að rödd allra fái að heyrast og að hagsmunir allra vegfarendahópa séu teknir með við gerð umferðaöryggisáætlunar, því óskar nefndin eftir ábendingum frá Kjósverjum, frístundabyggðum og öllum aðilum sem hafa eitthvað til málanna að leggja.

 

Ábendingar þurfa vera skýrar og gefa glögga mynd af því svæði sem um ræðir, senda skal allar ábendingar á netfang nefndarinnar, fyrir 15. september nk.

 

samgongu.fjarskipta.nefnd@gmail.com

 

meira...

3. ágúst 2018

Hreppsnefndarfundur 3. ágúst

 

Dagskrá fundar hreppsnefndar Kjósarhrepps 3. ágúst  2018.

meira...

30. júlí 2018

Hesta- og útivistarmessa á sunnudaginn – Tindatríóið syngur

 

  Sunnudaginn 5. ágúst kl.14

verður hin árlega hesta- og útivistarmessa

í Reynivallakirkju.


 Tindatríóið syngur og

Atli Guðlaugsson leikur á trompet.


Það er upplagt að ríða til kirkju eða taka góðan göngutúr um Kjósina fyrir messu. 

Guðmundur Ómar Óskarsson organisti spilar og leiðir kirkjukór Reynivallaprestakalls. Sóknarprestur þjónar.

 

Kaffi og kleinur á pallinum við prestssetrið að messu lokinni.

 ATH! Hestagirðing er neðan við prestssetrið.

 

Við hlökkum til að sjá ykkur á Reynivöllum! 
Allir hjartanlega velkomnir

Sr. Arna Grétarsdóttir, sóknarprestur

 

 

meira...

20. júlí 2018

Ásgarður- Kátt í Kjós

 

Kvenfélagið verður með veislukaffi til sölu í Ásgarði á morgun frá kl 14:00-17:00 og rennur allur ágóðinn til Grensásdeildarinnar.

 

Bókin " Ungmennafélagið Drengur 100 ára saga" og "Kjósarmyndin" verða til sölu í Ásgarði

meira...