Kjósarhreppur - Myndir

Aðalmenn:

Regína H Guðbjörnsdóttir formaður reginahanseng@gmail.com

Guðmundur P Jakobsson ritari gudmundur.pall.jakobsson@gmail.com

Guðmundur Davíðsson meðstjórnandi middalur@emax.is

 

Varamenn

Helgi A Guðbrandsson Hækingsdal helgiag@visir.is

Sigurður Ásgeirsson Hrosshóli hrossholl@emax.is

Jóhanna Hreinsdóttir Káraneskoti  kjos@emax.is

 

 

 

Erindisbréf  fyrir  samgöngu- og fjarskiptanefnd Kjósarhrepps.

 

Samgöngu- og fjarskiptanefnd Kjósarhrepps er skipuð af sveitarstjórn Kjósarhrepps og í henni skulu sitja 3 fulltrúar og jafn margir til vara. Kjörtímabil fulltrúa miðast við kosningar til sveitarstjórnar. Á fyrsta fundi fer fram kjör formanns,varaformanns og ritara.

Formaður boðar fundi með dagskrá. Nefndin heldur fundi þegar verkefni liggja fyrir.  Allar tillögur sem fram eru bornar skulu skráðar svo og samþykktir og ályktanir. Fundargerð nefndarinnar er færð í tölvu. Skrá skal í gerðabók númer fundar, hvar og hvenær fundurinn er haldinn og að fundargerð sé færð í tölvu. Þá skal færa í gerðarbók fundarslit og greina blaðsíðutal fundargerða. Skulu allir viðstaddir undirrita útprentaða fundargerðina, sem fara skal til varðveislu í sérstakri möppu . Skal fundargerðin birt á heimasíðu Kjósarhrepps innan 5 daga.

Nefndarmaður hefur ekki atkvæðisrétt um mál sem varða hann sjálfan eða náið skyldmenni hans og skal hann í slíkum tilfellum víkja af fundi. Þeir sem sitja fundi nefndarinnar skulu gæta fyllsta trúnaðar um þau einkamál er rædd kunna að vera á fundum. Þagnarskylda helst þó látið sé af störfum.

Nefndarmanni er skylt að sækja fundi nema lögmæt forföll hamli. Skal hann láta formann  vita um forföll með góðum fyrirvara og formaður boðar þá fyrsta varamann.

Nefndin skal leitast við að ná því grundvallarmarkmiði að tryggja að ákvarðanir hennar og vinna skuli fyrst og fremst verða samkvæmt lögum og í þágu allra íbúa sveitarfélagsins sem leggur þær skyldur á herðar fulltrúum í nefndinni að setja ávallt almannahagsmuni ofar sérhagsmunum hvort heldur er sínum eigin eða einstakra hópa.

 

Hlutverk nefndarinnar er að:

·          Vera hreppsnefnd til ráðgjafar og veita umsögn í samgöngu- og fjarskiptamálum Kjósarhrepps.

 

·          Vinna að bættum samgöngum og fjarskiptum í hreppnum.

 

·          Vinna að gerð umferðaröryggisáætlunar fyrir Kjósarhrepp.

 

·          Fjalla um þau mál er hreppsnefnd felur nefndinni hverju sinni.

 

·          Nefndin geti tekið upp ákveðin mál og vísað til hreppsnefndar.

Erindisbréf þetta byggist á ákvæðum sveitarstjórnalaga nr. 138/2011 um verkefni sveitarfélaga og starfsemi nefnda á þeirra vegum. Erindisbréf þetta var samþykkt í hreppsnefnd Kjósarhrepps þann 04. september 2018 og tekur þegar gildi.