Kjósarhreppur - Myndir

Markaðs, atvinnu- og menningarmálanefnd

Aðalmenn:

Helga Hermannsdóttir Borgarhóli formaður helgakjos@gmail.com

Þórarinn Jónsson Hálsi doddi@hals.is

Sigurbjörg Ólafsdóttir Meðalfelli medalfell@emax.is

 

Varamenn:

Ragnar Gunnarsson Bollastöðum

Ólafur Oddsson Stekkjarflöt oli@skogur.is

 

 

 

Erindisbréf fyrir markaðs, atvinnu og menningarmálanefnd Kjósarhrepps

 

Markaðs, atvinnu- og menningarmálanefnd  Kjósarhrepps er skipuð af hreppsnefnd Kjósarhrepps og í henni skulu sitja þrír fulltrúar og jafn margir til vara. Kjörtímabil fulltrúa miðast við kosningar til sveitarstjórnar. Á fyrsta fundi fer fram kjör formanns og varaformanns.

 

Formaður boðar fundi með dagskrá. Nefndin heldur fundi þegar verkefni liggja fyrir.  Allar tillögur sem fram eru bornar skulu skráðar svo og samþykktir og ályktanir. Fundargerð nefndarinnar er færð í tölvu og skulu allir viðstaddir undirrita fundargerðina og hún send til birtingar á heimasíðu Kjósarhrepps innan 5 daga.

 

Nefndarmaður hefur ekki atkvæðisrétt um mál sem varða hann sjálfan eða náið skyldmenni hans og skal hann í slíkum tilfellum víkja af fundi. Þeir sem sitja fundi nefndarinnar skulu gæta fyllsta trúnaðar um þau einkamál er rædd kunna að vera á fundum. Þagnarskylda helst þó látið sé af störfum. 

 

Nefndarmanni er skylt að sækja fundi nema lögmæt forföll hamli. Skal hann láta formann  vita um forföll með góðum fyrirvara og formaður boðar þá fyrsta varamann.

 

Nefndin skal leitast við að ná því grundvallarmarkmiði að tryggja að ákvarðanir hennar og vinna skuli fyrst og fremst verða samkvæmt lögum og í þágu allra íbúa sveitarfélagsins sem leggur þær skyldur á herðar fulltrúum í nefndinni að setja ávallt almannahagsmuni ofar sérhagsmunum hvort heldur er sínum eigin eða einstakra hópa

 

 Hlutverk nefndarinnar   er að:    

·         Efla ímynd sveitarfélagsins

·         Skoða möguleika á að efla sögu- og matartengda ferðaþjónustu í sveitarfélaginu

·         Koma með hugmyndir um hvernig Kjósin geti orðið enn frekar  aðdráttarafl  fyrir útivistarhópa, gönguhópa og ferðamenn

·         Að koma með hugmyndir að nýtingarmöguleika fyrir félagsheimilið Félagsgarð

·         Fara yfir skýrslu um Atvinnumál í Kjós sem var unnin eftir vinnufund  haustið 2009 og kom út veturinn 2010

·         Koma með tillögur til hreppsnefndar um atvinnuskapandi uppbyggingu

·         Hafa umsjón með bókasafni,  gera tillögur um starfstilhögun og rekstur þess

·         Styðja við hvers konar menningarviðburðum í Kjósarhreppi

·         Hafa umsjón með Kátt í Kjós og Jólamarkaði og vinna  stefnumótun um hvorn viðburð

·         Fjalla um þau mál er sveitarstjórn felur nefndinni hverju sinni

·         Nefndin getiur tekið upp ákveðin mál og vísað til hreppsnefndar

 

Framkvæmdastjóri sitji fundi nefndarinnar og riti fundargerð

Erindisbréf þetta byggist á ákvæðum sveitarstjórnalaga nr.138/2011 um verkefni sveitarfélaga og starfsemi nefnda á þeirra vegum. Erindisbréf þetta var samþykkt í hrreppsnefnd Kjósarhrepps þann  7. ágúst 2014 og tekur þegar gildi