Kjósarhreppur - Myndir

 

Umsóknareyðublað

 

Árið 2009 er styrkurinn Kr.17,250 á önn

        2010                      Kr. 20.000 á önn

Árin 2014, 2015,2016,2017,2018   kr. 25.000.- á önn

 

 

Samþykkt um frístundastyrki í Kjósarhreppi

 

 

1. grein

 

Hreppsnefnd Kjósarhrepps ákvarðar árlega greiðslu frístundastyrkja og upphæð þeirra. Skal fjárveitingin koma fram árlega í fjárhagsáætlun sveitarsjóðs.

Styrkir eru greiddir út tvisvar á ári samkvæmt samþykkt þessari.

 

2. grein, markmið, tilgangur og skilyrði.

 

Meginmarkmið frístundastyrkja er að öll börn of unglingar í Kjósarhreppi geti tekið þátt í uppbyggilegu frístundastarfi óháð efnahag og félagslegum aðstæðum.

 

Frístundastyrkur er framlag Kjósarhrepps til greiðslu kostnaðar styrkþega vegna náms utan hefðbundins skólanáms, þátttöku í hverskonar barna- og unglingastarfi á vegum viðurkennda félagasamtaka og tómstundastarfs.

 

Styrkurinn getur aldrei numið hærri upphæð (15.000 fyrir hvora önn árið 2008) en þeirri sem kemur fram á framlögðum greiðslukvittunum

 

3. grein, skilyrði fyrir greiðslu styrkja.

 

  • Að styrkþegi eigi lögheimili í Kjósarhreppi
  • Að styrkþegi sé á aldrinum 6-16 ára, miðað við fæðingaár
  • Að um skipulagt starf, kennslu eða þjálfun sé um að ræða í a.m.k. 10 vikur á árshelmingi.

 

 

 4. grein, útborgun styrkjar

 

Þeir sem uppfylla ofangreind skilyrði skulu leggja fram á skrifstofu Kjósarhrepps staðfestingu um styrkhæfar athafnir og greiðslukvittanir.

Þá skal forráðamaður styrkþega leggja fram upplýsingar um, hvar leggja beri styrkinn inn.

 

 

Samþykkt þessi var samþykkt á fundi hreppsnefndar Kjósarhrepps þann 11. febrúar 2008 og öðlast þegar gildi.