Kjósarhreppur - Myndir

Gjaldskrá fyrir hreinsun rotþróa í Kjósarhreppi

 

 

1. gr.

Kjósarhreppur innheimtir gjald vegna hreinsunar og losunar á rotþróm í sveitarfélaginu

 

Fyrir hreinsun og losun rotþróa  skulu sumarhúsaeigendur, íbúðarhúsaeigendur og eigendur annarra fasteigna í Kjósarhreppi er skylt er að hafa tengdar við rotþró, greiða árlegt þjónustugjald, rotþróargjald, sbr. 5. gr. samþykktar nr. 183/2007, um hreinsun og losun rotþróa í Kjósarhreppi.

 

2. gr.

Rotþróargjald fyrir árið 2017 skal vera kr. 10.000 og er árlegt gjald fyrir hvert íbúðarhús, sumarhús og annað húsnæði sem skylt er að tengja við rotþró. Rotþró skal hreinsuð og losuð á þriggja ára fresti og miðast álagt gjald við að kostnaður við hverja hreinsun og losun sé kr. 30.000,-. Vegna umbeðinnar aukahreinsunar og losunar rotþróar er innheimt sérstakt gjald sem nemur kr. 30.000.

 

3. gr.

Gjaldskrá þessi, sem samþykkt var af sveitarstjórn Kjósahrepps 10. nóvember 2016, sbr. heimild í 25. gr. laga nr. 7/1998, um hollustuhætti og mengunarvarnir og 1. nr. 55/2003 um meðhöndlun úrgangs og tekur hún gildi við birtingu í B-deild Stjórnartíðinda 

 

Kjósarhreppi 31. desember 2016

 

 

Guðný G Ívarsdóttir