Kjósarhreppur - Myndir

Samþykktir um frístundastyrki

 

 

 

 

Samþykkt um frístundastyrki í Kjósarhreppi

1. gr.

Hreppsnefnd Kjósarhrepps ákvarðar árlega greiðslu frístundastyrkja og upphæð þeirra. Skal fjárveitingin koma fram árlega í fjárhagsáætlun sveitarsjóðs.

Styrkir eru greiddir út tvisvar á ári samkvæmt samþykkt þessari.

2. gr. Markmið, tilgangur og skilyrði.

Meginmarkmið frístundastyrkja er að öll börn og unglingar á aldrinum 3-18 ára í Kjósarhreppi geti tekið þátt í uppbyggilegu frístundastarfi óháð efnahag og félagslegum aðstæðum.

Frístundastyrkur er framlag Kjósarhrepps til greiðslu kostnaðar styrkþega vegna náms utan hefðbundins skólanáms, þátttöku í hverskonar barna- og unglingastarfi á vegum viðurkennda félagasamtaka og tómstundastarfs. (Dans, tónlistarnám, íþróttaiðkun, leiklist, myndlist og fl.)

Styrkurinn getur aldrei numið hærri upphæð en þeirri sem kemur fram á framlögðum greiðslukvittunum.

3.gr. Styrkupphæð:

Styrkur kr. 60.000 fyrir allt skólaárið eða 30.000 pr. önn fyrir aldurshópinn 6-18 ára

Styrkur kr. 30.000 fyrir allt skólaárið eða 15.000, pr. Önn fyrir aldurshópinn 3-6 ára

4. gr. Skilyrði fyrir greiðslu styrkja.

Að styrkþegi eigi lögheimili í Kjósarhreppi

Að styrkþegi sé á aldrinum 3-18 ára, miðað við fæðingaár

Að um skipulagt starf, kennslu eða þjálfun sé um að ræða í a.m.k. 10 vikur á árshelmingi.

5. gr. Tímabil frístundastyrksins.

Tímabil frístundastyrksins er frá 01.september til 30. júní ár hvert. Sé styrkurinn ekki nýttur innan þess tímabil fellur hann niður.

6. gr. Útborgun styrkjar

Þeir sem uppfylla ofangreind skilyrði skulu leggja fram á skrifstofu Kjósarhrepps umsókn á þar til gerðu eyðublaði sem finna má á www.kjos.isog  staðfestingu um styrkhæfar athafnir og greiðslukvittanir.

Þá skal forráðamaður styrkþega leggja fram upplýsingar um, hvar leggja beri styrkinn inn.

Samþykkt þessi var samþykkt á fundi hreppsnefndar Kjósarhrepps þann 4. september 2018 og öðlast þegar gildi