Kjósarhreppur - Myndir

 

 

Ferðastyrkur grunnskólanema.

 

Reglur vegna veitinga ferðastyrkja. Kjósarhreppur setur sér eftirfarandi reglur vegna ferðastyrkja til grunnskólanema vegna starfs í félagsmiðstöð Klébergsskóla.

1.grein

Styrkveitingin

Styrkveitingin er háð samþykki sveitarstjórnar ár hvert, og skal koma fram í fjárhagsáætlun sveitarsjóðs. Styrkir eru greiddir út tvisvar á ári eða í lok hverrar annar.

Hámarksupphæð styrkja er fyrir efstastig kr. 35.000.- á önn, fyrir miðstig 35.000.- á önn.

2.grein

Markmið

Markmið styrkjanna er að jafna stöðu nemenda og gera nemendum kleift að sækja uppbyggilegt félagsstarf á frítímum sem fram fer í félagsmiðstöðum.

3.grein

Réttur til framlags

Réttur til ferðastyrksins eiga þeir foreldrar/forráðamenn grunnskólanema, sem skilgreinast á miðstigi og efstastigi, sem eiga lögheimili í Kjósarhreppi og stunda reglubundið félagsstarf á vegum félagsmiðstöðvar.

4.grein

Umsókn

Umsókn skal vera skrifleg á þar til gerðu eyðublaði sem finna má á www.kjos.isog senda til skrifstofu Kjósarhrepps, með umsókninni skal fylgja staðfesting um að nemandi hafi sótt félagsmiðstöðina reglulega.

Endurnýja þarf umsóknina eftir hverja önn. 

 

Reglur yfirfarnar og samþykktar af hreppsnefnd Kjósarhrepps  á fundi hennar þann 4. september  2018